Leiktæki endurspegla sköpunargáfu og sjálfbærni

Nemendur sem nú eru í  8. bekk í Hrafnagilsskóla hafa lokið við verkefni sem þeir hófu á liðnu ári, þá í 7. bekk en það fólst í að setja upp ný útileiktæki á skólalóðinni fyrir yngstu nemendur skólans. Verkefnið unnu nemendur undir leiðsögn smíðakennara síns Rebekku Kühnis.

Lesa meira

Sigurjón Þórðarsson skipar fyrsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Sigurjón Þórðarsson varaþingmaður  Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mun leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. En eins og fram hefur komið hlaut  Jakob Frímann Magnússon sem leiddi flokkinn i þessu kjördæmi ekki náð fyrir augum uppstillingarnefndar

Lesa meira

Samherji hefur varið meira en 100% af hagnaði dótturfélaga til fjárfestinga í rekstri á undanförnum árum

Á síðustu fimm árum hafa Samherji Ísland og Samherji fiskeldi varið meira en eitt hundrað prósentum hagnaðar í fjárfestingar beint í rekstri félaganna, þ.e. í nýjum skipum, vinnsluhúsum og tækjabúnaði. Árið 2020, þegar Samherji vígði nýtt vinnsluhús á Dalvík, fór hlutfallið upp í 145%.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðar umbúðalaus stjórnmál..

„Þau útskýra fyrir okkur að það þurfi að byggja miklu meira af því að það streymi svo margt fólk til landsins, og svo er útskýrt að það þurfi að streyma fólk til landsins til að geta byggt meira. Hér er einhver keðjuverkun, það eru rökin, það þurfi að byggja, því það er svo mikil fjölgun, ekki fjölgun Íslendinga, heldur fjölgun þeirra sem koma.“

Lesa meira

Kynning á verkefninu Lausu skrúfunni tókst vel

„Lausa skrúfan fer formlega í sölu í febrúar, enda getur það verið erfiður mánuður fyrir þau sem glíma við andlegar áskoranir. Því er sérstaklega mikilvægt að huga að geðinu í myrkrinu og kuldanum sem fylgja vetrarmánuðunum.,“ segir Sonja Rún Sigríðardóttir verkefnastjóri Unghuga og kynningarmála hjá Grófinni geðrækt.

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson stefnir á 1. sæti hjá Viðreisn

Ingvar Þóroddsson tilkynnti um helgina að hann stefni á forystusæti fyrir Viðreisn í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Hann sé vel til þess fallinn að tryggja flokknum þingsæti í kjördæminu og tala máli kjósenda í landshlutanum.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri tekur þátt í verkefni um Letta á Íslandi

„Á venjulegum vordegi fyrsta árið mitt á Akureyri fékk ég skilaboð frá Letta á Facebook. Yfirleitt opna ég ekki skilaboð af þessu tagi nema ég eigi von á einhverju, en í þetta sinn gerði ég það. Þar stóð: „Hæ, Gundega! Ég er að skrifa um verkefni sem miðar að því að fræðast meira um Letta sem búa á Íslandi. Viltu segja frá lífi þínu á Íslandi?“ Svar mitt var að sjálfsögðu já. Nokkrum mánuðum síðar hittumst við á Akureyri og ég var tekin upp sem hluti af Nordplus verkefninu sem Háskólinn á Akureyri og Riga Stradins háskólinn í Lettlandi eru saman í,” segir Gundega Skela, rannsakandi og stúdent við skólann, um aðkomu hennar að verkefninu.

Lesa meira

Björn Mikaelsson hannaði og hnýtir bleiku fluguna

Björn Mikaelsson fyrrverandi lögreglumaður á Sauðárkróki og nú ákafur áhugamaður um fluguhnýtingar var ekki lengi að koma sér að verki þegar dóttir hans, Hrönn Arnheiður spurði hvort hann væri til í að hnýta bleika flugu. Hann hefur setið við í vinnuaðstöðu sem hann hefur komið sér upp í bílskúr við hús sitt og flugurnar hafa komið ef svo má segja á færibandi.  Björn hnýtir og Hrönn selur.

Lesa meira

Félagslegt húsnæði á Akureyri Biðlistinn helmingi styttri en fyrir ári

„Það er ánægjulegt að sjá þessi umskipti og mjög jákvætt,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs Akureyrarbæjar, en biðlisti eftir félagslegu íbúðarhúsnæði hefur ekki verið styttri um langt árabil. Nær helmingi færri eru á listanum nú en voru fyrir ári.

Lesa meira

Hættulegur förunautur.

Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Fyrir um ári síðan náði reiðin heljar tökum á hjörtum okkar vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Ástandið þar versnar enn, dag frá degi og nærir reiðina í brjóstum okkar. Heimsbyggðin öll stendur á öndinni ráðalaus. Við erum öskureið og örvæntingarfull.  Það eru heilbrigð og eðlileg viðbrögð. Verra væri ef okkur væri sama og ypptum bara öxlum. Reiðin er hins vegar afar hættulegur förunautur til lengdar.

