
Samningum um nýtt úrræði í barnaverndarmálum á Norðausturlandi
Með úrræðinu verður hægt að styðja við allt að 12 börn og ungmenni á ári sem yrðu vistuð á greiningar- og þjálfunarheimilinu í allt að 8 vikur.
Með úrræðinu verður hægt að styðja við allt að 12 börn og ungmenni á ári sem yrðu vistuð á greiningar- og þjálfunarheimilinu í allt að 8 vikur.
Öskudagurinn á Húsavík hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum manninum í bænum fagra við Sjálfanda. Alls konar karakterar, sumir sælir en aðrir all rosalegir, hafa verið vappandi um göturnar í dag með poka í hönd eða á baki. Heilsað hefur verið upp á fyrirtæki og stofnanir um allar trissur og sungið í skiptum fyrir mæru.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru á Skrifstofu stéttarfélaganna en fjöldi barna sem og fullorðnir hafa komið við og tekið lagið. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Þeir komu ekki tómhentir félagarnir i Hollvinum Húna þegar þeir s.l. föstudag mættu í heimsókn i Öldrunarheimilið Lögmannshlíð. Félagarnir höfðu meðferðis líkan af Húna ll Hu 2 sem smíðað var fyrir hollvini á s.l ári. Er þetta í kjölfar þess að fyrrum sjómenn ÚA afhentu á dögunum Dvalarheimilinu Hlíð glæsilegt líkan af Stellunum svokölluðu, skipi ÚA og verða skipslíkönin til sýnis hjá heimilisfólkinu næstu mánuði.
Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi.
Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur.
„Æfingar hafa gengið mjög vel og nú hlökkum við mikið til að sýna afraksturinn,“ segir Jóhanna Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins. Frumsýning verður hjá leikhúsinu, föstudagskvöldið 16. febrúar n.k á leikverkinu Gaukhreiðrið eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.
Í dag er auglýst eftir tilboðum í byggingarrétt á hóteli sem áætlað er að rísi á Jaðarsvelli það er Akureyrarbær sem auglýsir lóðina. Um er að ræða 3000 fm lóð og eins segir í auglýsingu ,,staðsetningin einstök við einn besta golfvöll landsins og útivistarsvæði bæjarins í Naustaborgum og Kjarnaskógi sem bjóða upp á spennandi möguleika árið um kring. Má segja að þetta hótel verði algjör hola í höggi.“
Tilboðum i lóðina á að skila rafrænt gegnum útboðsvef bæjarins og er skilafrestur til 13 mars n.k. klukkan 12 á hádegi. Tilboð verða svo opnuð í Ráðhúsinu kl 14 sama dag.
Ég og strákarnir erum búnir að vera að lesa Götuhornið en það var reyndar lesið það fyrir mig af því að ég er dislexískur og svoleiðis en ég er samt ekkert heimskur sko. En það eru bara einhverjir að skrifa um Akureyri og eitthvað þannig svona sveitasjitt. Þú veist - við erum líka fólk sko. Við megum vera líka með og ég bara - þú veist - ef þetta kemur ekki í Götuhorninu þá.... Ókey - allavega þá vitum við hvar þú átt heima.
Þegar það var kosið mig af strákunum sem formaður Landssamtaka endurkomumanna á Hólmsheiði (LEHÓ) vildi ég bara gera mitt. Skila mínu til samfélagsins. Maður er ekkert bara eitthvað rusl. Við erum menn og samfélagið skuldar okkur alveg. Það vita bara ekki allir að því og ég þarf bara að koma til dyranna eins og ég er fæddur.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi miðbæjar sem nær til Glerárgötu 7 liggur fyrir og er á þá leiða að kröfu kæranda um að ógilt verði ákvörðun bæjarstjórnar um breytingar á deiliskipulagi er hafnað.
Eigandi tveggja fasteigna, Glerárgötu 1 og Strandgötu 13b, Jón Oddgeir Guðmundsson kærði ákvörðun bæjarstjórnar frá því í fyrra sumar, en til stendur að reisa hótelbyggingu á lóð númer 7 við Glerárgötu, á Sjallareitnum svonefnda. Taldi hann að breyting sem gerð var á skipulaginu og fólst m.a. í því að hótelbyggingin var hækkuð raskaði verulega grenndarhagsmunum sínum og væri réttur hans fyrir borð borinn. Hús Jóns Oddgeirs stendur við lóðamörk við Glerárgötu 7. Taldi hann hæð hússins í hrópandi ósamræmi við þær byggingar sem standa sunnan við fyrirhugaða hótelbyggingu. Einnig nefndi hann í kæru sinni að ásýnd miðbæjar breyttist til muna með tilkomu háhýsis á þessum stað og að framkvæmdir gætu haft neikvæð áhrif á verð fasteigna á svæðinu.
