Vel heppnaður Súpufundur atvinnulífsins haldinn á Múlabergi

Frá fundinum á Múlabergi, Hótel KEA í gær.   Mynd akureyri.is
Frá fundinum á Múlabergi, Hótel KEA í gær. Mynd akureyri.is

Í hádeginu í gær fór fram vel heppnaður Súpufundur atvinnulífsins á Múlabergi, Hótel KEA, þar sem stjórnendur um fimmtíu fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, opnaði fundinn og bauð gesti velkomna. Meðal gesta voru Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynduðust líflegar umræður meðal fundargesta um áskoranir og tækifæri í atvinnulífinu.

Fundurinn er hluti af áframhaldi vinnu sem hófst á fyrirtækjaþingi sem Akureyrarbær og SSNE stóðu fyrir í Hofi í febrúar síðastliðnum. Þar kom skýrt fram vilji þátttakenda til að hittast oftar, efla tengsl og bera saman bækur sínar. Súpufundurinn var svar við þeirri áskorun og liður í áframhaldandi samráði og samvinnu í þágu öflugs atvinnulífs á svæðinu.

 

Frá þessu segir á akureyri.is

Nýjast