Með þessum skemmtilegu myndum sem teknar voru á jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyjafjarðar um liðna helgi sendir starfsfólk Vikublaðsins sínar bestu óskir til lesenda um gleðileg jól!
Sýningar á lokaverkefnum nemenda á listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri verður opin í Hofi fram á sunnudag, 11 maí. Þetta er í fyrsta sinn sem lokaverkefnin eru sýnd í Menningarhúsinu Hofi.
Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) standa fyrir Súpufundi atvinnulífsins miðvikudaginn 14. maí kl. 11:30 á Múlabergi, Hótel KEA. Á fundinum verður sjónum beint að hagsmunagæslu atvinnulífsins og mikilvægi hennar fyrir stöðu og þróun svæðisins.
,,EM í kraftlyftingum er lokið og er ég virkilega ánægður međ árangurinn og fullur jákvæðni eftir mótiđ. Ég varđ í öđru sæti í hnébeygju međ 357.5kg, sem var 10kg bæting á mínu eigin Íslandsmeti. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef staðið á verđlaunapalli á alþjóđlegu stórmóti, sem fyllti mig stolti varðandi þá vinnu sem ég hef lagt í sportið og þann árangur sem náðist"
Sauðburður er að hefjast þessa dagana í sveitum landsins og í mörg horn að líta. Þannig er það í Höfða í Grýtubakkahreppi þar sem eru tæplega 600 fjár.
,,Ný og glæsileg verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi, Akureyri, í dag 8. maí. Hágæða innréttingar frá HTH ásamt fjölbreyttu úrvali raftækja frá fjölda þekktra framleiðenda fá nú að njóta sín í nýju og betra rými." Frá þessu segir í fréttatilkynningu.
Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um…Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um… í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.
„Aldur er bara tala“ – ætti sannarlega að vera viðhorf hverrar manneskju í dag, enda viljum við búa þannig um hnútana að allir geti verið virkir og hraustir í sínu lífi, eins og framast er unnt. Aftur á móti, þegar kemur að ýmsum lykilþáttum í uppbyggingu samfélagsins, þá á sama viðhorf kannski ekki alveg við. Jú, aldur er ekkert annað en tala (sem breytist einu sinni á ári, og ekkert við það að athuga), en hópur eldri borgara á Akureyri er hins vegar ört stækkandi og það er tölfræði sem má ekki hundsa!