Allt Ísland allt árið

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
Það eru margir kostir beint millilandaflug til Akureyrar. Fyrir utan þau bættu lífsgæði sem beina flugið veitir íbúum Norður- og Austurlands. Samkeppnihæfni landsbyggðanna styrkist lífsgæði íbúanna batna jú heilmikið.
 
Skýrslan sem fylgir með  hér að neðan er gott dæmi um hversu miklu máli öflugt millilandaflug um Akureyrarflugvelli hefur að segja fyrir atvinnulífið á svæðinu. Við sjáum hversu gríðarlega miklu máli beina flugið hefur verið fyrir ferðaþjónustuna.
Uppbygging ferðaþjónustufyrirtækja sem starfa í gistiþætti ferðaþjónustunnar hefur verið mikil og ánægjuleg. Beint flug easyjet, Kontiki og Voigt travel með Transavia hefur skapað bjartsýni í greininni.
 
Það er mikilvægt í tengslum við frekari uppbyggingu að tryggja og hækka fjárveitingar til flugþróunarsjóðs í fjárlögum til frekari uppbyggingu beins millilandaflugs um alþjóðaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum.
 
Við sjáum að þetta starf er að bera mikinn árangur.
 
Það er mikill þjóðhagslegur ábati fólginn í því að að skapa betri forsendur fyrir dreifingu erlendra ferðamanna um allt land og hámarka þjóðhagslega ábata Ísland með því að nýta illa nýtta innviði stærri hluta ársins.
 

Nýjast