Hugleiðingar hafnarstjóra

Sigurður Pétur Ólafsson hafnastjóri skrifaði hugleiðingar sínar á Facebookarvegg sinn í gærkvöldi, vefurinn fékk leyfi til að birta þær ásamt myndum sem fylgdu með.

,,Komur skemmiferðaskipa til hafna á landsbyggðinni hafa mikil og jákvæð áhrif fyrir fjölmarga. T.d. er engin ferðamáti sem dreifir ferðamönnum betur um landið en skipin. Þau hafa kveikt mikið líf í fjölmörgum höfnum, ferðaþjónustufyrirtæki hafa sprottið upp og skapað þannig atvinnu fyrir hundruði manna.

Rekstur hafna er orðin mun traustari og þar af leiðandi sveitasjóða líka. Einn stór kostur er að oftast er verið að nýta eldri innviði (bryggjur) sem oft á tíðum eru illa nýttar. Eitt slíkt dæmi var t.d. á Akureyri nú í dag þegar skemmtiferðaskipið Marina sem er 66.000 GRT (gross tonnage) og 239 metra langt lagðist að Krossanesbryggju sem er aðeins 80 metra löng. Snilldar framkvæmd hjá hafnarstarfsmönnum eins og alltaf.

Skip eins og Marina skilar um 4 til 5 milljónum til hafnarinnar auk þess má reikna með að um 50 milljónir verði eftir bara vegna þessa skips hjá fyrirtækjum á svæðinu.

Hilmar Friðjónsson tók meðfylgjandi myndir."

 

Nýjast