Völsungspiltar í Lengjudeild í fótboltanum 2025!

 Völsungur mun eiga lið í næst efstu deild karlafótboltans á Íslandi næsta sumar, þetta varð ljóst eftir frábæran stórsigur 8-3 á liði KFA á Reyðarfirði í dag.   Liðið sem sérfróðir  sunnan heiða gáfu enga möguleika á einu eða neinu í spám fyrir sumarið er svo sannarlega vel að þessum árangri komið.  Þeir hafa svo dæmið sé tekið ekki lotið í lægra haldi í seinustu níu leikjum. 

Lesa meira

Hringtorg við Lónsbakka Tilboð verkið um 90% yfir áætluðum kostnaði

„Við erum að skoða það að gera breytingar á hönnun sem felast í því að fella undirgöngin út á þessum stað. Það gerir framkvæmdina bæði mun ódýrari og einfaldari, svo framkvæmdatíminn mun styttast umtalsvert,“ segir Rúna Ásmundsdóttir deildarstjóri Tæknideildar á Norðursvæði Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Kvennaathvarfið á Akureyri Enn hefur ekki tekist að finna nýtt húsnæði

„Við erum orðnar frekar órólegar yfir stöðunni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Leigusamningi við Kvennaathvarfið á Akureyrar var sagt upp á liðnu sumri og verður það því húsnæðislaust frá og með 1. janúar 2025 finnist ekki hentugt húsnæði fyrir þann tíma. Leit hefur staðið yfir undanfarna tvo mánuði en ekki borið árangur. Kvennaathvarf, ætlað konum og börnum sem flýja þurfa heimili sitt sökum ofbeldis var fyrst opnað á Akureyri í ágúst árið 2020

Lesa meira

Hver er Akureyri framtíðar?

Akureyri er blómlegur bær, með öll lífsins gæði; er mikilvæg miðstöð þjónustu og skýr valkostur fyrir þau okkar sem vilja búa í þægilegu borgarumhverfi á þessu landshorni frekar en öðru. Þannig viljum við örugglega öll hafa það og á þeim forsendum viljum við, held ég flest, að bærinn haldi áfram að vaxa og dafna. En hvað þarf til, og hvað getur komið í veg fyrir að bærinn sé og verði besta útgáfan af sjálfum sér?

Lesa meira

Ný heimasíða Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis er orðin að veruleika.

Síðan er styrktarverkefni nokkurra aðila og þar ber fyrst að nefna FKA félag kvenna í atvinnulífinu en fyrir tilstilli þessa félags sem Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmalíðar er aðili að fór boltinn að rúlla. Kristín lét það berast innan félagsins að hún sem teymisstjóri Bjarmahlíðar óskaði eftir styrkjum til þess að fara í að gera nýja heimasíðu. 

Viðbrögðin létu ekki standa á sér og Harpa Magnúsdóttir eigandi Hoobla bauðst til þess að auglýsa eftir aðilum sem væru tilbúnir til að vera með styrktarverkefni í heimasíðugerð í von um að fá einstaklega gott verð.

Hoobla styrkti Bjarmahlíð með þessu og sá styrkur átti sannarlega eftir að margfaldast, mörg góð boð komu í verkið en fyrir valinu varð Vigdís Guðmundsdóttir vefhönnuður og Markaðssérfræðingur með meiru

https://www.linkedin.com/in/vigdisgudmunds/

 

Lesa meira

Akureyri - Leikskóli fyrir 160 börn verður byggður við Naustagötu í Hagahverfi

Í gær var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Húsheildar ehf. um hönnun og byggingu leikskóla við Naustagötu í Hagahverfi ásamt frágangi á leiksvæði, leiktækjum, bílastæði og öðru á lóð.

Lesa meira

Aðalsteinn Árni hættir sem stjórnarformaður Þekkingarnets Þingeyinga

Á aðalfundi Þekkingarnets Þingeyinga urðu þau tíðindi að Aðalsteinn Árni Baldursson steig úr stóli formanns stjórnar Þekkingarnetsins. Aðalsteinn, eða Kúti okkar, hefur leitt stjórn stofnunarinnar frá stofnun eða í ríflega 20 ár. Þar á undan átti hann meira að segja einnig sæti í stjórn Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga, sem steig fyrstu skref í fullorðinsfræðsluþjónustu í héraðinu, áður en Þekkingarnetið tók þá starfsemi yfir. Aðalsteinn Árni óskaði ekki eftir áframhaldandi kjöri í stjórn á aðalfundi og lagði til að aðrir tækju við sínu hlutverki, þ.m.t. samstarfsfólk úr ranni aðila atvinnulífsins.