Úrskurðarnefndin leiðir rök að því að hagsmunir kæranda hafi ekki verið fyrir borð bornir í skilningi skipulagslaga, né heldur að þeir form- eða efnisannmarkar liggi fyrir sem leiði til þess að ógilda þurfi deiliskipulagið. Úrskurðarnefndin bendir á að geti kærandi sýnt fram á tjóna vegna breytinganna gæti hann átt rétt á bótum. Það álitaefni þurfi að bera undir dómstóla
Bjarki Ármann Oddsson hefur verið ráðinn sem skrifstofu- og fjármálastjóri Eyjafjarðarsveitar og tekur hann við starfinu af Stefáni Árnasyni þann 1.maí næstkomandi.
Bjarki hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og stjórnsýslu sveitarfélaga þar sem hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðastliðinn áratug. Hefur hann meðal annars starfað sem íþrótta- og frístundastjóri Fjarðabyggðar, sem forstöðumaður tómstundamála og sem sviðsstjóri og forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar. Bjarki hefur í störfum sínum meðal annars séð um rekstur og starfsmannahald stofnana og málaflokka, haldið utan um stefnumótunarvinnu og fjárhagsáætlanagerð, innleitt breytingar og komið að hagræðingaraðgerðum.
Bjarki hefur menntað sig á sviði opinberrar stjórnsýslu þar sem hann náði sér í meistaragráðu í faginu frá Háskóla Íslands. Þá er Bjarki með BA í samfélags- og hagþróunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Bjarki Ármann býr í Hrafnagilshverfi og er uppalinn í sveitarfélaginu. Hann er giftur Konný Bjargey Benediktsdóttur og eiga þau fjögur börn á leik- og grunnskólaaldri.
Síðastliðið sumar voru settir upp grenndargámar við Tún á Húsavík til að einfalda íbúum að losa sig á skilvirkan hátt við gler, járn og textíl frá heimilum en sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að safna þessum flokkum til að hámarka hlutfall úrgangs sem er hæfur til endurvinnslu eða endurnýtingar. Lög þess efnis tóku gildi á síðasta ári.
Í pistli sem Elvar Árni Lund sviðstjóri skipulags- og umhverfisráðs Norðurþings ritaði á vef sveitarfélagsins segir hann að vonir hafi staðið til að móttökurnar yrðu góðar enda hafi heilt yfir gengið vel á Húsavík að flokka sorp á heimilum í samanburði við mörg sveitarfélög.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun björgunarþyrlan TF-LÍF verða flutt til Akureyrar innan skamms og komið fyrir á Flugsafni Íslands þar sem þessi margfræga þyrlu mun verða til sýnis um alla tíð. Þyrla sem er að gerðinni Aérospatiale AS-332L 1 Super Puma var pöntuð af Landhelgisgæslunni i júni 1994 og afhent hér ári seinna með mikilli viðhöfn. Óhætt er að segja að TF- LÍF undir stjórn Landhelgisgæslunnar hafi svo sannarlega verið dýrmæt og komið að afar mörgum lífsbjargandi aðgerðum í hinum ýmsu veðrum og aðstæðum. Láta mun nærri að tæplega 1600 manns hafi verið bjargað eða fluttir í sjúkraflugi með TF-LÍF
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun björgunarþyrlan TF-LIF verður flutt til Akureyrar innan skamms og komið fyrir á Flugsafni Íslands þar sem þessi margfræga þyrlu mun verða til sýnis um alla tíð. Þyrla sem er að gerðinni Aérospatiale AS-332L 1 Super Puma var pöntuð af Landhelgisgæslunni i júni 1994 og afhent hér ári seinna með mikilli viðhöfn. Óhætt er að segja að TF- LÍF undir stjórn Landhelgisgæslunnar hafi svo sannarlega verið dýrmæt og komið að afar mörgum lífsbjargandi aðgerðum í hinum ýmsu veðrum. Láta mun nærri að tæplega 1600 manns hafi verið bjargað eða fluttir í sjúkraflugi með TF-LÍF þennan aldarfjórðug sem þyrlan ,,stóð vaktina". Landshelgisgæslan tók TF-LÍF úr notkun árið 2020.
Steinunn María Sveinsdóttir safnsstjóri á Flugsafninu er svo sannarlega í sjöunda himni með nýja safngripinn.
,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og bæta henni við safnkost okkar. Þyrlan á sér merka sögu og þótti bylting í þyrlurekstri Landhelgisgæslunnar þegar hún kom til landsins árið 1995. Hún snertir strengi í hjörtum margra og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, þá ríkir mikil ánægja með að hún verði varðveitt á Flugsafninu.
Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær hún kemur norður en það styttist í það. Sænska fyrirtækið Ex-Change Parts AB sem keypti TF-LÍF, tók úr henni hluti sem þóttu nýtilegir og gáfu safninu þyrluna af miklum góðhug. Þeir hafa einnig gefið safninu varahluti sem nýtast til að gera hana sýningarhæfa og erum við þeim afar þakklát. Við munum vinna að því að gera hana sýningarhæfa þegar hún kemur norður og síðan finna henni varanlegan stað í safninu, en til þess þurfum við að endurraða aðeins og gerum við það í haust áður en Þristurinn kemur inn fyrir veturinn" og Steinunn María bætir við.
