Vinkonurnar Arnheiður Lilja, Júlía Dögg og Karítas Katla gengu í hús á efri brekkunni og söfnuðu dóti sem þær seldu svo fyrir framan Nettó Hrísalundi til styrktar Rauða krossinum.
Þær stöllur voru afar ánægðar með viðtökurnar og sögðu bæði söfnunina og söluna hafa gengið vonum framar en alls söfnuðu þær 9.684 kr.
Rauði krossinn við Eyjafjörð þakkar þeim stöllum kærlega fyrir framlag til þágu mannúðar segir í tilkynningu.