
Sólveig Lára er Ungskáld Akureyrar 2024
Það var vel við hæfi að í dag, á degi íslenskrar tungu, voru úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2024 kunngjörð á Amtsbókasafninu. Fyrstu veðlaun hlaut Sólveig Lára Skarphéðinsdóttir fyrir verkið Stök.
Það var vel við hæfi að í dag, á degi íslenskrar tungu, voru úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2024 kunngjörð á Amtsbókasafninu. Fyrstu veðlaun hlaut Sólveig Lára Skarphéðinsdóttir fyrir verkið Stök.
Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á sv-horninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins.
Geðverndarfélag Akureyrar hélt upp á 50 ára afmæli sitt nýverið, en félagið var stofnað þann 15. desember 1974. Um 50 manns mættu í fagnaðinn, hlýddu á fróðleg erindi, nutu lifandi tónlistar og glæsilegra veitinga.
Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum er meðal stærstu menningarviðburða á Norðausturlandi. Tónkvíslin verður haldin í 18. skipti í kvöld 16. nóvember.
Sigurvegari keppninnar keppir fyrir hönd skólans í söngkeppni framhaldsskólanna, þar sem margar stjörnur hafa einmitt stigið sín fyrstu skref. Þar má meðal annars nefna Birgittu Haukdal sem flestum landsmönnum er vel kunn.
Það snjóaði um daginn. Götur urðu flughálar. Og ég dreif mig með bíl konu minnar í dekkjaskipti. Þú kemst að eftir tíu daga, var svarið sem ég fékk.
Barnabókarithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, fæddist 16. nóvember 1857. Af þessu tilefni er boðið til afmælis á æskuheimili hans, Nonnahúsi, á afmælisdaginn milli 12 og 14.
Talsverður viðbúnaður er á Akureyri vegna veðurs sem nú gengur yfir svæðið. Líkur eru á að svipað ástand geti skapast og í september 2022 þegar sjór gekk á land á Eyrinni með umtalsverðum afleiðingum. Margt er líkt með veðrinu sem spáð er í kvöld og þeim aðstæðum sem þá sköpuðust.
Dómnefnd mun kunngera úrslit í ritlistasamkeppni Ungskálda 2024 við hátíðlega athöfn í Amtsbókasafninu á Akureyri. Athöfnin fer fram á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember kl. 14.
Léttar veitingar verða í boði að athöfn lokinni og einnig verður tónlistarflutningur frá Elíasi Dýrfjörð sem leikur á kontrabassa. Öll velkomin á athöfnina.
Haustið er að baki og vetur konungur hefur tekið völdin amk. fyrst um sinn Sauðfé hefur haft það gott á beitinni, enda fyrri hluti nóvember óvenju hlýr. Hrútar fara á gjöf í vikunni á flestum bæjum og sumir bændur eru farnir að rýja féð inn.
Þessir „konungar“ í Skarðaborg í Reykjahverfi eru vel ullaðir og þó næði kuldaél þá verður þeim ekki kalt í sinni kápu.
Vonandi verður veturinn mildur, en bæði bændur og búalið þurfa á því að halda eftir kalt og rigningasamt sumar.
Um 200 manns komu við á opnu húsi hjá fyrirtækinu Pharmarctia á Grenivík um liðna helgi. Þá var formlega tekið í notkun 1500 fermetra viðbótarhúsnæði sem gestum og gangandi bauðst að skoða jafnframt því að kynna sér starfsemi félagins.
Út er komin bókin ÓKEI — uppruni og saga þekktasta orðatiltækis í heimi. Höfundur er Sigurður Ægisson og Hólar gefa út.
OK eða O.K., ýmist ritað með lág- eða hástöfum, er sagt vera þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin um gjörvalla Jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið sem heyrðist mælt á Tunglinu. Það er ekki lítið afrek. Hvað með aðrar reikistjörnur verður, á eftir að koma í ljós.
Ekki eru mörg ár liðin frá því nemar í starfnámi við matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri þurftu að halda suður í Menntaskólann í Kópavogi til að ljúka námi sínu. Aukin eftirspurn frá bæði nemendum og atvinnulífinu hefur leitt til þess að VMA jók námsframboð sitt og nemar geta nú lokið námi sínu í heimabyggð. Þjónustusvæðið er einkum Norður- og Austurland.
Er ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga.
Hymnodia, norræna endurreisnarhljómsveitin Scandinavian Cornetts and Sackbuts og Ágúst Ingi Ágústsson, stjórnandi Cantores Islandiae, flytja gullfallega ítalska, spænska og enska endurreisnartónlist á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 17.
Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) standa fyrir pallborðsumræðum með frambjóðendum í Norðausturkjördæmi á morgun, föstudaginn 15. nóvember kl. 12:00 í Hátíðarsal HA. Einnig verður streymt frá viðburðinum á Vísi og YouTube-rás Háskólans á Akureyri fyrir þau sem hafa ekki tök á að mæta á staðinn.
