
Töluverðar fjárfestingar hjá Höfnum Norðurþings
Á liðnu ári var lokið við framkvæmdir við Húsavíkurhöfn á nýrri flotbryggju fyrir hvalaskoðun, auk þess var sett upp tenderbryggja til að taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa.
Á liðnu ári var lokið við framkvæmdir við Húsavíkurhöfn á nýrri flotbryggju fyrir hvalaskoðun, auk þess var sett upp tenderbryggja til að taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa.
Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar.
Alicja Julia var stigahægt sundkvenna Óðins er hún hlaut 595 FINA stig fyrir 200 metra skriðsund í 25 metra laug á Íslandsmeistaramótinu sem fór fram í Hafnarfirði í nóvember. Tími Alicju Juliu var 2:11.14
Skuggabani er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Tonnataks sem hefur nokkuð jafnt og þétt komið út nýjum lögum á undanförnum árum og árið 2025 verður ekki skilið útundan
-Varnarsigur segir forstöðumaður Húsavíkurstofu
Það jafnast ekkert á við fallegan flutning á góðu ljóði. Ljóðaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara ljóðastundir með leikaranum Arnari Jónssyni í stofu Davíðshúss laugardaginn 18. janúar kl. 17 og sunnudaginn 19. janúar kl. 14.
-Segir Ágúst Þór Brynjarsson um Eurovision-drauminn
Um helgina verður boðið upp á tvenns konar leiðsögn um fjórar sýningar Listasafnsins á Akureyri. Á laugardaginn kl. 15 verður leiðsögn um sýningar Fríðu Karlsdóttur, Ekkert eftir nema mýktin, og Jónasar Viðars, Jónas Viðar í safneign. Aðgangur er innifalinn í miðaverði. Á sunnudaginn kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, stýra fjölskylduleiðsögn og segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar og sýningu Sólveigar Baldursdóttur, Augnablik – til baka. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. Aðgangur á fjölskylduleiðsögnina er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.
Ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra var samþykkt nýverið. Hún hefur þegar tekið gildi og Ný gildir til loka árs 2029. Áætlunin er stefnumótandi og í henni hafa heimamenn sameinast um framtíðarsýn, markmið og verkefni.
Jafnréttisáætlun Háskólans á Akureyri fyrir árin 2025-2028 var samþykkt af Háskólaráði í lok nóvember á liðnu ári og af Jafnréttisstofu um miðjan desember síðastliðinn.
„Það er mikill fengur að þessari plötu og við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Benedikt Sigurðarsson formaður Karlakórs Akureyrar-Geysis sem nýverið setti í spilum nýja plötu á Spotify. Titill plötunnar er Karlakór Akureyrar-Geysir 100 ár. Á plötunni eru alls 9 lög sem hljóðrituð voru í nóvember 2023. Kórinn fagnaði 100 ára samfelldu kórastarfi á Akureyri árið 2022.Söngstjóri Karlakórs Akureyrar-Geysis er Valmar Väljaots sem tók við kórnum árið 2021
Velferðarráð Akureyrar er tilbúið að styrkja verkefni sem góðagerðarsamtökin Okkar heimur hefur óskað eftir um 400 þúsund krónur með þeim fyrirvara að fyrir liggi að það sé að fullu fjármagnað og ljóst að það fari af stað eins og það er orðað í bókun Velferðarráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrar mun um mitt þetta ár, 2025 taka stöðuna á notkun Hreyfikorts og fara yfir kosti og galla þess. Ráðið mun þá leita álits öldungaráðs Akureyrarbæjar um hvernig til hefur tekist.
Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps hefur verið lagt niður og gerður þjónustusamningur við Amtsbókasafnið sem mun veita íbúum Svalbarðsstrandarhrepps sömu þjónustu og íbúum Akureyrarbæjar hvað varðar aðgang að safnakosti og annarri þjónustu sem safnið hefur upp á að bjóða hverju sinni.
Útisvæðið við Glerárlaug var opnað í dag eftir umfangsmiklar endurbætur. Gestir geta nú nýtt sér nýja heita potta, kalt kar, útisturtu og saunaklefa. Skipt var um yfirborðsefni á svæðinu og aðgengi og umhverfi bætt. Auk þess voru gömlu útiklefarnir fjarlægðir og skjólveggurinn endurnýjaður að hluta.
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) hefur sett gömlu heilsugæslustöðina á Akureyri, Hafnarstræti 99-101, í sölu ásamt öllu því sem eigninni fylgir. Óskað er eftir tilboði í eignina. Fasteignamat er tæplega 340 milljónir króna og brunabótamat 860 milljónir.
Vegna vandræða i samgöngum milli Reykjavíkur og Akureyrar í nótt seinkar dreifingu á Dagskránni verulega i dag. Blaðið er hinsvegar komið á vefinn og geta þvi áhugasamir skoðað það með þvi að smella á slóðina hér fyrir neðan.
Í gær var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar við Skákfélag Akureyrar sem hefur það að meginmarkmiði styðja við starf barna og ungmenna og gefa þeim kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi.
Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum. Þar er meðal annars rætt um tækniþróun, ráðstefnur, sjálfbærni og auðvitað markaðssetningu. Nú eru liðin 11 ár frá því að hugmyndin um Mannamót varð til í einu af mörgum samtölum Markaðsstofanna um hvernig mætti efla íslenska ferðaþjónustu og vinna að dreifingu ferðafólks um landið. Þessi hugmynd um að skapa vettvang fyrir landsbyggðarfyrirtækin til að koma saman í höfuðborginni og eiga þar fundi með ferðaþjónustunni er nú orðin að stærsta kynningarviðburði ferðaþjónustunnar og farin að vekja áhuga erlendra ferðaskrifstofa.
Sem kunnugt er standa yfir breytingar á sorphirðukerfi og framundan eru tunnuskipti í síðustu hverfum bæjarins. Til að tryggja sem hraðasta framkvæmd verða núverandi tunnur fyrir almennan úrgang nýttar, og ílátum bætt við eftir þörfum fyrir lífrænan úrgang, pappír og plast. Í sumum tilfellum gætu heimili tímabundið fengið fleiri tunnur en nauðsynlegt er. Mikilvægt er að tryggja að allar tunnur séu staðsettar eða festar þannig að þær fjúki ekki.
,,Þó að margir haldi að bókasöfn sé lítið notuð og lestur sé að minnka sjáum við þetta ekki svo svart og erum bara bjartsýn fyrir framtíðinni. Til dæmis fjölgaði útlánum og heimsóknum frá því árið 2023. Skemmtilegt þótti okkur að sjá að kökuformin lánuðust 270 sinnum, enda er heimsókn á bókasafnið orðinn hefðbundinn liður í kringum veislur hjá mörgum. Mikil stemning að velja form fyrir afmælið sitt."
Varðliðið sinnti 3.066 sjúkraflutningum á landi árið 2024, en af þeim voru 29% útkalla í forgangi F1 og F2. Farið var í 282 flutninga út fyrir starfssvæði liðsins, og er það aukning um 38% frá árinu 2023. Fækkun var á erlendum ferðamönnum milli ára um 14%.
Sunnudaginn 26. janúar flytur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Ross Collins verk eftir þrjá meistara frá ólíkum tímum sem lagt hafa mikið af mörkum til tónlistar fyrir strengjasveit.
Allt frá því ég man fyrst eftir mér hef ég verið brennandi áhugamaður um bíla og farartæki sem gengu fyrir sprengihreyfli. Mér þóttu stærri vélar alltaf eftirsóknarverðari og dreymdi um að eignast amerískan bíl með hestöflum sem telja mætti í hundruðum.