,, Henni verður komið fyrir nálægt "litlu systur" þyrlunni TF-SIF og flugvélinni TF-SYN, sem báðar þjónuðu Landhelgisgæslunni dyggilega um áratugaskeið. Stefna safnsins hefur verið að hópa saman flygildum sem tengjast björgunar- og sjúkraflugi en á safninu er sýning um björgunar- og sjúkraflug sem safnið hlaut styrk til úr Safnasjóði. Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í flugsögu Íslendinga og mikilvægt að gera því góð skil á Flugsafni Íslands."
,,Í góðu samstarfi við öldungaráð Landhelgisgæslunnar, Landhelgisgæsluna, sænsku kaupendurna, velunnara og styrktaraðila höfum við unnið að þessu góða verkefni síðustu mánuði. Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og gera betur grein fyrir öllu því góða fólki og fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið,, segir svo í færslu á Facebooksíðu Flugsafnsins.
. Landshelgisgæslan tók TF-LÍF úr notkun árið 2020.
Steinunn María Sveinsdóttir safnsstjóri á Flugsafninu er svo sannarlega í sjöunda himni með nýja safngripinn.
,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og bæta henni við safnkost okkar. Þyrlan á sér merka sögu og þótti bylting í þyrlurekstri Landhelgisgæslunnar þegar hún kom til landsins árið 1995. Hún snertir strengi í hjörtum margra og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, þá ríkir mikil ánægja með að hún verði varðveitt á Flugsafninu.
Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær hún kemur norður en það styttist í það. Sænska fyrirtækið Ex-Change Parts AB sem keypti TF-LÍF, tók úr henni hluti sem þóttu nýtilegir og gáfu safninu þyrluna af miklum góðhug. Þeir hafa einnig gefið safninu varahluti sem nýtast til að gera hana sýningarhæfa og erum við þeim afar þakklát. Við munum vinna að því að gera hana sýningarhæfa þegar hún kemur norður og síðan finna henni varanlegan stað í safninu, en til þess þurfum við að endurraða aðeins og gerum við það í haust áður en Þristurinn kemur inn fyrir veturinn" og Steinunn María bætir við.
,, Henni verður komið fyrir nálægt "litlu systur" þyrlunni TF-SIF og flugvélinni TF-SYN, sem báðar þjónuðu Landhelgisgæslunni dyggilega um áratugaskeið. Stefna safnsins hefur verið að hópa saman flygildum sem tengjast björgunar- og sjúkraflugi en á safninu er sýning um björgunar- og sjúkraflug sem safnið hlaut styrk til úr Safnasjóði. Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í flugsögu Íslendinga og mikilvægt að gera því góð skil á Flugsafni Íslands."
,,Í góðu samstarfi við öldungaráð Landhelgisgæslunnar, Landhelgisgæsluna, sænsku kaupendurna, velunnara og styrktaraðila höfum við unnið að þessu góða verkefni síðustu mánuði. Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og gera betur grein fyrir öllu því góða fólki og fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið,, segir svo í færslu á Facebooksíðu Flugsafnsins.
„Þetta er mjög þarft og gott verkefni og við erum ánægðir með að geta lagt því lið,“ segir Jón Halldórsson formaður Lionsklúbbsins Hængs á Akureyri. Um 40 félagar eru í klúbbnum.
Klúbburinn hefur ákveðið að gefa 50 viðaeldunarofna til Úkraínu og þá hafa einstaka félagar tekið ákvörðun um að bæta um betur og kaupa sjálfir 30 ofna, þannig að Hængur leggur 80 viðarofna til í söfnun sem Lionsfélagar í Evrópu standa að. Jón segir að þörfin sé mikil og vaxandi eftir nærri tveggja ára styrjöld í Úkraínu, þar sem heimamenn verjast árásum Rússa, sé staða innviða víða í landinu mjög bágborin.
Um þessar mundir eru í byggingu tvær orlofs- og sjúkraíbúðir á vegum Framsýnar og Þingiðnar á Húsavík. Áætlað er að þær verði klárar 1. ágúst 2024 og fari þá þegar í útleigu til félagsmanna. Fyrirspurnir eru þegar byrjaðir að berast varðandi íbúðirnar, það er hvenær þær verði klárar í útleigu en eins og fram kemur í fréttinni er áætlað að svo verði með haustinu 2024.
,,Bolludagurinn er einfaldlega besti dagur ársins og það með yfirburðum" Þetta eru orð sem einn af viðmælendum okkar lét falla í morgun þegar farið var á stjá til þess að leita uppi fólk sem væri að gæða sér á bollum. ,,Ég vil bara þessar gömlu góðu eins og hjá mömmu í denn, vatnsdeigs, með jaðarberjasultu (sakna Flórusultu enn i dag) rjóma og súkkulaðiglassúr sem klístrast út á kinnar."
Aðspurður sagðist þessi galvaski bolluaðdáandi að hann hefði ekki hugmynd um það hve margar bollur hann ætlaði að gæða sér á í dag eða ,, hver ætti að telja þær?
