Mærudagar á Húsavík 2025 – Bæjarhátíðin sem sameinar samfélagið hefst núna um helgina!

Frá Mærudögum á síðasta ári. Mynd/Mærudagar/Facebook.
Frá Mærudögum á síðasta ári. Mynd/Mærudagar/Facebook.

Nú um helgina hefjast Mærudagar, árleg og rótgróin bæjarhátíð Húsvíkinga, þar sem gleði, litadýrð og samfélagsandi ráða ríkjum. Hátíðin spannar fjóra daga – frá fimmtudegi til sunnudags – og er stútfull af fjölskylduvænum viðburðum, tónlist, menningu og skemmtun fyrir alla aldurshópa.

Skrúðgangan – litagleði og samkennd Fjölmenn skrúðganga í hverfalitum setur litríkan svip á bæinn og markar upphaf hátíðarhalda er hátíðin verður sett formlega á föstudagslvöldið á Hafnarstétt.

Bæjarbúar og gestir eru hvattir til að taka virkan þátt og skapa minningar sem lifa áfram, sérstaklega fyrir yngstu kynslóðina. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla.

Á meðal hápunkta eru:

Barnafjör á bryggjunni á laugadaginn - Íþróttaálfinum mætir, það verður karmellukasti frá Freyju og dansatriði frá Steps Dancecenter, Hobby horse sýning og Tónasmiðjan heldur tónleika. Mærudagstónleikar á laugardagskvöldið - 4 klukkustunda ókeypis tónlistarveisla verður á stóra sviðinu á bryggjunni. Byrjum með bryggjusöng, Kúreki norðursins hann Johnny King mætir, Issi, St. Pete og að lokum verður Færibandið ásamt Stebba Hilmars og Helgu Möller.

Kvöldið endar með glæsilegri flugeldasýningu. Karnival stemmning verður á bryggjunni með Götubitum og tveimur tívolíum. Einnig verður markaðsstemmning, listasýningar, Mæruhlaup, Froðurennibraut og margt fleira. Nóg er af fríum viðburðum alla dagana í bland við aðra sem kosta.  Tökum þátt – því hátíðin er fyrir samfélagið okkar.

Mærudagar eru til að gleðja, efla tengsl og fagna því að búa í skapandi og samhentu bæjarfélagi. Íbúar sem og aðrir gestir eru hvattir til að mæta, taka þátt, heilsast og njóta – hvort sem það er í skrúðgöngu, á tónleikum eða í göngutúr um bæinn sem iðar af lífi og fjöri. Allir eru hjartanlega velkomnir – sjáumst á Mærudögum! 

Nýjast