Regnbogabraut á Húsavík verður göngugata

Regnbogabraut, Garðarsbraut á Húsavík frá Garðarshólma að Samkomuhúsi, verður lokuð bílaumferð dagana 18. júlí til 5. ágúst 2025. Það sama var gert á síðasta ári og þótti takast vel til. Íbúar virtust margir hverjir kunna vel að meta tilbreytinguna og Regnbogabraut er vinsæll sjálfu staður fyrir ferðamenn.

,,Íbúar og fyrirtæki eru hvött til að nýta göngugötuna fyrir viðburði og uppákomur á meðan á lokun stendur enda aðal ferðamannatíminn og sumarfrístími Íslendinga framundan," segir í tilkynningu frá Norðurþingi.

Nýjast