Það getur verið nokkuð snúið að gæða sér á bollu án þess að hún fari út um allt andlit og fingur en, því að hefa áhyggjur af slíku þegar svona góðgæti er i boði?
Annars er talið bolluát hafi borist hingað til lands fyrir dönsk eða jafnvel norsk áhrif undir lok 19 aldar. Liklega vegna komu bakara frá þessum löndum til Íslands. Flengingar ásamt herópinu sem vitnað er i í fyrirsögn fylgdu með.
Landsmenn sem munu ef að líkum lætur sporðrenna einhverjum hundruðuðum þúsunda af bollum af öllum gerðum í dag, og á morgun er það saltkjötið og blessaðar baunirnar.
Framsýn hefur komið á framfæri við Samkaup óánægju heimamanna með þjónustu fyrirtækisins á Húsavík, sérstaklega hvað varðar verslunina Nettó. Krafist er úrbóta þegar í stað. Á aðalfundi Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar á dögunum urðu miklar umræður meðal fundarmanna um stöðuna varðandi matvöruverslanir á Húsavík. Skorað var á forsvarsmenn Framsýnar að beita sér í málinu, þar sem staðan væri óviðunandi með öllu. Rétt er að taka skýrt fram að gagnrýnin beinist ekki gagnvart starfsfólki Nettó.
Í kjölfar aðalfundar deildarinnar átti formaður Framsýnar símafund með forstjóra Samkaupa um málið þar sem óánægju heimamanna var komið á framfæri um leið og skorað var á fyrirtækið að taka ábendingum heimamanna alvarlega. Fundurinn var vinsamlegur enda fara hagsmunir beggja aðila saman, það er að efla starfsemi Samkaupa á svæðinu ekki síst í ljósi þess að aðrar verslunarkeðjur hafa ekki sýnt því áhuga að koma inn á svæðið og hefja verslunarrekstur. Niðurstaða samtalsins var að heyrast aftur um miðjan febrúar.
Markús Orri Óskarsson sem verður 15 ára gamall innan fárra daga gerði sér lítið fyrir og varð Skákmeistari Akureyrar, en lokaumferð Skákþings Akureyrar var tefld fyrir helgi.
“Ef virkjað verður meira mun rafmagnið seljast upp. Það verður alltaf umfram eftirspurn” segir Orkumálastjóri, Halla Hrund Logadóttir.
Á meðan sumir telja slíkt af hinu góða sem merki um aukna hagsæld og sterkara hagkerfi, spyrja aðrir sig að því hvenær nóg sé nóg.
Í dag eru framleiddar 20 terrawattstundir af raforku á ári en sú framleiðsla þyrfti að aukast upp í 42 terrawattstundir ef orkuskiptin eiga að geta átt sér stað.
Til að setja hlutina í samhengi samanstendur ein terrawattstund (TW) úr 1.000.000 megawöttum (MW). Kárahnjúkavirkjun er 690 MW með framleiðslugetu upp á 4.600 gígawattstundir (GW) á ári. 1 TW samanstendur af 1.000 GW. Samkvæmt þessu þyrftum við orku rúmlega 5 Kárahnjúkavirkjana til að klára orkuskiptin. Og jafnvel þá, getum við leitt að því líkur að ennþá verði eftirspurn eftir rafmagni. Spurningin er hvort þá sé komið nóg? Verður hagkerfið þá orðið nógu stórt til að hætta að stækka? Ég leyfi mér að staðhæfa að sú verði ekki raunin hjá þeim sem munu eiga hagsmuna að gæta í orkuiðnaðinum sem og hjá erlendum fjárfestum sem, miðað við stefnu stjórnvalda munu fá afhenta æ stærri sneið af orkuauðlindum Íslendinga ef fram fer sem horfir.
Hömlur og eignarhald
Í skýrslu Viðskiptaráðs í kjölfar Viðskiptaþings í febrúar 2023 kemur skýrt fram að menn telji samkeppnisstöðu á orkumarkaðinum skekkta vegna of mikils eignarhalds hins opinbera í orkuframleiðslufyrirtækjum. Það hamli aðgengi nýrra aðila inn á markaðinn. Brýnt og aðkallandi sé því að liðka fyrir aðkomu erlendra fjárfesta vegna þeirra miklu fjárfestinga sem þörf sé á.
Þá kemur fram að hömlur á erlenda fjárfestingu í orkuframleiðslu á Íslandi eru þær mestu meðal OECD-ríkja. Þar sem 1,0 tákni algjöra takmörkun trónir Ísland efst með 0,56. Þar á eftir er Finnland með 0,16.
Í grein Innherja um aukinn kostnað virkjana í febrúar 2023 er haft eftir Ásgeiri Margeirssyni, ráðgjafa og fyrrverandi forstjóra HS orku að 7% orkuframleiðslu landsins sé í höndum einkaaðila. 93% sé á vegum hins opinbera. Þar sé Landsvirkjun langstærsti raforkuframleiðandi landsins með um 75% hlutdeild og ráði yfir nánast allri vatnsmiðlun í raforkukerfinu. Næststærst er svo Orka náttúrunnar með um 20% hlutdeild og er jafnframt stærsti raforkuframleiðandi landsins með jarðhita.
