Framleiðsla stöðvuð á Bakka - 80 manns sagt upp

Kílilver PCC á Bakka. Mynd/epe
Kílilver PCC á Bakka. Mynd/epe

Kís­il­verið á Bakka hef­ur til­kynnt um tíma­bundna rekstr­ar­stöðvun frá miðjum júlí. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá PCC Bakk­iSilicon hf. í gærkvöld.

Um 80 manns verður sagt upp sam­hliða rekst­ar­stöðvun.

Í tilkynningunni segir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna erfiðleika á mörkuðum fyr­ir kís­il­málm og ný­legra rask­ana á alþjóðamörkuðum í kjöl­far tolla­stríðs. Eins hafi ódýr inn­flutn­ing­ur á niður­greidd­um kís­il­málmi, sér­stak­lega frá Kína, haft mik­il áhrif á markaðsverð á Íslandi. Er hann sagður með lak­ari sjál­bærni og um­hverf­is­stöðlum en sá sem fram­leidd­ur er á Bakka.

„Afar mik­il­vægt er að ís­lensk stjórn­völd hraði skoðun á markaðsaðstæðum sem fyr­ir­tæki eins og PCC Bakki glíma við í ljósi áður­nefnds inn­flutn­ings. Líkt og greint hefur verið frá hefur fyrirtækið kært innflutning á kísilmálmi til Íslands á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem hefur málið nú til umfjöllunar. Eins hafa kísilmálmframleiðanda í Evrópuóskað eftir verndartollum til að koma í veg fyrir að framleiðsla í sambandinu, á þessum mikilvægu og strategísku málmum, leggist af með öllu,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Einnig er greint frá því að eft­ir rekst­rar­stöðvun verði unnið að um­bóta­verk­efn­um og að gera fyr­ir­tækið í stakk búið til að hefja starf­semi að nýju með skömm­um fyr­ir­vara um leið og aðstæður leyfa.

Nýjast