Bókaklúbbur ungmenna fær Hvatningarverðlaun Upplýsingar

Hrönn Soffía Björgvinsdóttir umsjónarmaður bókaklúbbsins á Amtsbókasafninu á Akureyri   Mynd Amtsbók…
Hrönn Soffía Björgvinsdóttir umsjónarmaður bókaklúbbsins á Amtsbókasafninu á Akureyri Mynd Amtsbókasafnið á Akureyri

Bókaklúbbur ungmenna á Amtsbókasafninu á Akureyri hlaut Hvatningarverðlaunum Upplýsingar á Degi læsis og Bókasafnsdeginum fyrr í vikunn. Hrönn Soffía Björgvinsdóttir umsjónarmaður klúbbsins tók við verðlaununum. Hvatningarverðlaunin eru veitt annað hvert ár. Þema dagsins í ár er : Lestur er bestur fyrir sálina.

Bókaklúbburinn er valgrein á unglingastigi í grunnskólum Akureyrarbæjar sem Hrönn byrjaði með fyrir tveimur árum. Nú eru um 20 ungmenni skráð í hópinn, skemmtilegur og fjölbreyttur hópur sem spannar breytt áhugasvið.

Að mati dómnefndar í er verkefnið dæmi um hvernig bókasafn getur orðið lifandi menningarvettvangur fyrir ungmenni og stuðlað að lestraráhuga á þeirra eigin forsendum. Ungmennin fá virkan þátt í að móta dagskrá, sem eykur bæði eigið vald og ábyrgð á verkefninu.

„Með skapandi nálgun og fjölbreyttum aðferðum tekst starfsmönnum Amtsbókasafnsins að gera lestur og bókmenntir bæði aðgengilegar og spennandi fyrir nemendur í 8.–10. bekk,“ segir í umsögn dómnefndar.

Nýjast