Atvinnulíf og uppbygging í Norðurþingi

Það eru spennandi tímar í atvinnulífinu í Norðurþingi en sveitarstjórn hefur unnið ötullega í þessum málaflokki á kjörtímabilinu, m.a. með áherslu á Grænan iðngarð á Bakka.

Lesa meira

Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok

Ungt fólk er meira en bara einn hópur. Ungt fólk samanstendur af mörgum mismunandi hópum, með mismunandi skoðanir, áhugamál og þarfir. Að reyna að ná til þeirra einungis með stuttum sketsum, meme-um og „brain rot “ efni á TikTok er mikil einföldun. Ungt fólk hefur líka áhuga á pólitík, vill fara á dýptina í málum og kynna sér stefnur flokka áður en það mótar sér skoðun. Ungt fólk á betra skilið en efni í litlum gæðum sem er of stutt til að geta talist upplýsandi.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Útskriftarsýning VMA opnuð á laugardaginn

Laugardaginn 16. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri, KNÁRL, opnuð í Listasafninu á Akureyri.   Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Sýningarnar eru tvær yfir árið, annars vegar í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Þetta er tíunda árið í röð sem þær eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

 

Lesa meira

Blað brotið í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Það er óhætt að segja að  brotið hafi verið blað í flugi um Akureyrarflugvöll í morgun,  þegar fyrsta flug  Easy Jet  til Akureyrar frá  Manchester sem er borg í norðvesturhluta Englands   lenti á flugvellinum eftir  tæplega 160 mín flug.

Lesa meira

Plast í Nettó fær nýtt líf í samstarfi við Polynorth

Allt frauðplast í verslun Nettó á Glerártorgi mun nú fá nýtt líf og umbreytast í einangrunarplast til byggingaframkvæmda í samstarfi við plastkubbaverksmiðjuna Polynorth á Óseyri. Verkefnið er liður í stefnu Samkaupa að verða leiðandi í úrgangsstjórnun. Endurnýting á frauðplasti er hluti af því að draga úr úrgangslosun verslana Samkaupa og auka þar flokkunarhlutfall.

 

Lesa meira

Ný vefsíða Hollvina Sjúkrahússins á Akureyri komin í loftið

Á dögunum fór ný vefsíða Hollvina SAk í loftið í boði Stefnu hugbúnaðarhúss (www.hollvinir.is).

Vefsíðan er einföld í notkun og þar birtast fréttir af því góða starfi sem Hollvinir vinna með því að styrkja og styðja við sjúkrahúsið. Ennfremur er þar hægt að gerast Hollvinur með einföldum hætti og panta minningarkort til styrktar samtökunum. Með nýju vefsíðunni vonast stjórnin til að ná til fleiri félagsmanna og efla starfsemina enn frekar.

Lesa meira

Forseti sveitarstjórnar vill hætta viðskiptum við Rapyd

Hjálmar Bogi Hafliðason sagði m.a. annars að efnahagsleg sniðganga væri vopn sem við Íslendingar gætum beitt til að ná fram friðsælli lausn á átökunum fyrir botni Miðjaraðarhafs.

Lesa meira

,,Bráðum kemur ekki betri tíð, því betri getur tíðin ekki orðið”

Það er mun oftar sem sagðar eru fréttir af ófærð og allskonar veseni veðri tengdu á þessum árstíma.  Staðan er hinsvegar sú núna að það er óhætt að vitna í Stuðmenn og segja ,,Bráðum kemur ekki betri tíð, þvi  betri getur tíðin ekki orðið”

Lesa meira

Fagnað í Grímsey í dag

Fiske-afmælinu er fagnað í Grímsey í dag. Þessi dagur er ávallt stór hátíðarstund og mikilvægur í huga íbúa eyjarinnar. Að vanda munu íbúar fagna deginum með samkomu í félagsheimilinu Múla. Boðið verður upp á girnilegt kvöldverðarhlaðborð kl. 18.00 og skemmtun í framhaldinu. Búist er við að um 30 gestum.