Lesa meira

Níu í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi

Níu einstaklingar taka þátt í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Það hófst í dag og stendur til þriðjudags.

Frambjóðendum gafst í dag tækifæri að kynna sig á kosningafundi sem Píratar stóðu fyrir í Reykjavík eða með að senda inn myndband á þann fund. Fimm af níu frambjóðendum kjördæmisins nýttu þann valkost.

Fyrstur þeirra var Viktor Traustason, sem vakti athygli í vor er hann bauð sig fram til forseta Íslands. Viktor sagðist ekki sækjast eftir oddvitasætinu, hann hefði aðeins farið inn á vef Pírata og skráð sig í prófkjör. Viktor hefur að mestu búið á Austurlandi síðustu tvö ár og starfað þar í sláturhúsi og við fiskvinnslu.

Theodór Ingi Ólafsson býr í Reykjavík en er ættaður frá Akureyri. Hann starfar sem forstöðumaður í íbúðakjarna fyrir geðfatlaða. Hann býður sig fram í oddvitasætið.

Adda Steina er fyrrum tómstunda- og forvarnarfulltrúi Fljótsdalshéraðs. Hún sagðist taka hvaða sæti sem er en „tæki efsta sætinu fagnandi.“

Bjarni Arason, sem er lærður slökkviliðsmaður og ferðamálafræðingur á Grenivík og Aðalbjörn Jóhannsson úr Norðurþingi, háskólanemi sem starfað hefur í menntakerfinu, tóku ekki fram sérstök sæti en þeir kynntu sig á myndbandi.

Að auki eru í framboði Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði,

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, fyrrum varaþingmaður flokksins í kjördæminu,

Júlíus Blómkvist Friðriksson, sölumaður hjá Tölvuteki á Akureyri

Lena Sólborg Valgarðsdóttir, leikskólastjóri í Kópavogi.

Kosning í prófkjörinu hófst klukkan 16:00 og stendur í tvo sólarhringa. Það er bindandi fyrir fimm efstu sætin en kjörstjórn raðar í önnur sæti.

 

 

Lesa meira

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar

Listinn var samþykktur í heild sinni á lokin á viðburðaríku tvöföldu kjördæmisþingi Sjálfstæðisfólks í Mývatnssveit í dag.

Lesa meira

Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir stígur til hliðar og hættir þingmennsku

Bjarkey Ólsen Vinstir Grænum  tilkynnir á Facebook síðu sinni i dag að hún hafi ákveðið að stíga til hliðar sem þingmaður og verði ekki i kjöri í komandi kosningum.

Lesa meira

Njáll Trausti skipar annað sæti Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, verður í öðru sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Kjörið var á kjördæmisþingi flokksins í Mývatnssveit í dag

Lesa meira

Jens Garðar oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Jens Garðar Helgason var í dag kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Valið var milli hans og Njáls Trausta Friðbertssonar, oddvita í kosningunum 2021, á kjördæmisþingi í Mývatnssveit í dag.

Lesa meira

Nýr verktaki tekur við byggingu íbúðakjarna við Hafnarstræti

Samningi um byggingu 6 íbúða fyrir fatlaða í íbúðakjarna við Hafnarstæti 16 á Akureyri hefur verið rift. Nýr verktaki hefur verið ráðinn til að ljúka verkinu og er góður gangur í því nú að sögn Huldu Elmu Eysteinsdóttur formanns Velferðarráðs.

Lesa meira

Skapandi greinar í öndvegi í Grenivíkurskóla

Börn á Grenivík undirbúa bókaverslun með eigin verkum

Lesa meira

Skoðanagrein - Fréttatilkynning lögreglustjóra

Mikið hefur verið skrifað og skrafað um fréttatilkynningu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra 26. september þess efnis að embættið hefði hætt rannsókn á ætlaðri byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu efni sem hann geymdi. Ástæða umræðunnar er sú að ekki er venjan að lögreglustjórar birti svona langar tilkynningar þegar ákvörðun er tekin um að hætta rannsóknum sakamála.

Lesa meira

Framhaldið er í höndum kjósenda

Ingibjörg Ólöf Isaksen sækist eftir að skipa áfram fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.  Hún segir stjórnarslitin síðasta sunnudag hafa komið á óvart því til þessa hafi ríkt trú á að hægt væri að ná lengra í mikilvægum málum.

Ingibjörg varð oddviti flokksins fyrir kosningarnar 2021 og í kjölfar þeirra fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Hún hefur verið þingflokksformaður á kjörtímabilinu.

Lesa meira

Sextugur myndverkamaður, sýning og uppákoma í Deiglunni

Myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson fagnar sex tugum af lífi. Í tilefni af því hefur hann tekið til afnota fjölnotasalinn Deigluna að Kaupvangsstræti 23 á Akureyri helgina 18. - 20. október, fyrir uppákomu, sýningu og hátíðahöld. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að koma, njóta gleðjast og skapa.