Sala vindorku erlendra einkaaðila inn á kerfi sem getur ekki tekið við því
Þá kemur fram í skýrslu Viðskiptaráðs að nauðsynlegt sé að koma á virkum raforkumarkaði og tryggja þurfi vindorkuframleiðendum jafnari aðgang að “stýranlegu afli á móti vindorku” (Stýranleg orka er vatnsaflsorka. Vindorka er ekki stýranleg orka).
Það kemur á daginn og kemur skýrt fram í greinargerð með þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, sem lá inni á samráðsgátt stjórnvalda í janúar (í furðulega stuttan tíma), að til að mæta þeim miklu sveiflum sem verða við orkuframleiðslu vindorkuvera þarf svokallaða jöfnunarorku. Sú orka þarf að koma frá öðrum orkuverum og má ætla að sú orka muni koma frá vatnsafli frekar en jarðhita þar sem það er talið hentugra afl til slíkrar jöfnunar. 40% stýranlegt vatnsafl er talið þurfa á móti uppsettu vindafli. Þetta þýðir að ef t.d. yrði sett upp 500 MW vindorkuver eins og áætlað er áAusturlandi þá þyrfti aukalega 200 MW jöfnunarorku tryggðafrá vatnsorkuveri (bara fyrir vindorkuverið). Ef vindorkuver er 100 MW þarf það tryggð 40 MW jöfnunarorku.
Til að setja þetta í betra samhengi þá skulum við segja að vindorkuver sé nú þegar risið. Vegna hinnar gríðarlegu stærðarvindmyllanna mynda þær litla umframorku. Þá þarf jafnvel að stöðva spaða túrbínunnar í litlum vind og hún getur ekki framleitt rafmagn. Þá kemur jöfnunarorkan frá vatnsaflsvirkjuninni inn til að koma í veg fyrir stöðvun og engar sveiflur verða þá í rafmagnsframleiðslu inn á kerfið. Hámarksnýtingarhlutfall slíks vindmyllugarðs getur legið á bilinu 25-30%.
En hvað gerist ef vindorkuverið er risið og engin jöfnunarorka er til staðar? Skýrt hefur komið fram að engin slík umframorka er í boði eins og staðan er í dag. Þ.a.l. er það ljóst að ekki er hægt að starfrækja vindorkuver nema að byggja upp fleiri og/eða stærri vatnsaflsvirkjanir.
Hvað gerist ef stöðva þarf vindorkuver í eigu erlendra fjárfesta sem selja rafmagnið inn á kerfi sem getur ekki tekið á móti því?Getur verið að ríkið sé með því að skapa sér skaðabótaskyldu?
Þá væri einnig fróðlegt að vita hvort þessi viðbótar jöfnunarorka sem þarf að vera til eingöngu fyrir vindorkuverin, óháð því hver nýtingin er, sé inni í útreikningum um þau 24 TW sem þurfi fyrir orkuskiptin eða hvort þau bætist við.
Orkuauðlindir okkar afhentar á gullfati
Á sama tíma er talað um atvinnuuppbyggingu í víðu samhengi í tengslum við uppbyggingu vindorkugarða. Ef engin jöfnunarorka er til staðar sé ég ekki fyrir mér að áhugasamir fjármagnseigendur muni leita eftir því að fjárfesta í uppbyggingu nýrra fyrirtækja ef svörin um rafmagnaöryggi eru á þessa leið: “Jú þið getið fengið tryggð ákveðið hlutfall þess rafmagns sem þið þurfið en restin er bara eitthvað sem við eigum ekki til enhlýtur að reddast einhvern veginn.”
Það er ljóst í mínum huga að það þarf að virkja meira. En það er algjörlega galið að ætla afhenda orkuauðlindir okkar á gullfati til erlendra fjárfesta, eftirláta þeim gríðarlega víðfeðm landsvæði til röskunar sem hafa að mínu mati enn stærri umhverfisáhrif en vatnsaflsvirkjanir og ætla svo að kaupa af þeim orkuna inn á kerfi sem getur ekki tekið við henni, nema við sérstaklega byggjum til viðbótar nýjar vatnsaflsvirkjanir til að svara þörfum fjárfestanna.
Erum við s.s. tilbúin að leggja land undir vatnsaflsvirkjanir til að gæta hagsmuna erlendra fjármagnsafla með þeim rökum að vindmyllurnar sem munu dreifa trefjaplasti um víðáttur Íslenskrar náttúru séu að framleiða græna orku? Viljum við þaðfrekar en að virkja vatnsaflið og jarðvarmann á okkar eigin vegum og standa þá um leið vörð um auðlindir okkar og hagsmuni íbúa?
Stjórnvöld öfgahliða
Við höfum í dag stjórnvöld sem tákna öfga beggja hliða, vinstri og hægri.
Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra segir að ein helsta ástæða þess hún fór í framboð á sínum tíma hafi verið deilan um Kárahnjúkavirkjun. Hún predikar nauðsyn orkuskipta, endalausir skattar eru lagðir á íbúa vegna þessa, hún segir ekki þurfi að virkja meira því hægt sé að loka einu af álverunum til að fá auka orku, hundruð manna missa vinnuna og hún er tilbúin að vinna að því með Sjálfstæðismönnum að auðlindir okkar verði afhentar erlendum fjármagnseigendum svo framarlega sem auðlindagjald sé greitt. Undir þessi sjónarmið taka fylgismenn hennar í Vinstri grænum.
Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis- og orkumálaráðherragreiðir svo götu fjárfestanna með því að predika eins og lobbíisti um nauðsyn vindmyllugarða sem nauðsynlega aðgerð í loftlagsmálum, nýtir dómsdagstalið vel og segir tímann vera að renna út. Sjálfstæðismenn vilja ólmir minnka ítök ríkisins í orkuauðlindum landsins, tala um mögulegan sæstreng til Evrópuog vilja greiða leið erlendu fjárfestanna að helstu mjólkurkýr landsins, orkuauðlindinni okkar.
Það er kominn tími til að íslenska þjóðin vakni og átti sig á hvert er verið að leiða landið.
Orkuauðlindir landsins eiga ávallt að vera undir stjórn ríkisvaldsins þar sem Alþingi fer með lokaákvörðunarvald. Þannig er hagsmunum þjóðarinnar best borgið.
Fyrirhugaðri göngu- og hjólabrú yfir Glerá, vestan Hörgárbrautar, verður hliðrað til um 50 metra til austurs frá því sem áður var.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar hjá Akureyrarbæ segir að færslan á brúnni sé til komin vegna deiliskipulags Tryggvabrautar sem samþykkt var fyrir rúmu ári. Á því deiliskipulagi er m.a. gert ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Glerárgötu/Tryggvabrautar og staðsetning gönguþverunar yfir Borgarbraut ákveðin. Í eldra deiliskipulag yfir svæði Glerár frá árinu 2010 var brúin sýnd vestar og hitti því ekki á gönguþverunina. Deiliskipulögin tvö voru því að sögn Jónasar ekki að „tala saman“.
Gönguleið yfir Glerárbrú aflögð
Núverandi gönguleið yfir vesturkant Glerárbrúar verður aflögð þegar nýja göngu-/hjólabrúin verður tekin í gagnið. „Það er líka hagur af því að færa brúna um þessa 50 metra til austurs miðað við fyrri tillögu. Nýja staðsetningin grípur vonandi betur gangandi/hjólandi sem fara niður Hörgárbrautina að vestan.“ segir Jónas.
Á deiliskipulaginu er einnig gert ráð fyrir undirgöngum undir Hörgárbrautina og segir Jónas þau lengi hafa verið þar, en nú sé verið að skoða nýja útfærslu með því að fara undir núverandi brú (austur-vestur). Komið hafi í ljós að það sé gerlegt, en lofthæð ekki ýkja mikil. Hæðarsetning á stígum og verðandi göngu- og hjólabrú mun taka mið af þessi pælingu um gönguleiðina undir Glerárbrúna.
Stefnt er að því að bjóða út framkvæmdir við brúnna á komandi vori þannig að hægt verði að hefjast handa nú í sumar og gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2025.
Framkvæmdir við aðra verkþætti verður, gangi allt upp, boðnir út í byrjun árs 2025.
Í apríl verður nýju námskeiði hleypt af stokkunum sem er afrakstur samvinnuþróunarverkefnis starfsfólks Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst og Byggðastofnunar. Námskeiðið er spennandi nýjung og ekki hefur áður verið boðið upp á sambærilegt námskeið á Íslandi.
Sköpunarkrafturinn er orkugjafi 21. aldar
Menning og skapandi greinar (MSG) leika mikilvægt hlutverk í tæknibyltingu og alþjóðavæðingu samtímans. Fræðafólk í Evrópu hefur í auknum mæli beint athygli sinni að mikilvægi staðbundinna áhrifa MSG, ekki síst í landsbyggðum. Samspil MSG og nýsköpunar er einnig í brennidepli þar sem víðtæk samfélagsleg áhrif eru skoðuð samhliða tækniþróun.
„Það er skortur á rannsóknum á áhrifum skapandi greina í landsbyggðum og von okkar sem komu að því að hanna námskeiðið er að á námskeiðinu muni kvikna hugmyndir að rannsóknarefni sem nemendur geti þá skoðað á meistara- og doktorsstigi.“ segir Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá RHA sem var í samstarfshópnum. Hún bætir við, „námskeiðið er hannað eftir því sem við töldum að þyrfti á Íslandi. Þörfin byggir að einhverju leyti á greiningu í skýrslu Rannsóknarsetursskapandi greina þar sem þekkingargöt voru kortlögð.“
Áhrif skapandi greina mikil á landsbyggðunum
„Ég held að við sjáum öll hvaða áhrif skapandi greina geta verið mikil á landsbyggðunum, til dæmis með nýlegum tökum á TrueDetective á Dalvík og í Keflavík og áhrif þess hvað varðar áhuga á Íslandi. Á námskeiðinu verður einmitt fyrirlestur um áhrif kvikmyndagerðar í landsbyggðum og þar fer Vera Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Ferðamála, yfir kvikmyndatengda ferðaþjónustu og helstu birtingarmyndir hennar og við fáum einnig innlegg frá Leifi Dagfinnssyni, stofnanda True North.“ segir Sæunn aðspurð um einn af þeim hvötum sem urðu tilurð þessa námskeiðs.
