Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í samstarfi við Ferðafélag Akureyrar ætlar að bjóða upp á tvær göngur í maí og júní. Göngurnar eru fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur.
Hver ganga er um 2 klukkutímar og boðið upp á hugleiðslu út í náttúrunni og góðan félagskap. Farastjóri frá Ferðafélagi Akureyrar er Þuríður Helga Kristjánsdóttir, jóga- og núvitundarkennari sem hefur verið farastjóri hjá FFA síðan árið 2021.
Fyrri ferðin er gönguferð um friðland Dalvíkur/Svarfaðardal 28. maí næstkomandi og sú síðari er gönguferð um Vaglaskóg 10 júní.
Hugmyndin kom upp hjá Ferðafélagi Akureyrar en svipuð verkefni hafa verið í gangi í Reykjavík.
„ Hugmyndin er að þetta sé fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og verði leið til að njóta saman út í náttúrunni, en áherslan er lögð á útivist, félagsskap og náttúru,“ segir Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélaginu. Þátttöku er hægt að skrá með því að senda póst til félagsins.