Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.
Vegna takmarkana í flutningskerfi raforku er orkuframboð á Norðurlandi meira en sunnanlands og því hægt að gera langtímasamninga um forgangsorku við fyrirtæki í þeim landshluta.
atNorth hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil, en hér á landi rekur fyrirtækið einnig gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ sem og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Fyrir tveimur árum gerðu atNorth og Landsvirkjun allt að 5 MW forgangsorkusamning samhliða því að atNorth hóf rekstur á Akureyri. Nýr samningur felur í sér viðbótarmagn og lengir samningstímann, en gagnaverið mun alls hafa 12 MW til umráða frá Landsvirkjun fyrir starfsemi sína á Akureyri.
Gervigreind og gagnageymsla
Gagnaverin hafa umbreytt starfsemi sinni undanfarið. Megináherslan er nú á gervigreind og þjónustu við viðskiptavini sem þurfa gagnageymslu og mikla reiknigetu. Þessi umbreyting gagnaveranna er í takt við stefnu Landsvirkjunar um að styðja við stafræna vegferð samfélagsins.
Tækniframfarir og vaxandi þörf fyrir stafræna innviði gera gagnaversstarfsemi að spennandi atvinnugrein sem vænst er að muni vaxa margfalt á við aðra geira á næstu árum. Íslensk gagnaver hafa samið við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir, t.d. á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni.
Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og smáforrit eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi.
Tinna Traustadóttir framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun:
„Gervigreind og öflugur gagnaversiðnaður getur haft mikla þýðingu fyrir alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands. Kapphlaupið er hafið og þjóðir heims reyna nú að laða tækifæri til sín í þróun, vinnslu og hagnýtingu gervigreindar. Nýr raforkusamningur við gagnaver atNorth á Akureyri er gott skref í uppbyggingu þessa mikilvæga framtíðariðnaðar hér á landi.“
Þær Petra Sif og Björg Jónína iðjuþjálfar hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili, hófu haustið 2024 nám í Ráðgjöf um málefni einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra sem er ný námsleið hjá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands
Ráðist verður strax í aðgerðir á Norðausturlandi til að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku í landshlutanum. Þannig skapast forsendur fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu og jákvæðri byggðaþróun á svæðinu til skemmri og lengri tíma.
Vélfag ehf., í samstarfi við meirihlutaeiganda félagsins, hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu.
Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir.
Í gegnum tíðina hefur mikill meirihluti nemenda í hársnyrtiiðn verið konur og svo er raunar enn. En karlarnir hafa sótt í sig veðrið í þessum efnum, í það minnsta eru nú fjórir karlar af ellefu nemendum á annarri önn í hársnyrtiiðn í VMA.
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Með frelsi í faxins hvin – riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni, sem Hjalti Jón Sveinsson hefur skráð.
Allt hestafólk, hvar svo sem á landinu það býr, kannast við hestafrömuðinn Hermann Árnason á Hvolsvelli. Hann hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og hafa tamning hrossa og meðferð þeirra, auk hestaferða, verið hugsjón hans alla tíð. Sum verkefni hans hafa verið hans eru með ólíkindum, eins og Vatnareiðin 2009 þegar hann reið, ásamt félögum sínum, yfir allar ár sem á vegi þeirra urðu frá Höfn í Hornafirði og vestur fyrir Hvítá í Árnessýslu. Að sjálfsögðu er sagt frá því ferðalagi í bókinni og einnig er fjallað Stjörnureiðina svokölluðu sem Hermann skipti í tvo 40 daga leiðangra, árin 2016 og 2018, og reið þá þvers og kruss yfir landið, á þann hátt að ferðirnar mynduðu orðið stjörnu þegar hann fór af hestbaki í lokin hennar. Þá segir frá Flosareiðinni 2016 þegar Hermann og tveir félagar hans riðu í spor Flosa í því skyni að sannreyna frásögn Njálssögu. Hér á eftir verður gripið niður í þá frásögn
Vinnumálastofnun mun á næstu vikum hafa aukna viðveru á Húsavík. Starfsfólk þeirra mun hafa aðstöðu á Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, venju samkvæmt.