Byggingaréttur á lóðum á Torfunefsbryggju boðin út í maí

Gert er ráð fyrir að verslun, þjónustu og veitingastöðum á nýju svæði við Torfunefsbryggju. Bygginga…
Gert er ráð fyrir að verslun, þjónustu og veitingastöðum á nýju svæði við Torfunefsbryggju. Byggingaréttur verður boðin út í maí. Myndir Ak-höfn

Byggingaréttur á tveimur lóðum við Torfunefsbryggju þar sem allt eru til staðar fimm byggingareitir verður boðin út nú síðar í maí að sögn Péturs Ólafssonar framkvæmdastjóra Hafnasamlags Norðurlands.

Lóðirnar eru 4.375 fermetrar og heildar byggingarmagn 4.939 fermetrar. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði starfsemi svo sem verslun, þjónusta, veitingastaðir og vinnustofur. Nordic Office of Architecture sigraði hugmundasamkeppni um svæðið árið 2022.

Hafnasamlagið mun byggja 167 fermetra þjónustubyggingu fyrir hafnarstarfsemina. Reiknað er með að semja við verktaka á allra næstu dögum og segir Pétur að stefnt verði að því að verkinu ljúki fyrir 1. júní 2026.

Framkvæmdir hafa staðið yfir á Torfunefsbryggju undanfarin misseri. Vel gekk að reka niður stálþilið sjálft, sem er allt að 20 metrum fjær landi en fyrri bryggja. Landið mun því stækka umtalsvert, sem opnar á ýmsa skemmtilega möguleika í uppbyggingu á svæðinu. „Loks tókst að ljúka við að steypa bryggjukantinn í liðinni viku, en það verk hefur tafist um nokkra mánuði, þar sem stálþilið seig að hluta,“ segir Pétur.

 

 

Nýjast