Starfs­lok eft­ir um 40 ár í umönn­un

Þær Sigrún Geirsdóttir og Helga Ingólfsdóttir hafa átt farsælan feril í starfi á hjúkrunarheimilum.

Árið 1984 hóf Sigrún starfsferil sinn á Hlíð og fór þaðan í Skjaldarvík. Árið 1991 opnaði Bakkahlíð á Akureyri og hófu þær Sigrún og Helga báðar störf þar það árið.

Þær unnu saman í Bakkahlíð í 21 ár eða til ársins 2012 þegar Lögmannshlíð opnaði, en þá fluttu þær ásamt öllum íbúum í Bandagerði, eitt af heimilunum í Lögmannshlíð.

Aðspurðar hvað stæði helst upp úr varðandi starfið eftir öll þessi ár svöruðu þær því að hversu mörgum einstaklingum þær hefðu sinnt í gegnum árin og unnið með. Það hafa verið mikið af stórkostlegum og skemmtilegum karakterum sem alltaf eiga sinn stað hjá þeim.

Það er  www.hlid.is sem fyrst sagði frá.

Nýjast