Sjúkrabílabangsar afhentir á Hlíð

Frá afhendingu gjafar.
Frá afhendingu gjafar.

Sigurbjörg Ingvadóttir notandi í dagþjálfun á Hlíð afhenti fullan poka af fallegum sjúkrabílaböngsum til sjúkraflutningamanna nú fyrir skemmstu.

Sibba, eins og hún er alltaf kölluð sagðist hafa gert þá í miklum rólegheitum og vonar að börnin sem þurfa að nýta sjúkrabíl finni fyrir þeirri ró og upplifi öryggi þegar þau knúsa bangsana.

Nýjast