Gleði­lega töfrandi kosninga­bar­áttu

Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega.

Lesa meira

Geðverndarfélag Akureyrar fagnar 50 ára afmæli

„Geðverndarfélag Akureyrar hefur ekki verið mjög áberandi undanfarin ár, en á sér engu að síður merka sögu og hefur staðið fyrir mikilvægum framförum í geðheilbrigðismálum í bænum og ýmislegt sem til bóta er í þessum viðkvæma málaflokki,“ segir Valdís Eyja Pálsdóttir formaður Geðverndarfélags Akureyrar. Félagið var stofnað 15. desember árið 1974 og verður því 50 ára gamalt innan tíðar. Haldið verður upp á tímamótin næstkomandi laugardag.

Lesa meira

Verðandi sjávarútvegsfræðingar kynna sér starfsemi Samherja til sjós og lands

Hátt í fjörutíu nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri hafa á undanförnum dögum heimsótt skip og landvinnslu Samherja. Nemendur auðlindadeildar skólans hafa um langt árabil átt þess kost að skoða og kynnast starfsemi félagsins, sem hluta námsins. Magnús Víðisson brautarstjóri segir afar mikilvægt að öflug sjávarútvegsfyrirtæki séu starfandi í námunda við skólann, sem geri nemendum kleift að kynnast betur sjávarútvegi og haftengdri starfsemi.

Lesa meira

Aðeins fleira fé slátrað þetta haustið miðað við í fyrra

„Heilt yfir hefur gengið mjög vel, auðvitað hafa rafmagnstruflanir, nettruflanir, veðurtruflanir og ýmislegt af því tagi, stungið sér niður hjá okkur, en sem betur fer gekk allt upp að lokum,“ segir  Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri Kjarnafæði Norðlenska á sláturhúsinu á Húsavík.

Lesa meira

Að þora að vera hræddur

Nú haustar og í haustmyrkrinu leynast oft myrkraverur og alls konar furðuleg fyrirbæri sem skjóta okkur stundum skelk í bringu.  Flest tengjast þau reyndar hrekkjavöku og ýmiskonar skálduðum hryllingi þannig að það er lítið mál að sýna hugrekki og láta sem ekkert sé. Eða hvað, erum við kannski hræddari en við sýnumst, og hvenær erum við annars hugrökk?

Lesa meira

Ferðast landa á milli til að taka þátt í lotu Viðskiptadeildar

Í þarsíðustu viku var lota hjá Viðskiptadeild og þá gafst stúdentum tækifæri á að hitta kennara, samstúdenta og annað starfsfólk Háskólans. Þannig tengjast þeir betur innbyrðis og í lotum er horfið frá hefðbundinni kennslu, til dæmis með því að bjóða gestum úr atvinnulífinu að vera með innlegg í námskeiðum.

Lesa meira

Gefur lífinu aukalit og við hefðum alls ekki viljað missa af honum

„Rúben hefur verið okkur dýrmætur kennari í lífinu og gefið því fallegan auka lit. Við hefðum alls ekki vilja missa af honum,“ segir Arnheiður Gísladóttir móðir Rúbens Þeys, sem fæddist í janúar árið 2020, með Downs heilkenni. Október er mánuður vitundarvakningar um Downs heilkenni á alþjóðavísu. Einstaklingar sem fæðst hafa með heilkennið hafa fylgt mannkyni frá upphafi vega.  Þeim fer fækkandi og um tíma hélt Arnheiður að Rúben Þeyr yrði með þeim síðustu hér á landi sem fæddist með heilkennið. Sú hafi þó ekki orðið raunin. Faðir Rúbens er Vífill Már Viktorsson smiður og átti Arnheiður fyrir Karítas Von sem verður 11 ára gömul í nóvember. Fjölskyldan býr á Akureyri.

 

Lesa meira

Flokkur fólksins er fyrir þig

Ég er þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fara fyrir frábærum frambjóðendum Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu í komandi Alþingiskosningunum. Öll mín orka og þrek mun fara í að standa vörð um kjördæmið okkar. Flokkur fólksins hefur verið einarður málsvari landsbyggðarinnar og talað óhikað fyrir framtíð sjávarbyggðanna og jöfnun búsetuskilyrða.

Lesa meira

Hvaða þjónusta skiptir þig máli?

Maskína er um þessar mundir að gera þjónustukönnun fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Lesa meira

Uppeldi á Íslandi í dagsins önn

Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir, stúdent í meistaranámi við Sálfræðideild, vinnur þessa dagana að meistaraverkefni sínu og rannsókn sem skoðar mismunandi uppeldisaðferðir í tengslum við hegðun barna á Íslandi. Dr. Hilal Sen, lektor við Sálfræðideild, er leiðbeinandi Sigurbjargar.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 lögð fram

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 var lögð fram á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var í Hrísey í dag. Rekstrarafkoma A- og B-hluta er áætluð jákvæð um 1.414 milljónir króna eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. Jafnframt var lögð fram þriggja ára áætlun áranna 2026-2028.

