Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.
Vegna takmarkana í flutningskerfi raforku er orkuframboð á Norðurlandi meira en sunnanlands og því hægt að gera langtímasamninga um forgangsorku við fyrirtæki í þeim landshluta.
atNorth hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil, en hér á landi rekur fyrirtækið einnig gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ sem og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Fyrir tveimur árum gerðu atNorth og Landsvirkjun allt að 5 MW forgangsorkusamning samhliða því að atNorth hóf rekstur á Akureyri. Nýr samningur felur í sér viðbótarmagn og lengir samningstímann, en gagnaverið mun alls hafa 12 MW til umráða frá Landsvirkjun fyrir starfsemi sína á Akureyri.
Gervigreind og gagnageymsla
Gagnaverin hafa umbreytt starfsemi sinni undanfarið. Megináherslan er nú á gervigreind og þjónustu við viðskiptavini sem þurfa gagnageymslu og mikla reiknigetu. Þessi umbreyting gagnaveranna er í takt við stefnu Landsvirkjunar um að styðja við stafræna vegferð samfélagsins.
Tækniframfarir og vaxandi þörf fyrir stafræna innviði gera gagnaversstarfsemi að spennandi atvinnugrein sem vænst er að muni vaxa margfalt á við aðra geira á næstu árum. Íslensk gagnaver hafa samið við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir, t.d. á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni.
Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og smáforrit eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi.
Tinna Traustadóttir framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun:
„Gervigreind og öflugur gagnaversiðnaður getur haft mikla þýðingu fyrir alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands. Kapphlaupið er hafið og þjóðir heims reyna nú að laða tækifæri til sín í þróun, vinnslu og hagnýtingu gervigreindar. Nýr raforkusamningur við gagnaver atNorth á Akureyri er gott skref í uppbyggingu þessa mikilvæga framtíðariðnaðar hér á landi.“
Sérfræðingar frá Eflu hafa tekið sýni í húsnæði dag- og göngudeildar geðdeildar á Seli og sýna niðurstöðurnar menguð sýni vegna rakaskemmda, sem nauðsynlegt er að bregðast við.
Landsamband eldri borgara (LEB) hélt málþing þann 16. október sl. undir heitinu Ofbeldi er ógn, tryggjum öryggi eldri borgara. Góð aðsókn var að þinginu, bæði í salnum í húsakynnum LEB og í beinu streymi á netinu.
Guðmundur Ingi Kristjánsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti VMA og MA í gær ásamt aðstoðarmanni sínum og tveimur starfsmönnum ráðuneytisins. Ráðherra hefur að undanförnu heimsótt framhaldsskóla og hyggst ná því takmarki að heimsækja þá alla á næstu dögum og vikum.
Nú í haustfríinu fór Skautafélag Akureyrar (SA) til Vilnius í Litháen þar sem liðið tók þátt í Continental Cup. Tvær kynslóðir MA-inga léku með liðinu, þeir Aron Gunnar Ingason 2F, Bjarmi Kristjánsson 3Z og Ingvar Þór Jónsson kennari. Þess má geta að Ingvar Þór kennir Bjarma forritun.
GLUGGINN í vinnustofu Brynju í Hafnarstræti 88, miðbæ Akureyrar, er kominn í kvennaverkfall. Gluggasýningin stendur frá 20. október til 4. nóvember og hentar öllum aldurshópum. Sýningin er aðgengileg allan sólarhringinn þar sem hennar er notið utan frá séð.
Framkvæmasýslan-Ríkiseignir hafa óskað efir því að fá úthlutun á lóð númer 6 við Þursaholt. Lóðin er rúmlega 11 þúsund m², eins og hún er afmörkuð í tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nú er í auglýsingu.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, sem er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Segja má að átakið hafi náð hápunkti í dag, miðvikudaginn 22. október með Bleika deginum.