Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir við að steypa tröppur niður af Mararbraut á Húsavík til að bæta aðgengi að hafnarsvæðinu. Nu hafa tröppurnar verið opnaðar og eru hin glæsilegasta smíð.
,,Mörg höfum við saknað stigans sem kom fólki upp og niður Árgilið sem var fjarlægður þegar framkvæmdir við dælustöð Orkuveitu Húsavíkur áttu sér stað. Nú hafa verið steyptar nýjar tröppur sem eflaust munu gleðja gangandi vegfarendur," segir í tilkynningu á vef Norðurþings
Frumhönnun var unnin af Faglausn ehf., vinnuteikningar voru höndum Verkís hf. og Trésmiðjan Rein ehf. sá á um byggingu og uppsetningu.
,,Það er von að bæjarbúar og gestir geti notið þess að nota þessa nýju gönguleið," segir ennfremur í tilkynningunni.