Sérfræðingar víða að leggja verkefninu lið
Aðspurð um samstarfið segir Sæunn, „samstarfið hefur gengið vel og var ég fengin inn í verkefnið sem fulltrúi Háskólans á Akureyri. Það hefur verið gleðilegt hve mörg sem vinna á sviði skapandi greina á Norðurlandi voru tilbúin til að taka þátt í verkefninu og munum við meðal annars fá innlegg frá Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar og Mörtu Nordal, leikhússtjóra Menningarfélags Akureyrar. Einnig munum við nýta þekkingu frá Háskólanum á Akureyri og mun Kjartan Sigurðsson, lektor við Viðskiptadeild, halda fyrirlestra um nýsköpun og skoða nýsköpunarhugtakið í tengslum við menningu og skapandi greinar. Það er mikilvægt að vita meira um áhrif skapandi greina í landsbyggðum og hvernig hægt sé að styðja betur við svo þær geti blómstrað enn meira. Einnig tel ég mikil tækifæri í að koma námskeiðum á laggirnar sem hönnuð eru með aðkomu nokkurra háskóla og stofnana þar sem fjölbreytt þekking nýtist frábærlega til að skapa spennandi nám.“
Námskeiðið er liður að stærra verkefni sem stutt var af Samstarfssjóði háskólanna árið 2023 og er ætlað að efla rannsóknavirkni á meistara- og doktorsstigi á sviði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Aðrir samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands og Hagstofa Íslands og stendur fyrir dyrum að þróa námskeið um hagtölu- og hagskýrslulæsi með þeim auk þess sem möguleikar á samstarfi við stofnanir og einkafyrirtæki um stuðning við doktorsrannsóknir verða kortlagðir.
Námskeiðið fer fram á netinu í einni staðlotu dagana 22. apríl til 5. júlí. Skráningar hefjast 1. febrúar og lýkur 1. mars nk.
Frekari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má finna í gegnum QR kóðann á myndinni.
Það eru allir undir sömu sökina seldir, hugsa með hrolli til Kóvid-tímans. Við hristum af okkur minningar um pestarhræðslu, innilokun, samkomutakmarkanir, örugga fjarlægð, Víðihlýðni, spritt, grímur og hanska. Myndir af heilgölluðum læknum og hjúkrunarfræðingum. Óttann við símtal frá smitrakningarteyminu.
Þó var ekki allt alslæmt. Foreldrar lærðu að meta betur störf kennara og leikskólakennara. Börn voru hraustari, enginn dirfðist að senda barn með hor í skóla eða leikskóla. Aðrar pestir létu lítið á sér kræla, þökk sé handþvottinum og sprittinu. Og nú kunna allir að nota Zoom og Teams, fjarfundir og streymi eru einfalt mál. Tvímælalaust stærsti ávinningurinn.
Börnin voru fljót að tileinka sér sóttvarnarsiði. Ég ákvað að nýta mér ástandið og taldi örverpinu trú um að jólasveinninn væri í sóttkví og af miklum klókindum var það útskýrt fyrir barninu að skórinn yrði að vera í stofuglugganum því rúm barnsins væri of nálægt glugganum. Þóttust foreldrarnir aldeilis hafa snúið skódæminu jólasveininum í vil.
Drengurinn setti dýrindis piparkökur í skóinn handa aumingja jólasveininum í sóttkvínni. Það sem jólasveinninn vissi ekki var að, í sóttvarnarskyni, höfðu piparkökurnar verið úðaðar með spritti. Umtalsverðu magni, líklega til að gæta fyllsta öryggis.
Þar sem tveir jólasveinar stóðu skyrpandi, bölvandi og ragnandi á stofugólfinu, þá og einmitt þá sameinuðust Höfðahjón í einlægu hatri á bæði veiru og öllum sóttvarnaraðgerðum.
Spritt hefur ekki verið haft hér uppi á borðum síðan þá.
„Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað við gerum við lóðina, hvort hún verður auglýst aftur eins og hún er eða hvort við skoðum mögulegar breytingar,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar um lóðina Þursaholt 2 til 12.
Lögð hefur verið fram ný tillaga að fjölbýlishúsi við Norðurtorg, uppfærð í takt við athugasemdir frá bæjaryfirvöldum. Samkvæmt nýrri hugmynd er byggingin staðsett fjærst núverandi íbúðabyggð, handan Austursíðu og er húsinu skipt í tvo arma sem saman mynda skjólgóðan og gróðursælan garð til suður og vesturs að Austursíðu og byggðinni í Síðuhverfi.
