Gosmengun á Akureyri og krakkar í Vinnuskólanum sendir heim

Mynd/Akureyri.is
Mynd/Akureyri.is

Brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu mældist mikið á Akureyri í morgun en hefur minnkað eftir því sem líður á daginn. Vegna þessa voru krakkar í Vinnuskólanum á Akureyri sendir aftur heim þegar þeir mættu til vinnu í morgun.

Brennisteinsdíoxíð (brennisteinstvíildi) er litlaus lofttegund sem flest fólk finnur lykt af ef styrkurinn nær u.þ.b. 1.000 µg/m3 en mest mældist mengunin rétt tæplega 700 µg/m3 á Akureyri kl. 5 í morgun. Klukkan 11 var mengunin komin niður í 432,7 µg/m3.

Brennisteinsdíoxíð hefur neikvæð áhrif á heilsu manna og hár styrkur þess í andrúmsloftinu getur valdið óþægindum og verið beinlínis hættulegur.

Hægt er að fylgjast með þróun mengunar í bænum á loftgaedi.is (á kortinu sem birtist er það gulur mælir við Strandgötu sem sýnir brennisteinsdíoxíðmengun).

Vefmyndavél Akureyrarbæjar í Rósenborg.

Nýjast