Sundlaug Akureyrar lokuð 18.-22. maí – opið lengur í Glerárlaug 18. maí

Sundlaug Akureyrar verður lokuð 18.-22. maí vegna nauðsynlegs viðhalds.   Mynd  Vbl.
Sundlaug Akureyrar verður lokuð 18.-22. maí vegna nauðsynlegs viðhalds. Mynd Vbl.

Sundlaug Akureyrar verður lokuð dagana 18.-22. maí eða frá sunnudegi til fimmtudags í næstu viku.

Ráðast þarf í nauðsynlegar endurbætur á öllum pottum og laugum, auk þess sem ný ljós verða sett í laug 1 og nýjar botnlínur soðnar niður í laug 2. Einnig verða allar rennibrautir yfirfarnar og gert við það sem þarf að laga.

Tæma þarf öll lauga- og pottaker og því engin leið að ráðast í þessar endurbætur þegar gestir eru á sundlaugarsvæðinu, en þar fyrir utan þarf að gera þetta þegar þurrt er í veðri. Framkvæmdirnar hafa verið lengi í undirbúningi en nokkrir ólíkir verktakar koma að verkinu og þar af einn erlendis frá.

Vakin skal athygli á því að opið verður lengur í Glerárlaug sunnudaginn 18. maí eða frá kl. 9-16.

Frá þessu segir á heimasíðu Akureyrarbæjar

Nýjast