Norðurorka fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli fyrirtækisins og af því tilefni verður margt um að vera á morgun laugardaginn, 13. september.
Hreinsistöð fráveitu í Sandgerðisbót er eitt af stærstu verkefnum Norðurorku á síðustu árum en hún var tekin í notkun haustið 2020. Gunnur Ýr Stefánsdóttir sviðsstjóri hjá Norðurorku segir að vegna samkomutakmarkana sem þá voru í gildi vegna heimsfaraldurs hafi vígslu stöðvarinnar verið frestað. Loks er komið að því að víga hreinsistöðina formlega, á laugardag klukkan 13 og býðst gestum og gangandi að skoða stöðina og kynna sér hvað þar fer fram. Afmælishátíð hefst síðan á Rangárvöllum, höfuðstöðvum fyrirtækisins, klukkan 14 þar sem öll fjölskyldan ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Forsaga hreinsistöðvar
Gunnur segir Norðurorku hafa tekið við rekstri fráveitukerfis Akureyrar í upphafi ársins 2014 en þá lágu fyrir hugmyndir um byggingu hreinsistöðvar. „Eftir ákveðna rýni var þó ákveðið að fara aðra leið,“ segir hún. Bygging hreinsistöðvarinnar var matsskyld, skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, en viðmiðunarmörkin eru mæld í persónueiningum. Vegna mikils iðnaðar m.a. á starfssvæðinu voru persónueiningar á Akureyri yfir viðmiðunarmörkumum matskyldu og því þurfti framkvæmdin að fara í umhverfismat. Skipulagsstofnun skilaði áliti í febrúar 2017 þar sem áhrifin sem framkvæmdin var talin hafa væru almennt jákvæð. Það sama ár var framkvæmdin boðin út en ekkert tilboð barst. Verkið var þá aftur boðið út ári síðar og í maí 2018 var undirritaður verksamningur við byggingarverktakann SS Byggi.
Húsbyggingin
Húsið er steinsteypt og úr viðhaldsfríu byggingarefni sem þolir sjávarseltu og veðrast vel. Þakgluggar hússins, sem snúa á móti suðri, eru sambærilegir og þeir sem voru á gömlu Sambands verksmiðjunum á Gleráreyrum og er það tilvísun í að stór hluti af gömlu verksmiðjuhúsunum var urðaður í Sandgerðisbót til að mynda uppfyllingu fyrir hreinsistöðina. Veggir ofanjarðar eru 220 mm að þykkt, utan á þeim er 125 mm einangrun og yst er 100mm þykk sjónsteypukápa, sýlanborin með flekamótaáferð. Inntaksþró þar sem fráveituvatnið kemur inn í stöðina er neðanjarðar en við smíði hússins þurfti að sprengja tæplega sex metra ofan í klöpp til að komast á nægilegt dýpi til að ná sjálfrennsli. Stöðin er ein af stærri hreinsistöðvum landsins og nokkuð ólík öðrum í útfærslu. Sem dæmi um það má nefna að hún er tvískipt þannig að hægt er að loka helming stöðvarinnar fyrir skólprennsli og vinna að viðhaldi án þess að stöðva rekstur. Gísli-arkitekt á Akureyri sá um arkitektúr hreinsistöðvarinnar en verkfræðihönnun, þ.e. hönnun á húsbyggingu, vélbúnaði og útrás var í höndum EFLU.
Útrásarlögnin – bútur til sýnis við hreinsistöðina
Samhliða byggingu stöðvarinnar var lögð ný útrásarlögn en grunnur til hönnunar og legu útrásarlagnar var unninn út frá straumfræðilíkani. Þannig var lögnin hönnuð með þeim hætti að endi hennar, og þar með hreinsaða skólpið sem leitt er um hana, er nú um 400 metra frá landi og á 40 metra dýpi og berst út í þá sjávarstrauma sem renna út fjörðinn en ekki inn með ströndinni. Áhrifasvæðið er því mun minna og fjær ströndu en áður þannig að dregið hefur verulega úr gerlamengun við strandlengjuna á Akureyri líkt og reglubundnar gerlamælingar sýna. Útrásarlögnin liggur á sjávarbotni í rúmlega hundrað steinsteyptum sökkum sem settar voru á lögnina áður en henni var var sökkt í þeim tilgangi að halda henni á sjávarbotni. Samanlagt vega lögninog sökkurnar um 220 tonn. „Lögnin sem er 90 cm í þvermál og um 400 metrar að lengd var dregin með bát frá Noregi og landað á Gáseyri. Þar voru sökkurnar settar á hana og hún síðan dregin meðbát til Akureyrar þar sem henni var sökkt“ segir Gunnur og bætir viðað fyrir utan hreinsistöðina sé hægt að skoða slíka sökku umlykja bút úr útrásarlögninni.
Rúmlega 150 tonn af rusli sem annars hefðu lent út í sjó
Gunnur segir að ætla megi að hundruð tonna af rusli og óæskilegum úrgangi berist í fráveitur landsins ár hvert. Úrgangur eins og t.d. blautklútar eiga ekki heima í fráveitukerfinu vegna þess að þeir, ásamt öðrum hlutum sem því miður eiga til að lenda í klósettinu, geta stíflað lagnir, skemmt dælubúnað og þyngt rekstur fráveitukerfa. Með tilkomu hreinsistöðvarinnar á Akureyri fer óhreinsaðfráveituvatn ekki lengur út íEyjafjörðinn eins og verið hafðifram að því. Þar fer fram fyrsta þreps hreinsun þar sem allir fastir hlutir í fráveituvatninu eru síaðirfrá með þriggja millimetra þrepasíun. „Frá því að stöðin vartekin í notkun hefur Norðurorkasíað rúmlega 150 tonn af rusli úr fráveituvatninu, sem annars hefðu lent út í sjó. Sú staðreynd, auk niðurstaða úr fjölmörgum reglubundnum sýnatökum við strandlengjuna og út á sjó segja sína sögu um hve mikil umhverfisbót hreinsistöðin er fyrir samfélagið allt við Eyjafjörð“ segir Gunnur.
Afmælishátíð á laugardag milli kl 14-16
Í beinu framhaldi af opna húsinu í hreinsistöðinni Sandgerðisbót verður haldin afmælishátíð við
höfuðstöðvar fyrirtækisins á Rangárvöllum í tilefni af 25 ára afmæli Norðurorku og hefst hún kl. 14.00. „Það er alveg upplagt að mæta áRangárvelli milli klukkan 14 og 16 á laugardaginn þar sem við ætlum að gera okkur glaðan dag og fagna 25 ára afmælinu. Þá verður mikið um að vera og allir í fjölskyldunni ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi“ segir Gunnur og bætir við að boðið verði uppá fróðleg stutt erindi um ýmislegt sem tengist starfsemi Norðurorku auk þess sem hoppukastali verði á staðnum, grillaðar pylsur, kaffi, myndasýning svo eitthvað sé nefnt.