Hofsbót 1 og 3 SS-Byggi úthlutað lóðinni

SS-Byggir sem átti hærra tilboðið af tveimur sem bárust í lóðina við Hofsbót 1 og 3 í miðbæ Akureyra…
SS-Byggir sem átti hærra tilboðið af tveimur sem bárust í lóðina við Hofsbót 1 og 3 í miðbæ Akureyrar hefur staðfest að fyrirtækið mun halda lóðinni og hefur það skilað inn tilskyldum gögnum. Mynd Vbl.

SS-Byggir sem átti hærra tilboðið af tveimur sem bárust í lóðina við Hofsbót 1 og 3 í miðbæ Akureyrar hefur staðfest að fyrirtækið mun halda lóðinni og hefur það skilað inn tilskyldum gögnum. Þeir sem buðu voru annars vegar SS Byggir sem bauð 251 milljón króna og Sigtún Þróunarfélag bauð 235 milljónir.

Bæjarráð hefur staðfest úthlutun lóðar til SS Byggis ehf. Felur það í sér, með vísun í samþykkt bæjarráðs frá 21. desember 2023, að Bifreiðastöð Oddeyrar ehf. (BSO) þarf að fara með starfsemi sína og húsakost af lóð við Strandgötu innan sex mánaða, eða í lok febrúar næstkomandi.

Lóðirnar eru innan deiliskipulags miðbæjar Akureyrar og er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum. Heimilt er að vera með atvinnustarfsemi á annarri hæð. Gert er ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fyrir Hofsbót 1 og 3 með inn- og útakstri frá Strandgötu og eru lóðirnar tvær því boðnar út sem ein heild.

Bæjarráð staðfestir endanlega

Starfsemi BSO sem fyrir er á lóðinni þarf að víkja vegna fyrirhugaðra framkvæmda, en Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi segir enn sem komið er ekki fram komna tímalínu vegna uppbyggingar á svæðinu, en undirbúningur hefjist á næstu vikum. Bifreiðastöð Oddeyrar hefur andmælt úthlutun lóðarinnar. Lögmannsstofa Norðurlands fyrir hönd BSO sendi inni erindi 18. ágúst síðastliðinn þar sem úthlutun lóðar nr. L149563 sem hluta af útboði vegna Hofsbótar 1 og 3 er mótmælt þar sem málaferlum um lóðina er ekki lokið. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu segir í fundargerð.

 

Nýjast