Hollvinir SAk gáfu tækjabúnað fyrir nær 62 milljónir

Á árinu 2024 gáfu Hollvinir Sjúkrahúsinu á Akureyri tækjabúnað að andvirði tæplega 62 milljóna króna. Gjafirnar bæta starfsaðstöðu starfsfólks SAk og gerir þeim kleift að bæta þjónustu við sjúklinga.

 

Lesa meira

Minningarorð - Brynjar Elís Ákason

Brynjar Elís Ákason.

Þar sem englarnir syngja sefur þú
Sefur í djúpinu væra
Við hin sem lifum, lifum í trú
Að ljósið bjarta skæra
Veki þig með sól að morgni
Veki þig með sól að morgni

Drottinn minn faðir lífsins ljós
Lát náð þína skína svo blíða
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós
Tak burt minn myrka kvíða
Þú vekur hann með sól að morgni
Þú vekur hann með sól að morgni

Faðir minn láttu lífsins sól
Lýsa upp sorgmætt hjarta
Hjá þér ég finn frið og skjól
Láttu svo ljósið þitt bjarta
Vekja hann með sól að morgni
Vekja hann með sól að morgni

Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
Svala líknarhönd
Og slökk þú hjartans harmabál
Slít sundur dauðans bönd
Svo vaknar hann með sól að morgni
Svo vaknar hann með sól að morgni

Farðu í friði vinur minn kæri
Faðirinn mun þig geyma
Um aldur og ævi þú verður mér nær
Aldrei ég skal gleyma
Svo vöknum við með sól að morgni
Svo vöknum við með sól að morgni

Höf: Bubbi Morthens.

Lesa meira

Margir kórfélagarfélagar sungið saman í áratugi

Kirkjukór Húsavíkur er einn af hornsteinum menningar í bænum

Lesa meira

Birkir Blær yfirgefur Universal og freistar gæfunnar á eigin vegum

„Eftir samskipti mín við Universal og reynslu margra annarra tónlistarmanna sem ég þekki hef ég tekið þá ákvörðun að vera sjálfstæður. Fyrir mig er það einfaldara en fyrir marga aðra, því ég spila á öll hljóðfæri sjálfur, tek upp, útset og hljóðblanda allt sjálfur,» segir Birkir Blær Óðinsson 25 ára tónlistarmaður frá Akureyri og Eyjafjarðarsveit sem hefur sagt skilið við Universal útgáfufyrirtækið og hyggst freista gæfunnar á eigin vegum.

 

Lesa meira

Kaffipressan kaupir Kaffistofuna

Kaffipressan hefur keypt rekstur handverkskaffibrennslu Kaffistofunnar en Kaffistofan hefur sérhæft sig í þróun og sölu á handverkskaffi á Íslandi allt frá stofnun fyrirtækisins í ársbyrjun 2022.

 

Lesa meira

Grófin Geðrækt komin í nýtt húsnæði

Grófin Geðrækt flutti í nýtt húsnæði í nóvember á liðnu ári eftir að upp kom mygla í húsnæðinu þar sem hún áður var. Einstaklingar voru farnir að finna fyrir miklum einkennum vegna mylgunnar og því bráðnauðsynlegt að koma starfseminni fyrir á nýjum stað hið fyrsta. Nýverið var opið hús á nýja staðnum sem er ekki ýkja langt frá þeim fyrri, en nú hefur Grófin Geðrækt komið sér vel fyrir við Hafnarstræti 97, á efstu hæð hússins og hægt að koma þar að hvort heldur sem er með lyftu frá göngugötunni eða fara um Gilsbakkaveg.

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Nýtt sýningaár formlega hafið

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2025, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Einnig var formlega tilkynnt um útgáfu sérstakrar bókar um sýningaröðina Sköpun bernskunnar, þar sem skólabörn og starfandi listafólk leiða árlega saman hesta sína í Listasafninu. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri

 

Lesa meira

Sala Húsavíkurgjafabréfa eykst á milli ára

Á stjórnarfundi Húsavíkurstofu fyrir skemmstu var farið yfir uppgjör á sölu á Húsavíkurgjafabréfunum sem hafa notið vinsælda í jólapökkum Húsavíkinga undanfarin ár en salan bréfanna hefur aukist á milli ára.

 

Lesa meira

Norðurorka - Ný og stærri dæla sett upp á Reykjum

Ný og stærri dæla var á dögunum sett upp á vinnslusvæðinu á Reykjum í Fnjóskadal. Hún eykur dælugetuna og þar með afhendingaröryggi veitunnar sem er með lengri hitaveitum landsins.

Lesa meira

Viðvörun vegna veðurs

Súlur björgunarsveitin á Akureyri sendi frá sé áminningnu til okkar  í morgun og  er full ástæða til þess að deila skrifum þeim hér þvi góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Lesa meira

Endurbætur standa yfir á Lögmannshlíðarkirkju

„Þetta tókst afskaplega vel og það er greinilegt að fólki hér í hverfinu, m.a. gömlu þorpurunum þykir vænt um kirkjuna,“ segir Arnar Yngvason umsjónarmaður í Glerárkirkju og Lögmannshlíðarkirkju.

