Endurskoðun menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin

Endurskoðun menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin     Mynd akureyri.is
Endurskoðun menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin Mynd akureyri.is

Menntastefna Akureyrarbæjar frá árinu 2020 gildir út árið 2025. Nú er hafin vinna við endurskoðun stefnunnar og ber fræðslu- og lýðheilsuráð ábyrgð á þeirri vinnu í umboði bæjarstjórnar. Stýrihópur hefur verið skipaður og honum sett erindisbréf.

Stýrihópurinn ber ábyrgð á vinnu við mat á framgangi og endurskoðun menntastefnu Akureyrarbæjar með það að markmiði að ná breiðri samstöðu um stefnumótunina og skýra framtíðarsýn í mennta- og uppeldismálum sveitarfélagsins.

Helsta verkefni stýrihópsins er að tryggja að eftirfarandi vinna eigi sér stað:

  • Greining og mat á framgangi menntastefnu frá 2020
  • Móta nýja/endurskoðaða framtíðarsýn, stefnu og innleiðingaráætlun
  • Forgangsraða aðgerðum við innleiðingu stefnunnar til þriggja ára
  • Víðtækt samráð við starfsfólk, nemendur, foreldra, kjörna fulltrúa, aðra hagsmunaaðila og íbúa um endurskoðun stefnunnar

Áætlað er að stýrihópur fundi fimm sinnum á tímabilinu ágúst-nóvember og ný stefna og innleiðingaráætlun verði tilbúin í lok árs, kynning og innleiðing hefjist svo í upphafi ársins 2026. Stýrihópinn skipa eftirfarandi:

  • Heimir Örn Árnason D-lista, fulltrúi meirihluta fræðslu- og lýðheilsuráðs
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, fulltrúi minnihluta fræðslu- og lýðheilsuráðs
  • Leyla Ósk Jónsdóttir, fulltrúi ungmennaráðs
  • Kristín Jóhannesdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Andrea Laufey Hauksdóttir, fulltrúi SAMTAKA
  • Rannveig Sigurðardóttir, verkefnastjóri grunnskóla
  • Erna Rós Ingvarsdóttir, verkefnastjóri leikskóla
  • Helga Rún Traustadóttir, fulltrúi stjórnenda í grunnskólum
  • Ragnheiður I. Ragnarsdóttir, fulltrúi stjórnenda í leikskólum
  • Hjörleifur Örn Jónsson, fulltrúi stjórnenda í Tónlistarskólanum á Akureyri

Með hópnum vinnur Margrét Rún Karlsdóttir, verkefnastjóri gæða- og þróunarmála við leik- og grunnskóla sem ritar fundargerðir fundanna og verkstjórn annast Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson hjá Ásgarði skólaráðgjöf. Hann heldur utan um verkefnið hvað varðar fundarboðun, fræðslu, gagnaöflun, greiningu og úrvinnslu gagna í samvinnu við stýrihópinn og starfsfólk fræðslu- og lýðheilsusviðs.

Frá þessu segir á  heimasíðu Akureyrarbæjar

Nýjast