Jólaball Skógræktarfélagsins-karamella og köngull!

Jólaball Skógræktarfélagsins-karamella og köngull í Kjarnaskógi á morgun!
Jólaball Skógræktarfélagsins-karamella og köngull í Kjarnaskógi á morgun!

Það verður glaumur og gleði, gott rjúkandi ketilkaffi og nánast ómótstæðilegt skógarkakó, jólasveinar og heil hljómsveit á hinni árlegu jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyfirðinga, karamellu og köngul sem haldin verður í Kjarnaskógi á morgun sunnudaginn 21. des kl 15:45 til 17:00. 

Ekki verður það til að spilla gleðinni að okkur öllum er boðið frítt á herlegheitin!

Á Fb síðu Skógræktarfélagsins segir þetta:

,,Ungir sem aldnir dansa kring um jólatréð skrautlega á Birkivelli (rétt hjá ærslabelgnum) undir stjórn Birkibandsins. Vinir okkar og nágrannar, Súlusveinarnir Hurðaskellir,

Kertasníkir og Kjötkrókur mæta að sjálfsögðu í dansstígvélunum sem fyrr, syngja nokkur lög og segja sögur af árlegu jólabaði í ísilagðri Brunnánni.
Okkar góða starfsfólk töfrar svo auðvitað fram skógarkakó og rjúkandi ketilkaffi, eigum saman yndisstund í aðdraganda jóla.
Jólatrjáasalan í Kjarna er svo opin allt fram á Þorláksmessu, við erum afar þakklát þeim sem leggja skóginum okkar lið með kaupum á íslensku jólatré“

Nýjast