Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir yfir vonbrigðum með að engin svör hafi borist frá Norðurorku við erindi sem sent var til félagsins 11. febrúar 2025. Í því erindi var farið fram a að gjaldskrá Reykjaveitu yrði samræmd gjaldskrá hitaveitu Norðurorku á öðrum svæðum.
Þá harmar sveitarstjórn jafnframt þá meðferð sem hagsmunir íbúa Grýtubakkahrepps hafa fengið hjá Norðurorku á liðnum árum.
Bent er á að hreppurinn eigi og reki eigin fráveitu og vatnsveitu. Rekstrarkostnaður þeirra veitna er að fullu borinn af Grýtubakkahreppi, fjármagnaður af fasteignaeigendum sem njóta þjónustu þeirra veitna.
Í bókun sveitarstjórar segir að Norðurorka hafi tekið á sig skuldbindingar vegna yfirtöku og framkvæmda við fráveitu á Akureyri sem eru það miklar að draga má í efa að fráveitan skili þeirri arðsemi sem ætlast er til af Reykjaveitu.
„Í því samhengi verður að telja umdeilanlegt hverjir eru að niðurgreiða fyrir hverja í rekstri veitna Norðurorku, enda aldrei hægt að ná fullu samræmi í arðsemi margra veitna með fjölbreytta þjónustu á misjafnlega hagkvæmum svæðum. Verður að telja eðlilegt í slíkri stöðu að gætt sé jafnræðis milli svæða og þjónustuþega eftir því sem hægt er með góðu móti.“
Sveitarstjórn ítrekar því óskir sínar um að gjaldskrá Reykjaveitu verði aðlöguðu að gjaldskrá hitaveitu á öðrum svæðum að fullu.