Bæjarráð Akureyrar getur ekki orðið við erindi frá gönguhópnum Club 1010. Hópurinn skoraði á Akureyrarbæ að aðstoða Félag eldri borgara á Akureyri um kaup á húsnæði við Hólabraut þar sem áður var ÁTVR fyrir starfsemi félagsins.
Húsnæðið er við Hólabraut. Starfsemi Vínbúðarinnar var flutt á Norðurtorg en til stendur að selja húsið við Hólabraut.