Lesa meira

Auto bregst ekki við tilmælum um tiltekt á lóð

Ekki var brugðist við kröfum Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra um að tekið yrði til á lóð Auto ehf á Svalbarðsströnd og er hún enn lýti á umhverfinu. Samþykkti nefndin að leggja dagsektir á fyrirtækið Auto ehf. að upphæð 50 þúsund krónur á dag frá og með 28.október síðastliðinn.

Lesa meira

Merkilegt póstkort fannst í MA

Merkilegt póstkort kom í leitirnar við tiltekt í skólanum. May Morris, listakona og skartgripahönnuður með meiru og dóttir hins kunna Íslandsvinar William Morris, skrifaði á kortið og sendi til Íslands jólin 1934

Lesa meira

Það er ekki allt að fara til fjandans!

Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á?

Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins.

Lesa meira

Slippurinn DNG kynnti sjálfvirknilausnir á Sjávarútvegsráðstefnunni

Nýsköpunarframlag í íslenskum sjávarútvegi.

Íslenskur sjávarútvegur hefur átt stóran þátt í tækniþróun á heimsvísu, þar sem fyrirtæki í greininni hafa náð góðum árangri í þróun sjálfvirkra og afkastamikilla lausna fyrir fiskvinnslu bæði til sjós og lands. Slippurinn DNG hefur lagt mikla áherslu á að mæta sívaxandi kröfum greinarinnar um aukna skilvirkni og gæði, þar sem notkun sjálfvirkra lausna stuðlar að bættri nýtingu afurða og hagkvæmni í ferlum. Lausnir Slippsins DNG eru einnig sérlega notendavænar, sem eykur notkunarmöguleika þeirra í fjölbreyttum aðstæðum og einfaldar verkferla til muna.

Lesa meira

Að skamma rétt.

Afa Kristinn þekkti ég ekki enda dó hann áratugum áður en ég fæddist. Hann var glaðsinna og ör maður, eljusamur og mannblendinn, tók snöggar ákvarðanir og flýtti sér aldrei hægt. Honum lá hátt rómur og var fljótur að hlaupa, sigraði t.a.m. hlaupakeppni á ungmennafélagshátíð á Laugum árið 1915, hefði trúlega talist heimsmet ef klukkan hefði ekki bilað (að eigin sögn).

Lesa meira

Hringborð norðurslóða þéttsetið fulltrúum Háskólans á Akureyri

Háskólinn tók þátt í Arctic Circle Assembly eða Hringborði norðurslóða dagana 17.-19. október síðastliðinn. HA var með glæsilegan hóp fulltrúa sem tók þátt í pallborðum, málstofum, umræðum og fundum ásamt því að kynna HA á bás í Hörpu þar sem ráðstefnan fór fram. Skólinn tekur mikinn þátt í samstarfi þeirra stofnana hérlendis sem sinna norðurslóðamálum enda eru þær staðsettar að stærstum hluta á háskólasvæðinu. Þá mun HA sameinast Stofnun Vilhjálms Stefánssonar um áramótin, en sú stofnun hefur verið öflug á sviði norðurslóðarannsókna allt frá stofnun.

Lesa meira

Forgangsverkefni að byggja upp lífsgæðakjarna á Akureyri

Það er forgangsverkefni að mati bæjarráðs Akureyrar að lífsgæðakjarni fyrir eldri borgara verði að veruleika. Greining vegna uppbyggingar lífsgæðakjarna voru til umræðu á fundi ráðsins sem og tillögur frá starfshópi sem falið var að vinna málið. Tvö svæði þykja fýsilegust fyrir lífsgæðakjarna, Þursaholt í Holtahverfi norður og svæði milli Naustaborga og Hagahverfis. Uppbygging lífsgæðakjarna verður sett á starfsáætlun skipulagsráð fyrir árið 2025 og hyggst bæjarráð taka málið til umræðu á ný í janúar á næsta ári. Þá verður metið með hvaða hætti best sé að fylgja málinu eftir þannig að sem mestar líkur séu á að lífsgæðakjarni verði að veruleika eins fljótt og auðið er.

