Umhverfisvænni kostir fundust ekki fyrir nýjan ferlibíl

Leitað verður eftir nýjum ferlibíl fyrir Strætisvagna Akureyrar sem gengur fyrir dísel orkjugjafa og uppfyllir að lágmarki Euro 6 mengunarstaðal. Ekki fundust aðrir umhverfisvænni kostir segir í bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Lesa meira

Fataslá sett upp í MA - Kaupum sjaldnar, kaupum notað

Nú má finna fataskiptislá framan við bókasafn Menntaskólans á Akureyri. Fólki er frjálst að koma með fatnað og/eða taka af sláni eftir því hvað hentar hverju sinni. Í tilkynningu frá umhverfisnefnd skólas  segir að textíliðnaðurinn sé einn sá umfangsmesti í heimi og að honum fylgi gríðarleg mengun og umhverfisspjöll.

Lesa meira

Nýtt stjórnsýsluhús á Laugum tilbúið

Í dag var merkilegur áfangi í sögu Þingeyjarsveitar þegar nýtt stjórnsýsluhús á Laugum var formlega tilbúið. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri fékk lyklana afhenta við óformlega athöfn í haust blíðunni. Húsið mun hýsa skrifstofu sveitarfélagsins og þar verða einnig rými sem fyrirtæki, stofnanir og einyrkjar geta nýtt sér. Vonast er til þess að húsið verði iðandi af lífi, suðupottur hugmynda og verkefna þar sem allir eru velkomnir

Lesa meira

Grýtubakkahreppur, Norðurþing og Þingeyjarsveit - Ekki innheimt gjald fyrir ávexti

Ekki verður innheimt gjald fyrir þjónustu mötuneytis Grenivíkurskóla við nemendur skólans fá og með haustinu 2024. Allur matur sem börnin fá í skólanum, morgunmatur, hádegisverður, ávextir eða annað er gjaldfrjáls. Áður var innheimt eitt gjald fyrir allan mat.

Lesa meira

Síðuskóli 40 ára

Eins og fram hefur komið var því fagnað í gær að þá voru 40 liðin frá þvi að Síðuskóli á Akureyri tók til starfa.  

Lesa meira

Áætlað að slátra um 88 þúsund fjár á Húsavík

Sláturtíð hófst hjá Kjarnafæði Norðlenska á Húsavík í fyrradag. Áætlað er að hún standi yfir til loka október, ljúki 31. þess mánaðar og á þeim tíma er gert ráð fyrir að slátra á bilinu 87.500 til 88.000 fjár.

Lesa meira

Ekkert ferðaveður á Mývatnsöræfum

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir á Facebooksíðu embættisins frá illviðri á Mývatnsöræfum og er færslan svohljóðandi:

,,Lögreglunni á Norðurlandi Eystra voru að berast upplýsingar um mjög slæmt verður á Mývatnsöræfum. Sandstormur og ofsarok. Malbik er að flettast af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði.

Ökumenn hafa leitað vars með bíla sína á aðeins skjólsælli stöðum. Lögreglumenn sem fóru um svæðið fyrir skammri stundu óskuðu þess að vegfarendur yrðu upplýstir með þessar aðstæður ef nokkur kostur væri.

Vegagerðin er einnig að setja inn viðvörun um hættulegar aðstæður á veginum vegna veðurs, á sinn vef í þessum töluðu orðum. Látið endilega vini og kunningja vita ef þið vitið af ferðum fólks þarna efra.

Bíðið af ykkur veðrið og fylgist með veðurspá og færð.” 

Lesa meira

Sólin skín og vindur blæs

Það er óhætt að segja sem svo að það blási ansi hressilega  hér i bæ enda hefur samkvæmt  mælum Veðurstofu Íslands vindhraðinn slegið í 27 metra hér í kviðum og þó aðeins hafi lægt s.l. klukkustundina eru enn 10 metrar á klst og  fer i 20 metra í kviðum.

Lesa meira

Hefur þú skoðun?

Hefur þú skoðun á breyttu aðalskipulagi fyrir svæðið í kringum Glerártorg og fyrirhugaðri skipulagningu íbúðalóða syðst í Naustahverfi (Naust III)?

Kíktu á tillögurnar og ræddu málin við starfsfólk skipulagsdeildar Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Uppbygging íbúðahúsnæðis í bænum - Búið að úthluta lóðum fyrir rúmlega 170 íbúðir

Rúmlega 400 íbúðir eru í byggingu á Akureyri um þessar mundir. Búið er að úthluta lóðum þar sem byggja má rúmlega 170 íbúðir. Þetta kemur fram í minnisblaði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Akureyri og hver staða mála var í ágúst 2024.

Lesa meira

Íbúum Akureyrar fjölgaði um nærri tvöhundruð á níu mánuðum

20,383 íbúar voru skráðir með lögheimili á Akureyri um síðustu mánaðamót, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Miðað við 1. desember á síðasta ári hefur íbúum bæjarins fjölgað um 183, sem er 0,9 prósenta fjölgun en landsmeðaltalið á ‏þessu tímabili er 1,7 prósent. 

Lesa meira

Allir sex skólameistararnir samankomnir

Sex hafa gegnt starfi skólameistara VMA í þau fjörutíu ár sem skólinn hefur starfað. Öll mættu þau í móttöku sem efnt var til fyrir fyrrverandi og núverandi starfsmenn VMA.

Lesa meira

Of mikill gróður getur verið hættulegur

Trjágróður er yfirleitt til mikillar prýði og ánægju fyrir okkur öll en ef hann vex út fyrir lóðarmörk þá geta hlotist af því óþægindi og jafnvel hætta fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur, auk þess sem það getur valdið tjóni á tækjum og bifreiðum.