Skipulagsráð hefur tekið jákvætt í erindi og falið skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem felur í sér breytta landnotkun í verslun og þjónustu með heimild fyrir íbúðir.
Fram kemur í erindinu sem Úti og inni arkitektar og Norðurtorg ehf senda inn að miðhluti hússins verði fimm hæðir en þrjár til fjórar hæðir út til hliðanna. Bílakjallari verður undir húsinu og á jarðhæð sem fellur inn í landi gæti mögulega verið verslun eða þjónustu af einhverju tagi.
Fjölbýlishús á umferðareyju
Sindri Kristjánsson fulltrúi Samfylkingar í Skipulagsráði hefur áður lýst efasemdum vegna tillögurnnar en segir að með nýrri tillögu sé reyn að eyða eða draga verulega úr efasemdum. „Umhverfi tillögunnar er að einhverju leyti manneskjuvænni og vistlegri frá því sem áður var þó svo að enn hafi tillagan á sér það yfirbragð að mínu mati að reisa eigi fjölbýlishús á umferðareyju,“ segir í bókun Sindra. Aðrar efasemdir um tillöguna standi enn eftir að mestu. „Til að bregðast við skorti á íbúðamarki í bænum með auknu lóðaframboði eru fjölmörg önnur tækifæri, aðrar staðsetningar sem henta mun betur til íbúðauppbyggingar“segir einnig í bókun Sindra.
„Ég hef séð umræðuna um að staðsetning framtíðar verslunarkjarna á Húsavík ætti að vera meira miðsvæðis og ég skil þá umræðu en hafa þarf í huga þá miklu umferð þungaflutninga sem svona verslunarmiðstöð krefst og því held ég að til lengri tíma litið sé þetta rétt niðurstaða.,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa.
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) lét nýverið gera könnun um fjármálalæsi en samtökin hafa verið að vinna að auknufjármálalæsi í skólum frá árinu 2011 og m.a. unnið að verkefninu Fjármálavit frá árinu 2015. Þá fengu þau Landsamtök lífeyrissjóða í lið með sér árið 2017.
Vignir Már Þormóðsson, fyrrum stjórnarmaður í KSÍ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri formanns KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins, 24. febrúar nk. Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007 til 2019 og var áður formaður knattspyrnudeildar KA í tæp 7 ár. Hann er i dag varaformaður K.A.
Þá hefur hann síðustu tíu ár verið starfandi eftirlitsmaður knattspyrnuleikja á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu.
„Ég þekki knattspyrnuhreyfinguna og innviði hennar vel, bæði hér heima og á alþjóðavísu, enda hefur íþróttin átt hug minn og hjarta frá því ég var ungur drengur. KSÍ gegnir afar veigamiklu samfélagslegu hlutverki en starfsemi sambandsins er umfangsmikil og teygir anga sína um allt land. Hlutverk sambandsins er meðal annars að vera andlit knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á afrekssviði með landsliðum sínum, sem hafa verið stolt okkar allra og borið hróður landsins um víða veröld.
Ekki síður gegnir KSÍ mikilvægu hlutverki í ræktun á veigamiklu uppeldis- og grasrótarstarfi inni í félögunum, sem er bæði ómetanlegt og viðurkennt. Formaður KSÍ á að sameina allt áhugafólk um íþróttina í eina breiðfylkingu – ég tel mig mjög hæfan í það hlutverk. Eftir að hafa velt stöðu mála gaumgæfilega fyrir mér síðustu vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins,“ segir Vignir Már Þormóðsson.
Stefán Viðar Þórisson skipstjóri á frystitogara Samherja, Snæfelli EA 310, kleif í byrjun ársins hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua í Andes-fjallgarðinum, sem er 6.962 metrum yfir sjávarmáli. Stefán Viðar hefur farið í nokkra háfjallaleiðangra á undanförnum árum, meðal annars klifið Kilimanjaro (5.895 m) og Mount Meru (4.562 m) í Tansaníu.
Aconcagua er einn af „Tindunum sjö“, sem eru hæstu fjöll heimsálfanna sjö og er Kilimanjaro í þessum sjö fjalla hópi.
Stefán Viðar sem býr á Reyðarfirði hefur alla tíð heillast af fjallgöngu, sem hann stundaði ungur að árum og eftir smá hlé var byrjað aftur og síðustu árin hefur stefnan verið sett á heimsfræga tinda.
„Þessi staða er hörmuleg. Ég trúi ekki öðru en að allir séu sammála um að það þurfi að auka öryggi barna sem koma að þessum skólum og bæta aðgengið,“ segir Anna Egilsdóttir móðir barna í Glerárskóla, en hún vakti athygli á hversu óhentug bílastæði eru við Glerárskóla, Klappir og Árholt í færslu í hóp íbúa í Holta- og Hlíðahverfi í vikunni. Hún segir þau hreinlega hættuleg líkt og þeir viti sem þar eru á ferð að morgni fyrir skólabyrjun viti.