Óvæntur gestur í siglingu með nemendum í Naustaskóla á Húna ll í dag

Góður gestur fór í veiðiferð með krökkunum úr Naustaskóla í dag, þegar Ásthildur Sturludóttir bæjars…
Góður gestur fór í veiðiferð með krökkunum úr Naustaskóla í dag, þegar Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri vippaði sér um borð Myndir Húni ll
Eins og fram hefur komið þá eru nú um þessar mundir liðin 20 ár síðan Hollvinir Húna byrjuðu að bjóða nemendur sjöttu bekkjar grunnskóla Akureyrar í siglingu og fræðslu á haustinn, og síðan komu grunnskólarnir í Eyjafirði með og sannarlega má segja að þeir nemendur sem hafa farið í siglingu með Húna á haustin s.l 20. ár skipta orðið þúsundum.
 
Í dag fengum við svo góðan gest með í veiðiferð með krökkunum úr Naustaskóla, en Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri var með í för.
Ásthildur er alin upp við sjávarsíðuna í Stykkishólmi svo hún þekkir starf sjómannsins mæta vel.
 
Það var ágæt veiði í dag hjá krökkunum svo ekki verður hægt að kenna bæjarstjóranum um að vera fiskifæla og sýndist okkur hún njóta vel ferðarinnar með okkur.
 
Við Hollvinir Húna viljum þakka Ásthildi bæjarstjóra kærlega fyrir komuna sem og krökkunum úr Naustaskóla.
 
 
 
Frá þessu segir á Fb síðu Húna ll
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

Nýjast