Lesa meira

40 ára afmæli Síðuskóla í dag fimmtudag

Haldið verður upp á 40 ára afmæli Síðuskóla í dag 5. september kl. 16 í íþróttahúsi skólans.  Að lokinni formlegri dagskrá verður farið í skrúðgöngu um hverfið og loks boðið upp á veitingar í matsal skólans. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

Enn að störfum 40 árum síðar

Tveir kennarar sem hófu störf við Verkmenntaskólann á Akureyri þegar starfsemi hans hófst haustið 1984 eru enn að störfum, kennararnir Erna Hildur Gunnarsdóttir og Hálfdán Örnólfsson.  Verkmenntaskólinn varð til við samruna þriggja skóla, þ.e. framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans á Akureyri, Iðnskólans á Akureyri og Hússtjórnarskólans á Akureyri

Lesa meira

Hugmynd að níu hæða skrifstofubyggingu á baklóð við Glerárgötu

Hugmynd að stórhýsi á baklóð við Glerárgötu 36 á Akureyri var kynnt fyrir skipulagsráði Akureyrarbæjar nýverið. Það gerði fulltrúi frá Fjárfestingafélaginu Klöppum sem er í eigu KEA, en annað dótturfélag, Skálabrún sem hefur verkefni og fjárfestingar á þessu sviði á sínu borði myndi sjá um málið.
Næstu skref í málinu að lokinni kynningu er að fá fram afstöðu skipulagsráðs.

Lesa meira

Stórhátíð skapandi greina á Húsavík

HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar sem haldin verður á Húsavík 3.-5. október nk. en þetta er í annað hátíðin er haldin á Húsavík. Áherslan í ár er tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar og tónlistar.

 

 

Lesa meira

Sameiginlegt útboð í brú og jöfnunarstöð

Verkefni við smíði nýrrar brúar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Glerá, Skarðshlíð-Glerártorg verður boðið út að nýju í vetur.  Eins og Vikublaðið sagði frá á dögunum var verkið var boðið út í sumar en engin tilboð bárust þá.

Lesa meira

Viðræður um að Norðurorka taki við vatnsveitu á Hjalteyri

Hörgársveit hefur óskað eftir formlegum viðræðum við Norðurorku um hvort veitan geti tekið að sér rekstur og framkvæmdir vatnsveit á Hjalteyri. Stjórn Norðurorku hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður við Hörgársveit um málið.

Lesa meira

Afkoma Norðurorku betri en gert var ráð fyrir

Afkoma Norðurorku eftir fyrstu 6 mánuði ársins er betri en áætlun gerði ráð fyrir. Uppgjör fyrir fyrri helming ársins var lagt fram á stjórnarfundi nýverið, fyrir Norðurorku og samstæðuna, þ.e. með rekstri Fallorku.

Lesa meira

Nýir læknar til starfa á Kristnesspítala

Kristrún Erla Sigurðardóttir sérfræðingur í heimilislækningum og Valgerður Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öldrunarlækningum hafa verið ráðnar til starfa innan öldrunarlækningateymis SAk á Kristnesspítala.

Lesa meira

Netverslun með áfengi og nikótínvörur á Akureyri

Ölföng er heiti á netverslun með áfengi og nikótínvörur, sem tók til starfa á Akureyri nýverið. Verslunin býður viðskiptavinum upp á að sækja eða fá heimsent. Verslun félagsins er við Laufásgötu 9 á Akureyri og er opið frá kl. 15 til miðnættis alla daga.

Lesa meira

Lokaorðið - Ich bin ein Berliner

Berlín 9. nóvember 1989

Eftir menntaskóla bjó ég einn vetur í München. Hugðist nú heldur betur læra þýskuna og tala eins og innfædd. Markmiðið var metnaðarfullt en árangurinn ekki í takt við það. Reyndar heldur faðir minn að ég sé þýsku sjéni því á ferðalögum okkar á ég það til að panta veitingar á þýsku. Við skulum ekki leiðrétta það.

Lesa meira

Snýst um að grípa þá neyð sem er stærst þann daginn

„Ég hef verið miður mín yfir þessu stríði á Gaza frá upphafi, en það að ég fór að stunda hjálparstarf að heiman og styðja við fólk í neyð þar má rekja til þess að ég sá hjálparbeiðni á Facebook sem vakti athygli mína,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur lagt hönd á plóg og veitt aðstoð sína heiman frá sér, við þá sem eiga um sárt að binda í stríðinu á Gaza.

Lesa meira

Mikil loftmengum

Á mælum Umhverfisstofnunar má sjá að mikil loftmengun er á Akureyri og Húsavík þessa stundina,  niðurstöður mælinga eru táknaðar með eldrauðum lit.

Lesa meira

Miðgarðakirkja í Grímsey

„Við tökum eitt skref í einu og að einn góðan veðurdag náum við að ljúka því,“ segir Alfreð Garðsson formaður Sóknarnefndar í Grímsey. Vinnu við uppbyggingu nýrrar Miðgarðakirkju hefur miðað vel áleiðis. Kirkjan brann til kaldra kola í september fyrir þremur árum.

Lesa meira

Haustdagar grunnskólanna við Eyjafjörð í Háskólanum á Akureyri

Haustdagar grunnskólanna voru haldnir 13. og 14. ágúst í Háskólanum á Akureyri, þar kom saman starfsfólk og stjórnendur úr 16 grunnskólum á svæðinu. Haustdagarnir hafa aldrei verið fjölmennari en um 300 kennarar, stjórnendur og starfsfólk grunnskóla tóku þátt.

Lesa meira