Lesa meira

Bæjarráð uggandi vegna fyrirhugaðs afnáms á tollafrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum

Bæjarráð Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær (fimmtudag) harðorða ályktun vegna fyrirhugaðar breytingar á tollafrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum en eins og fram hefur komið í fréttum hjá okkur.stendur til að afnema tollafrelsið um næstu áramót.

Lesa meira

Sigmundur Davíð áfram í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður áfram í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi. Unnið er að uppstillingu hjá flokknum.
Í svari við fyrirspurn Vikublaðsins staðfesti Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Miðflokksins, að Sigmundur Davíð verði áfram í oddvitasæti listans. Uppstillingarnefnd flokksins er að störfum og von er á niðurstöðum eftir helgi.

Lesa meira

,,Umrædd umfjöllun í Heimildinni hnikar ekki, eða hrekur, fyrri yfirlýsingar mínar“

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja skrifar í dag bréf til starfsfólks fyrirtækisins í kjölfar þess að Heimildin sagði frá þvi í morgun  að samkvæmt upplýsingum sem fjölmiðilinn sé með undir höndum hafi tæknimönnum hérðassaksóknara tekist að komast yfir á annað þúsund smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más og Jóhannesar Stefánssonar meðan sá starfaði í Namibíu á vegum Samherja. 

Í bréfinu til starfsfólksins gefur Þorsteinn lítið fyrir frásögn Heimildarinnar.

Lesa meira

Berglind, Berglind og Valgerður sækjast eftir öðru sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins

Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og varaþingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður og Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður, hafa allar lýst yfir áhuga á að taka annað sætið á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar.

Lesa meira

Vinnu við nýjar kirkjutröppur lýkur senn

Miklar og ófyrirséðar tafir hafa orðið á vinnu við nýjar kirkjutröppur á Akureyri en nú er fátt sem getur komið í veg fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir árslok.

Lesa meira

Lóð við Súluveg/Miðhúsabraut álitlegur staður fyrir nýja slökkviliðsstöð -Leita þarf að nýjum stað fyrir dýraspítala sem áður hafði fengið lóðina

Skipulagsráð hefur falið skipulagsfulltrúa að finna nýja lóð í bæjarlandi Akureyrar sem hentar fyrir starfsemi dýraspítala.

Samþykkt var á fundi bæjarráðs í ágúst 2022 að veita Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar lóð á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar. Frestur til framkvæmda er liðinn samkvæmt almennum byggingarskilmálum.

Slökkvilið Akureyrar sótti um þessa sömu lóð og telur að umrætt svæði sé best til þess fallið að byggja upp nýja slökkvistöð á Akureyri til framtíðar litið.

Í greinargerð slökkviliðsstjóra segir að nauðsynlegt sé að huga að byggingu nýrrar slökkvistöðvar. Staðsetning núverandi slökkvistöðvar sé slæ, umferð mikil og vaxandi og tefji útkallstíma.

Lóðin við Súluveg henti slökkviliði vel, bærinn hafi stækkað til norðurs og suðurs og staðsetning nýrrar lóðar sé miðsvæðis. Umferðarþungi á svæðinu er lítill og lóðin býður upp á svæði til æfinga og þjálfunar.

Fram kemur að skynsamlegt sé að ráðast í byggingu nýrrar slökkvistöðvar sem fyrst, það sé fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsamfélagið.

Lesa meira

Ég sækist eftir 1 sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Ég hef ákveðið að sækjast eftir 1.sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 30. nóvember næstkomandi.

Frá því að ég hlaut trúnað ykkar og kjör á Alþingi 2016 hef ég af af öllum kröftum verið að vinna að hag kjördæmis okkar og þjóðarinnar allrar.

Áherslur mínar hafa allan þann tíma verið á þau grundvallarmál sem skipta mestu fyrir verðmætasköpun í landinu: Atvinnumál, lífskjör fólks og búsetuskilyrði í Norðausturkjördæmi, samgöngumál, heilbrigðismál, raforkumál, málefni ferðaþjónustunnar, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, byggðamál, menntun og menningarmál og svo mætti lengi telja.

Jafnframt hef ég haft trúnað Alþingis til að vinna að efnahagsmálum, ríkisfjármálum og utanríkismálum. Ég hef verið virkur í umræðum í öryggis og varnarmálum og leitt þátttöku íslands á erlendri grund í þeim efnum. Samgöngumál hafa verið sérstakt baráttumál enda má segja að ekkert skipti velferð fólks á landsbyggðinni meira máli en góðar og öruggar samgöngur.

Reynsla og þekking er verðmæt í störfum á Alþingi. Með þátttöku minni og tengslum við atvinnulíf, við sveitarstjórnarmál og áralöng reynsla af þingmennsku hef ég öðlast skarpa sýn á þau málefni sem þurfa sérstaka athygli á vettvangi stjórnmála á næstu áru

Lesa meira