Þórsarar tryggðu sér sigur í Lengjudeildinni í knattspyrnu í dag og þar sem sæti í efstu deild að ári þegar liðið lagið Þrótt Reykajvik í 2-1 í loka umferð Lengjudeildarinnar í leik sem fram fór á Þróttaravelli að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda.
Sigur Þórs var öruggari en tölurnar gefa til kynna, liðið er vel mannað og hefur eflst eftir þvi sem á keppnistímabilið hefur liðið. Það voru þeir Sigfús Fannar Gunarsson og Ingimar Arnar Kristjánsson sem skoruðu mörk Þórsara, en Viktor Andri Hafþórsson skoraði mark Þróttara undir blálok leiksins.
Glæsilegur árangur Þórsara og ástæða til þess að óska félaginu innilega til hamingju, liðið lék seinast í deild þeirra bestu árið 2014 en biðin er núna loks á enda og ekki þarf að efast um að það verður mikil gleði í Þorpinu í kvöld og líklega eitthvað fram eftir næstu viku.