Lesa meira

Píludeild Völsungs opnar nýja aðstöðu

Íþróttin hefur sprungið út á síðustu misserum

 

Lesa meira

Vegagerðin hyggst fella hluta Hjalteyrarvegar af þjóðvegaskrá

Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarstjórn Hörgársveitar um þau áform sín að fella niður vegarkafla Hjalteyrarvegar af þjóðvegaskrá. Um er að ræða um eins kílómetra langan kafla vegarins sem nær frá Bakkavegi og niður að hafnarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að þessi kafli vegarins falli af vegaskrá frá og með 1. desember 2024. Veghald hans verður frá og með þeim tíma ekki á ábyrgð Vegagerðarinnar.

Sveitarstjórn Hörgársveitar hafnar alfarið þessum áformum Vegagerðarinnar

Lesa meira

Perluðu fyrir Rauða Krossinn

Vinkonurnar Karen, Aníta Ósk, Eva Sól og Þórunn Gunný eru handlagnar og duglegar að perla. Þær ákváðu að ganga í hús í Síðuhverfi og selja perl til styrktar Rauða krossinum. 

Lesa meira

Hinsta kveðja frá Í.F. Völsungi

Vilhjálmur Pálsson; Kveðjuorð

Lesa meira

Allt mannanna verk - orkuöryggi á Ís­landi

Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins. Það hefur varla vafist fyrir neinum að það sé skortur á raforku hér á landi, sem hamlar frekari vexti og veldur áhyggjum sérfræðinga. Þeir hafa í langa hríð bent á að næstu ár gætu orðið erfið vegna hugsanlegra raforkuskerðinga og takmarkaðs framboðs á raforku.

Lesa meira

Á að skreyta um helgina?

 Norðurorka minnir okkur á hvers skal gæta í sambandi við útiseríur og annað  jólaskraut en ekki þarf að efast um að margir munu nota gott veður um helgina til þess að ,,punta og pena”.

Lesa meira

Viðreisn íslensks landbúnaðar?

„Lækkun tollahindrana skapar tækifæri fyrir landbúnaðinn.”

Já, þetta fullyrðir Viðreisn í stefnuskrá sinni. Bætir við: “Endurskoða þarf reglulega áhrif tolla á frjáls viðskipti og matvælaverð.” 

Svo reyndar ekki bofs meir. Punktur. 

 

Lesa meira

Ekki benda á mig

Brátt göngum við til kosninga einu sinni enn. Í annað skipti á þessu ári. Síðast tókst okkur vel til og völdum við okkur forseta sem við verðum stolt af.

Núna eru vonbiðlarnir þeir sem vilja setjast á Alþingi Íslendinga og sýna þar hvað í þeim býr.

Lesa meira

Pharmarctica á Grenivík Viðbótarhúsnæði tekið í notkun

„Þetta verður mikil og jákvæð breyting, aðstaðan er mun rýmri en áður og betri á allan hátt,“ segir Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Pharmarctica á Grenivík en á morgun laugardag  verður opið hús hjá fyrirtækinu frá kl 14 þar sem gestir og gangandi geta skoða nýja og glæsilega aðstöðu fyrirtækisins við Lundsbraut.

Lesa meira

50 þúsund lyfjaskammtar á Akureyri

Heimahjúkrun HSN á Akureyri hefur náð þeim merka áfanga að hafa gefið 50.000 lyfjaskammta með aðstoð Evondos lyfjaskammtara. Mikill ávinningur er af notkun lyfjaskammtara, vitjunum hefur fækkað og þá gefst meiri tími til að sinna öðrum verkefnum.

Lesa meira

Jákvæð þróun fyrir börn og starfsfólk

„Við munum halda áfram að þróa gjaldskrárbreytingar í leikskólum en teljum þetta hafi verið afar góða breytingu og jákvæða þróun í starfsumhverfi í leikskólum á Akureyri bæði fyrir starfsfólk og börn,“ segir í bókun meirihluta bæjarráðs.

Lesa meira