Sparisjóðirnir og Símenntun Háskólans á Akureyri hafa tekið höndum saman um samfélagsverkefni sem miðar að því að fræða eldri borgara um upplýsingaöryggi. Markmiðið er að fræða um helstu hættur sem fylgja netinu og notkun snjalltækja á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Undanfarin misseri hafa áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði verið rædd af auknum þunga. Oft er bent á mögulega atvinnusköpun, en mun minna rætt um þá áhættu sem fylgir – sérstaklega fyrir náttúruna, villta fiskistofna og samfélagið sem lifir með firðinum.
Barnaheill - Save the Children á Íslandi býður upp á opið fræðsluerindi um kynferðisofbeldi gegn börnum fimmtudaginn 29. janúar kl. 14:00 - 15:30. Fundurinn verður rafrænn og aðgangur er ókeypis.
Kaldbakur ehf. og KEA svf. hafa gert samkomulag sín á milli um stofnun nýs framtakssjóðs, Landvættir slhf., sem starfræktur verður hjá AxUM Verðbréfum hf. Sjóðurinn mun fjárfesta í innlendum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum en er þó með sérstaka áherslu á fyrirtæki sem hafa með höndum starfsemi á landsbyggðinni. Í upphafi munu Kaldbakur og KEA eiga jafnan hlut í sjóðnum.
„Sæll vinur minn, ertu ekki að vinna í miðbænum?“ sagði gamall félagi sem ég hafði ekki séð lengi. „Jú,“ svaraði ég stoltur. „Er eitthvað líf í miðbænum?“ „Já, heldur betur“ og bætti svo við „en það mætti vera meira.“
Norðurþing vinnur nú að uppbyggingu húsnæðis undir frístund og félagsmiðstöð á Húsavík. Um er að ræða stærstu einstöku framkvæmd sveitarfélagsins í tugi ára en heildarkostnaður er áætlaður um 750-800 millj.kr. Húsið er reist sem viðbygging við Borgarhólsskóla, alls um 900 fm á tveimur hæðum. Trésmiðjan Rein ehf. er aðalverktaki og hefur með sér nokkra undirverktaka sem flestir eru heimamenn. Belkod ehf. hefur eftirlit með verkinu en hönnuðir eru Basalt arkitektar.
Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir því að vinnsluskylda á byggðakvóta verði felld niður í sérreglum Akureyrarbæjar um úthlutun byggðakvóta í Grímsey.