Lesa meira

Sannkallaðir kyndilberar íþróttarinnar

Lýstu upp gönguskíðasvæði Húsavíkinga

 

Lesa meira

Bar­áttan sem ætti að sam­eina okkur

Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði.

Lesa meira

Tæplega 500 nemendur Lundarskóla frá námi.

Á miðnætti  hófst verkfall  í nokkrum leik og grunskólum á landinu og er  Lundarskóli  fjölmennasti grunnskóli bæjarins einn þeirra.  

 

Lesa meira

Akureyrardætur styrkja KAON

Akureyrardætur hafa um tíðina lagt mikið upp úr því að hvetja konur til að hjóla sér til heilsubótar í gleði og láta gott af sér leiða

Lesa meira

Þorsteinn efstur hjá Sósíalistum

Þorsteinn Bergsson, rithöfundur og þýðandi verður í fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokks. 

Lesa meira

Sjúkraliðinn og kennarinn í framboð

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Lesa meira

Flæði fjármagns og bætt lífskjör

„Ekkert hinna Norðurlandanna hefur gengið jafn langt í sértækri skattlagningu á fjármálafyrirtæki.“

Lesa meira

Þingeyjarsveit hlýtur jafnlaunavottun

Þingeyjarsveit hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85. Vottunin er staðfesting á því að jafnlaunakerfi Þingeyjarsveitar uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins og með vottuninni hefur Þingeyjarsveit öðlast heimild Jafnréttisstofu að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.

Lesa meira

Sorphirðumál í Svalbarðsstrandahreppi - Þriggja tunnu kerfi tekið upp

Svalbarðsstrandarhreppur mun útvega íbúum sveitarfélagsins nýjar tunnur undir sorp og endurvinnsluefni án endurgjalds. Stefnt er að því að þriggja tunnu kerfi verði komið í gagnið 1. janúar 2025.

Lesa meira

Söfnun fyrir færanlegu gufubaði gengur vonum framar

„Viðtökur hafa farið fram úr mínum björtustu vonum, við erum þegar komin með um það bil helminginn af takmarkinu“ segir María Pálsdóttir leikkona sem er með verkefni á Karolina fund en það gengur út á að bjóða áhugasömum að kaupa sér aðgang fyrirfram með góðum afslætti að Sánavagni Mæju.

Lesa meira

Kílómetragjald. Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra.

Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra

Lesa meira

SAKLEYSIÐ

Öll komum við saklaus inn í þennan heim en þegar fram líða stundir gera eða segja flestir menn eitthvað það sem tvímælis orkar. Yfirsjónir tilheyra mennskunni. Því til viðbótar þessu getur hvers sem er orðið fyrir því að annar maður ásakar hann um eitthvað sem er ámælisvert eða jafnvel refsivert án þess að hann hafi unnið til þess.

Lesa meira

Ekkert skipulagt félagsstarf fyrir hendi fyrir fólk með fötlun

Þroskahjálp á Norðurlandi eystra harmar þá staðreynd að ekkert skipulagt félagsstarf er fyrir hendi fyrir fólk með fötlun á Akureyri. Það gildi jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðið fólk. Í þeim tveimur félagsmiðstöðvum sem reknar eru í bænum, Birtu og Sölku sé gott starf unnið en um 85% þeirra sem það sækja eru eldri borgarar. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra hefur skorað á Akureyrarbæ að gefa fullorðnu fólki með fötlun tækifæri til að sækja félagsmiðstöðvar á jafningagrundvelli.

Lesa meira

Nemendur í Hlíðarskóla bæta útisvæði við skólann

Nemendur í Hlíðarskóla fóru af stað með áheitasöfnun í vor með von um að geta bætt útisvæðið við skólann. Að því tilefni efndu krakkarnir til áheitahlaups og söfnuðu rúmlega 170 þúsund krónum. Akureyrarbær kom til móts við krakkana, og í haust varð draumurinn að veruleika þegar ærslabelgur var settur upp við skólann.

Lesa meira

Nauðsynlegt fyrir framþróun sundíþróttarinnar að fá yfirbyggða sundlaug

„Aðstaða til sundiðkunar á Akureyri er því miður langt í frá nægilega góð, margt mjög ábótavant því miður,“ segir Einar Már Ríkarðsson varaformaður Sundfélagsins Óðins á Akureyri. Dýrleif Skjóldal hefur vakið athygli á því undanfarið að lítið hafi þokast í átt að því að skapa sundfólki betri aðstöðu til æfinga, sú saga sé löng og fátt ef nokkuð jákvætt gerst í þeim efnum.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson oddviti Miðflokksins Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI

Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  samþykktur

Lesa meira