Þetta er hann Bryngeir (sjá meðfylgjandi mynd), sóknarnefndarmaður og kórmeðlimur í Akureyrarkirkju til margra ára. Hér er hann að koma með nokkra stóla sem hann og Lilja Guðmundsdóttir ( og nú vantar fleiri hendur) hafa pússað upp og yfirdekkt með þessu nýja rauða efni sem kemur líka svona fallega út.
Hildur Eir Bolladottir prestur við Akureyrarkirkju segir frá þvi í dag að skemmtilegt verkefni sé farið í gang í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og allt sem vanti núna séu fleiri hagar hendur.
Málið er að og nú gefum við Hildi orðið:
Þetta er hann Bryngeir (sjá meðfylgjandi mynd), sóknarnefndarmaður og kórmeðlimur í Akureyrarkirkju til margra ára. Hér er hann að koma með nokkra stóla sem hann og Lilja Guðmundsdóttir ( og nú vantar fleiri hendur) hafa pússað upp og yfirdekkt með þessu nýja rauða efni sem kemur líka svona fallega út.
Forsagan er sú að stólarnir í safnaðarheimilinu eru orðnir 35 ára gamlir og farið að sjá verulega á þeim, við stóðum frammi fyrir því að þurfa að skipta þeim alfarið út, mögulega farga þeim og kaupa nýja stóla ( 8 milljónir) eða það sem einn fagmaður benti réttilega á í Einbúakaffinu síðastliðið vor, að endurnýta.
Sá sagði að þetta væru vandaðir stólar, vönduð smíð og það væri nánast ósvinna að fleygja þeim. Þannig að, kirkjan gengur fram með góðu fordæmi enda margt sem þarf að endurnýja á næstu árum og nú þegar er búið að stofna Hollvinasamtök kirkjunnar ( Vinir Akureyrarkirkju) sem hægt er að fræðast um inn á heimasíðu okkar.
Nema hvað Bryngeir og Lilja eru eiginlega bara tvö í þessu með starfsaðstöðu í Rósenborg. Eru ekki einhverjir reynsluboltar, mögulega komnir á aldur sem eru til í að leggja þeim lið? Það þarf ekki að verða korter í jól en kannski strax í byrjun jan.
Ég get verið milliliður, skrifar Hildur Eir að endingu.
Því er spurt, ertu ekki með hagar hendur?