Lesa meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands rekin með 36 milljón króna afgangi á liðnu ári

„Þrátt fyrir að HSN glími við áskoranir í mönnun, eins og aðrar heilbrigðisstofnanir, þá er stofnunin afar heppin með starfsfólk sem er almennt mjög helgað og veitir fyrirtaks þjónustu. Á hverjum degi má sjá fjölbreyttan hóp starfsfólks lyfta grettistaki í margvíslegum störfum sínum,“ segir í skýrslu framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN en ársfundur stofnunarinnar var haldin nýverið.

Lesa meira

Færri gistinætur í júní og ágúst en júlí var góður

„Í heildina hefur þetta ár komið ágætlega úr það sem af er,“ segir Ásgeir Hreiðarsson framkvæmdastjóri Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta Akureyri. Fyrstu þrjá mánuði ársins var um 100% aukningu á milli ára að ræða og í aprílmánuði var fjöldi þeirra sem gisti á Hömrum svipaður og var árið á undan, „en það var í raun trúlega að mestu fyrir það að það snjóaði hraustlega í byrjun apríl og sá mánuður varð okkur þyngstur í snjómokstri,“ segir hann.

Lesa meira

Fréttatilkynning – Sniðgangan 14. september 2024

Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri laugardaginn 14. september kl. 14:00.

Sniðgangan 2024 verður farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu og mikilvægi þess að sniðganga Ísrael og ísraelskar vörur þar til stjórnvöld í Ísrael lúta alþjóðalögum og virða frelsi og réttindi Palestínumanna.

Sniðganga er áhrifamikil og friðsamleg leið til að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu og taka afstöðu gagnvart þeim sem hagnast á landráni, hernámi og stríðsglæpum ísraelskra stjórnvalda.

Lesa meira

Akureyrarvöllur - Vinna skal samkeppnislýsingu

Framtíðarnýting  svæðisins sem í daglegu tali er nefnt Akureyrarvöllur var til umræðu á fundi skipulagsráðs í vikunni.

Lesa meira

Ævintýragarðurinn lokar eftir gott sumar

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 sem hefur verið opinn í allt sumar mun loka frá og með mánudeginum 16. september.

Lesa meira

Halló! Er ein­hver til í að hlusta?

Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer fjölgandi á Íslandi. Ástæðan er ekki sú að um faraldur sé að ræða heldur eru að eldast núna stórar kynslóðir eftirstríðsáranna og aldur er því miður einn af áhættuþáttum þess að þú fáir heilabilunarsjúkdóm.

Lesa meira

Svo læra börnin....

Það er ekki sjálfgefið að samfélagsumræða sem fram fer í kjölfar áfalla eða voðaverka leiði til farsællar niðurstöðu. Það getur verið erfitt að nálgast málefni af yfirvegun þegar hugurinn sveiflast milli sorgar, ótta og reiði. Og því miður sýnist mér að umræðan sem farin er af stað um vopnaburð barna eigi nokkuð í land með að verða þannig að líklegt sé að niðurstaða hennar verði farsæl.  Mér sýnist kveða við kunnuglegan tón harðari viðurlaga, öflugra eftirlits og inngripa í friðhelgi einkalífs barna eða mokstur á nöfnum barna inn á biðlista heilbrigðiskerfisins þar sem þau bíða árum saman eftir þjónustu sem ekki er til.

Lesa meira

Göngum flýtt víða en sums staðar var það ekki hægt

„Þetta var ekki góð sending, að fá þessa öflugu haustlægð yfir okkur svo snemma hausts,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Veður var afleitt í byrjun vikunnar og gular og appelsínugular viðvaranir í gildi. Bændur flýttu í einhverjum tilvikum göngum vegna veðursins.

Lesa meira

Þórssvæðið - knattspyrnuvöllur Nesbræður buðu lægst

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að taka lægsta tilboði í jarðframkvæmdir við gerð undirlags undir gervigras á knattspyrnuvöll á félagssvæði Þórs Akureyri.

Fjögur tilboð bárust. Það lægsta var frá Nesbræðrum að upphæð tæplega 110 milljónir króna og hafði umhverfis- og mannvirkjaráð áður samþykkt að ganga til samninga við Nesbræður vegna verkefnisins.

Lesa meira

Hvað er að vera læs?

Fyrir áhugasöm þá munu Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) standa fyrir læsisráðstefnu sem er gott innlegg inn í þann fjölda hugrenninga sem vakna þegar læsi ber á góma.

