Unglingadeildin Lambi er viðbót við Súlur

Myndir aðsendar
Myndir aðsendar

Unglingadeildin Lambi er ný viðbót í starf björgunarsveitarinnar Súlna haustið 2025. Fyrsta árið verða teknir inn krakkar sem verða 14 ára á árinu og hefst þannig spennandi nýtt ævintýri þar sem ungir krakkar fá að kynnast starfi björgunarsveita á öruggan og skemmtilegan hátt.

Í unglingadeild gefst tækifæri til að læra meðal annars rötun, kortalestur, ferðamennsku, fjallamennsku, sig, leitartækni og fyrstu hjálp. Krakkar í unglingadeild fá jafnframt að taka þátt í æfingum og verkefnum með björgunarsveitinni og þannig kynnast þau starfinu að innan í skemmtilegu og uppbyggilegu umhverfi.

Kynningarfundur Lamba fer fram í kvöld í aðstöðu Súlna,  Hjalteyrargötu 12, fundurinn hefst kl 19:30.

Nýjast