Tónleikahátíð Kaleo fór fram í Vaglaskógi í gær en þetta var í fyrsta sinn sem hljómsveitin hefur haldið tónleika á Íslandi síðan 2015.
Rúmlega sjöþúsund gestir komu saman og hlustuðu á fjölbreytta tónlistardagskrá allan daginn.
Kaleo komu tvisvar fram, fyrst órafmagnað um þrjúleytið og svo lokuðu þeir kvöldinu með grjóthörðu rokki.
Meðal listamanna sem tróðu upp auk Kaleo voru Sigrún Stella, Svavar Knútur, Soffía Björg, Bear the Ant, Jack Magnet, Júníus Meyvant og Hjálmar.
Hilmar Friðjónsson ljósmyndari var að hátíðinni og tók meðfylgjandi myndir.