Lesa meira

Brostnir draumar og óbilandi von - Með kveðjum frá Gaza

Í kjölfar viðtals sem Vikublaðið tók við Kristínu S. Bjarnadóttur og birt var í blaðinu og á vef á dögunum hefur hefur nokkuð verið um það að okkur hafi borist skilaboð gegnum Facbook frá fólki í neyð á Gaza. Lýsingarnar eru sláandi og gefa mynd af stöðu sem  mjög erfitt er fyrir okkur sem höfum áhyggjur af snjókomu  í september að  ímynda okkur hvernig sé.

Ein af þeim sem hefur sent okkur skilaboð er May Ashqar gift kona  og móðir.  May Ashqar kýs að skrifa okkur að mestu í þriðju persónu og er það gott og vel.

 

Lesa meira

Samhljómur um mikilvægi beins millilandaflugs

Mikill samhljómur er um mikilvægi þess að halda áfram að byggja upp beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll auk þess að tryggja áframhaldandi vöxt þess sem komið er. 

Lesa meira

,,Fylgist vel með veðurspám og takið mark á þeim“

Fyrst gul en svo appelsínugul viðvörun, ófærð á fjallvegum, slydda jafnvel snjókoma í byggð  er það sem veðurspár boða.   Það verður  kalt  og risjótt veður út vikuna. 

Lesa meira

Nýr Hleðslugarður ON á Glerártorgi

Orka náttúrunnar hefur opnað Hleðslugarð á Glerártorgi. Þar geta viðskiptavinir hlaðið á 12 nýjum tengjum með afkastagetu allt að 480 kW á hverju tengi.Á stöðvunum er góður upplýsingaskjár og hægt er að velja leiðbeiningar á íslensku sem og öðrum tungumálum. Í Hleðslugarðinum var aðgengi fyrir öll haft í algeru fyrirrúmi segir í frétt ON.

Lesa meira

Skítaveður framundan

Það er óhætt að segja að eftir ágætisveður s.l. daga snúist heldur betur til hins verra  og er útlit fyrir kulda, ringingu eða slyddu,  og snjókomu til fjalla út komandi viku!

 

Lesa meira

Nýtt byggingasvæði við Lónsá í Hörgársveit Lóðir fyrir tæplega 40 íbúðir verða í boði

Góður gangur er í byggingu íbúða í Lónsbakkahverfinu í Hörgársveit en þar hefur fjöldi íbúða verið reistur undanfarin ár. Íbúar í hverfinu eru um 340 talsins um þessar mundir. Unnið er að því að skipulegga ný svæði til að unnt verði að bæta við lóðum undir nýjar íbúðir. Eins hefur áhugi fyrir að byggja á Hjalteyri aukist og lóðum þar verið úthlutað.

Lesa meira

Vinna við Leirustíg gengur vel

„Verkið gengur vel, það hefur verið mikill kraftur hjá verktakanum síðstliðinn mánuð og þetta skotgengur,” segir Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar hjá Umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar um nýjan göngu- og hjólastíg sem unnið er að við Leiruveginn.

Lesa meira

Árangur Völsungs gæti kallað á uppbyggingu

Karla og kvennalið Völsungs í fótbolta hefur verið að gera afar góða hluti í 2. deild í sumar og eru í bullandi baráttu um að vinna sér sæti í 1. deild að ári

Lesa meira

Tungumálakennsla er sértæk kennsla

Margir faglegir leiðtogar skóla líta ekki á tungumálanám sem sértækt nám. Þeir búa ekki vel að tungumálakennslu í þeim skólum sem þeir fara fyrir. Samt skipta tungumál miklu máli á komandi árum fyrir nemendur.

 

Lesa meira

Miklar endurbætur á gömlu heimavist Þelamerkurskóla í gangi

Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í Hörgársveit undanfarin misseri sem miða að því að styrkja innviði sveitarfélags þar sem íbúafjölgun hefur verið mikil hin síðari ár. Gagngerar endurbætur standa yfir á gamla heimavistarhúsnæði Þelamerkurskóla og var nú við upphaf skólaárs tekið í notkun nýtt rými þar fyrir unglingadeild skólans. Áður eða í  fyrrahaust var enn ein nýja byggingin tekin í notkun við  Heilsuleikskólann Álfastein. Þar var horft til framtíðar,  pláss er fyrir 90 börn en þau eru kringum 70 um þessar mundir.  Stærstu vinnustaðir sveitarfélagsins eru í leik- og grunnskólanum, en þar eru starfsmenn nú samtals 51. Í Hörgársveit búa nú 866 íbúar og er að því stefnt að þeir verði 1001 í það minnsta um mitt ár 2026.

Lesa meira