
Lokaorðið ,,Megir þú lifa áhugaverða tíma"
Þegar Kínverjar til forna vildu óska fjendum sínum ills óskuðu þeir þess að fjendurnir lifðu áhugaverða tíma. Sjálfur hef ég aldrei skilið þetta, því ég hef alltaf óskað þess að fá að lifa áhugaverða tíma. Áhugaverðum tímum fylgja langar nætur, mikil spenna og erfiðar áskoranir. Aðeins með því að mæta slíku geta menn kynnst sjálfum sér og öðlast styrk og þroska.