Í Grímsey eru starfrækt tvö félög, Kiwanisklúbburinn Grímur og Kvenfélagið Baugur. Þrátt fyrir að bæði félögin séu lítil og margir félagsmenn brottfluttir, eru þau ótrúlega virk og öflug. Á fundum félaganna mæta oft um tíu manns, og stundum færri, en félagsmenn sýna mikinn eldmóð þegar viðburðir eru skipulagðir eða unnið að góðgerðarmálum.
Á fundi hafnarstjórnar 10. desember síðastliðinn var veitt Berginu – Headspace samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands. Upphæð styrksins er ein milljón króna.
„Við munum halda áfram að berjast fyrir áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Það er mikilvægt byggðamál að samgöngur hér á landi séu í viðunandi horfi,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík.
Nú er svartasta skammdegið gengið í garð og dagarnir orðnir stuttir. Foreldrar eru því minntir á mikilvægi þess að tryggja að börn beri endurskinsmerki.
Nokkrir valinkunnir trillukarlar í Sandgerðisbót brydda upp á þeirri nýjung að bjóða upp á vöfflur með rjóma í Bótinni á laugardag, frá kl. 11 til 14 og vænta þeir þess að áhugasamir bæjarbúar líti við og eigi góða stund á aðventunni. Ísfell og Veiðiríkið styðja framtakið.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifaði pistil og póstaði á Facebook nú síðdegis, hann gaf góðfuslegt leyfi til birtingar á vef Vikublaðsins.
Það vakti upp blendnar tilfinningar að endurreisn Niceair stæði fyrir dyrum.