 

Lesa meira

Höfum þungar áhyggjur af stöðunni segir bæjarstjóri

Bæjarstjórn Akureyrar hefur skorar á nýja ríkisstjórn að hefjast handa sem fyrst við byggingu hjúkrunarheimilis á Akureyri. Nú eru tvær full skipulagðar lóðir tilbúnar fyrir starfsemina. Skrifað var undir samning 2019 um byggingu 80 hjúkrunarrýma og lítið sem ekkert gerst síðan þá segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar nýverið.

Lesa meira

Fjölsótt afmæliskaffi hjá Rauða krossinum

Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð  var boðið til samsætis í húsakynnum Rauða krossins við Viðjulund 2 á Akureyri.  Þar gafst gestum og gangandi færi á að kynnast starfseminni og fjölbreyttum verkefnum deildarinnar.

Lesa meira

Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza

Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

 

Lesa meira

Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza

Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

 

Lesa meira

Kona stórslösuð eftir árás Rottweiler hunds Axlarbrotin, sinar og vöðvar í sundur

„Þetta er eitt það skelfilegast sem ég hef lent í,“ segir kona sem varð fyrir árás hunds í Naustahverfi nýverið. Hundurinn er af tegundinni Rottweiler. Hundurinn var í taumi þegar hann réðst að konunni fyrirvaralaust og án nokkurs tilefnis.

Lesa meira

Skálmöld og Hymnodia — Aukatónleikar í Hofi n.k. laugardag

Uppselt er á tónleika Skálmaldar og kammerkórsins Hymnodiu í Hofi á laugardagskvöldið kemur, því hefur aukatónleikum verið bætt við sama dag klukkan 17:00. 

Lesa meira

Fjármálaþjónusta framtíðarinnar - 30. janúar | SFF

Beint streymi verður frá ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) og Fjártækniklasanum, sem haldin verður í Hörpu, á morgun fimmtudag 30. janúar, frá 13.30-16.00.

Lesa meira

100 ár liðin frá stofnfundi Akureyrardeildar Rauða krossins

„Við erum afskaplega stolt af deildinni okkar og þá sérstaklega hve margir sjálfboðaliðar starfa fyrir hana því þau verkefni sem við sinnum byggjast fyrst og fremst á sjálfboðaliðastarfi,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri Eyjafjarðardeildar Rauða krossins. 100 ára voru í gær liðin frá stofnfundi Akureyrardeildar Rauða krossins á Íslandi.

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Hættuleg gatnamót? Varasöm beygja?

Þingeyjarsveit vinnur nú að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið. Markmið hennar er að búa til aðgerðaráætlun svo auka megi öryggi í sveitarfélaginu, fækka slysum og auka lífsgæði íbúa sem og annarra sem um sveitarfélagið ferðast.

Lesa meira

Skiptinemi í Kína

Á heimasíðu VMA í dag gefur að líta viðtal við Huldu Ómarsdóttur en hún útskrifaðist af listnáms- og hönnunarbraut VMA vorið 2021.  Hulda  ákvað að því loknu, eins og hún orðar það, að skipta algjörlega um gír og sækja um nám í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Hún er núna á þriðja ári í náminu og ver þessu skólaári í skiptinámi í Kína.

 

Lesa meira

Kaldbakur, Björgúlfur og Björg aflahæstu togarar landsins á síðasta ári

Systurskip Samherja, Kaldbakur EA 1, Björgúlfur EA 312 og Björg EA 7 eru í þremur efstu sætum yfir aflahæstu togara ársins 2024.

 

Lesa meira

,,Tungumálið er lykillinn"

-Segir Dóra Ármannsdóttir sem kennir innflytjendum íslensku

Lesa meira

Skilgreina hlutverk SAk sem varasjúkrahús

Alma Möller, heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að vinna að nánari skilgreiningu og hlutverki varasjúkrahúss með tilliti til viðbragðsáætlana, neyðarviðbragða, þjóðaröryggisráðs, sjúkraflutninga, rannsóknarþjónustu og laga um heilbrigðisþjónustu.

 

Lesa meira

Akureyri - Tjaldsvæðisreitur drög að breytingu á deiliskipulagi

Á vefsíðu bæjarins eru í dag kynnt drög að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti.  Eins og kunnugt er  var svæðinu lokað fyrir tjaldgesti og til stóð má. að byggja heilsugæslustöð nyrst á þessari lóð.  Frá þeirri hugmynd var svo fallið og nú hefur verið samþykkt að þar skuli rísa fjölbreytt íbúðabyggð og er áhersla lögð á að þarna rísi ,,sjálfbært og nútimalegt hverfi sem falli vel að núverandi byggð og umhverfi".

 

 

Lesa meira

Sjálfsrækt til kulnunar

Í framhaldi af pistli síðustu viku um brjálæðisleg áramótaheit er ekki úr vegi að kafa aðeins í eina af nýjustu tískubylgjum okkar Íslendinga, sem er sjálfsrækt, en hana virðumst við taka alla leið og mögulega eitthvað lengra.

Lesa meira

Samið við Hrímhesta um leigu á Ytri Skjaldarvík

Umhverfis og mannvirkjaráð Akureyrar hefur samþykkt húsaleigusamning við Hrímhesta ehf. vegna leigu á íbúðarhúsnæði, útihúsi og jörð í Ytri Skjaldarvík. Ein umsókn barst um leigu á Syðri Skjaldarvík og er sú umsókn í vinnslu hjá ráðinu en ekki fengust upplýsingar um hver hefði lagt þá umsókn fram.

 

Lesa meira