Segja má að Bæjarráð Akureyrar láti ÍSAVIA heyra það í samþykkt sem ráðið lét frá sér fara eftir fund ráðsins í dag. Óánægja bæjarráðs er vegna tafa við gerð nýrra aðflugsferla fyrir flug úr suðri að Akureyrarflugvelli.
Vegagerðin hefur tilkynnt Hörgársveit að breyting verði gerð á afmörkun Hjalteyrarvegar – 811 og verður hluti hans þar með felldur úr tölu þjóðvega og af vegaskrá. Allir vegir hér á landi eru skilgreindir eftir vegalögum.
„Þar sem að ég virðist ekki geta slitið mig frá Matargjöfum (held að við séum ein eining) þá hef ég ákveðið að halda áfram í breyttri mynd 11. jólin okkar saman,“ skrifar Sigrún Steinarsdóttir á facebook síðu Matargjafa á Akureyri og nágrenni. Hún opnaði fyrr í vikunni reikning Matargjafa og vonar að þeir sem áður lögðu henni lið með mánaðarlegu framlagi haldi því áfram, „því án ykkar er þetta ekki hægt.“
Á undanförnum árum hefur Fjallabyggð staðið frammi fyrir krefjandi áskorunum tengdum veðurfari. Foktjón hefur orðið í óvæntum ofsaveðrum og úrkomumynstur virðist vera að breytast með tilheyrandi álagi á innviði. Endurteknir úrkomuviðburðir hafa leitt til flóða, nú síðast síðsumars þegar vatn flæddi inn í fjölmörg hús. Þá var Siglufjarðarvegi um Almenninga lokað í nokkra daga vegna skriðufalla og tjóns sem hlaust ef þessu mikla vatnsveðri og hættu á grjóthruni. Sprungur í veginum vegna viðvarandi jarðsigs opnuðust enn frekar. Þessi atburðarrás hefur undirstrikað mikilvægi þess að styrkja og bæta samgöngur inn í sveitafélagið, sem eru lífæð samfélagsins.
Spáð er afar slæmu veðri seinnipart föstudagsins 15. nóvember. Óttast er að sambærilegar aðstæður gætu skapast á Akureyri og í september 2022, þegar sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar og olli miklu tjóni.
Alls voru níu kvikmyndir sýndar á hátíðinni sem haldin var í 10. sinn
Oddvitar framboðanna til Alþingis mætast í kvöld í beinni útsendingu á RÚV og vef Vikublaðsins . Rætt verður um áherslumál framboðanna í kjördæminu.
Við hjá GA erum gríðarlega ánægð að geta boðið okkar fólki upp á 18 holur af golfi á Jaðarsvelli frá og með deginum í dag!
Þegar fyrsta jólakortið var búið til um það bil árið 1800 á Englandi þá fékk það mikla athygli og með byr því að mörgum fannst það leiða athygli að jólum og sýna rétta jólaandann og varð það fjótt nokkuð vinsælt meðal Breta.
Við þekkjum öll að jólin eru hátíð ljóss og friðar og á jólum sameinast fjölskyldur og vinir og við hugsum meira til vina og kunningja en á öðrum tímum. Jólakort hafa verðið þessi góði máti til þess að senda jóla- og vinarkveðju til þeirra sem við viljum gleðja á þessum tíma. Þessar kveðjur eru óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, þetta er afar fallegur og góður siður og það gleður marga að fá fallega kveðju á fallegu jólakorti í svartasta skammdeginu.
Það er talið að Kínverjar og Egyptar hafi byrjað að senda kveðjur á kortum fyrir 3000 árum og þaðan hafi þessi siður borist til Evrópu og hins vestræna heims.
Í upphafi voru þessar kveðjur sendar í byrjun desember svo að þau gætu staðið á arinhillunni svo að fólk gæti notið þess alla aðventuna og jólin og fram á nýtt ár. Það sem á þeim stóð var oftast eitthvert biblíuvers, bæn, lítið kvæði eða eitthvað sem að minnti á vorið eða birtuna sem fólk var farið að bíða eftir á þessum dimmasta tíma. Oft voru líka send kort í tilefni árstíðaskipta svo sem um vor og sumar.
,,Allt er á tjá og tundri“ söng Sálin hans Jóns míns fyrst undir lok níunda áratug s.l. aldar og lýsti raunum karls sem lenti hressilega í ofjarli sínum. Það má kannski heimfæra hendinguna út textanum góða við stöðuna á Akureyri í morgun eftir rok næturinnar. Tré brotnuðu, þil í görðum gáfu sig og nýju ruslaföturnar voru víða, já, á tjá og tundri.