Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 opnar á morgun

Hreinn Halldórsson alþýðulistamaður ásmat Helga magra Myndir MÞÞ/Facebooksíða Hreins
Hreinn Halldórsson alþýðulistamaður ásmat Helga magra Myndir MÞÞ/Facebooksíða Hreins

Í tilkynningu sem Hreinn Halldórsson, staðarhaldari, og listasmiður í Odddeyrargötu 17 sendi frá sér kemur fram að Ævintýragarðurinn hans sem er eitt að djánsum bæjarins opnar fyrir almenning 20. mai sem er á morgun þriðjudag.

Í tilkynningu  Hreins segir.:

,,Það er draumur hvers manns að skapa og miðla með öðrum. Með það í huga hef ég á síðustu árum skapað hin ýmsu verk sem eru staðsett í garðinum við heimili mitt.

Ég hef fundið fyrir áhuga fólks að skoða verkin mín og varð það til þess að fyrir þremur árum opnaði ég aðgang að garðinum mínum. Ég hef ákveðið að endurtaka þessa opnun og verður garðurinn sem ég kalla Ævintýragarðinn opinn alla daga í sumar frá klukkan 10:00-20:00. Aðgangur er ókeypis eins og ávallt hefur verið og myndatökur leyfðar. Við flest verkin en stuttur texti bæði á íslensku og ensku með nafni verksins og úr hvaða ævintýri það er tekið.

Garðurinn er einkagalleríið mitt, lifandi undir berum himni þar sem lofthæðin er endalaus og lýsingin síbreytileg. Verkin má flest rekja til íslenskra bókmennta og ævintýra en síðustu ár hefur hugur minn og listsköpun snúið að sígildum ævintýrum sem eru mér minnisstæð frá bernskuárum mínum.

Það er velkomið að taka myndir af minni Facebook síðu til að hafa með frétt og/eða koma við í garðinn og taka myndir. Auk þess er ykkur velkomið að endurskrifa fréttina með ykkar orðalagi og það þarf ekki að bera það undir mig. Þið hafið frjálsar hendur!

Með góðri kveðju úr Ævintýragarðinum, Hreinn Halldórsson."

Glámur dvergur úr ævintýringu um hana Mjallhvíti og dvergana sjö

 Jörundur vetrardrengur á skíðasleða/sparksleða með tréskauta og gömul skíði er mættur í Ævintýragarðinn 

Systurnar frá Stapa  

 

Nýjast