Styrkur frá starfsmönnum ÍME

Starfsmannafélag Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar stóð fyrir fjársöfnun í bleikum október til handa Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.

Lesa meira

Stóri fýlupósturinn eða allt er gott sem endar vel :-)

Í Kjarnaskógi hafa starfsmenn Skógræktarinnar tekið gleði sína á ný og við þá líka en ekki hvað, enda fátt betra en það sem endar vel.  Þetta hér fyrir neðan má lesa á Fb vegg þeirra í morgun.

Lesa meira

Safnar gripum sem framleiddir voru á Plastiðjunni og Iðjulundi

Sigurrós Tryggvadóttir, iðjuþjálfi á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi  (PBI) er í viðtali á heimasíðu Akureryarbæjar þar sem  hún segir frá söfnun sem hún stendur fyrir á gömlum framleiðsluvörum frá PBI.

Lesa meira

Æi stundum er fólk alltof upptekið af þvi að sýna að það sé fxxl

Tilgangslaus skemmdarverk sem gera ekkert annað en svekkja saklausa fara í taugarnar á öllu venjulegu fólki.  Það er þvi engin furða að starfsfólk Skógræktarfélagsins hafi verið pirrað í dag eins og lesa má hér fyrr neðan.

Lesa meira

Hagnaður bankanna gríðarlegur en samfélagsleg ábyrgð engin

Trúnaðarráð Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) og Sjómannafélag Eyjafjarðar ítreka nauðsyn þess að sveitarfélögin sýni ábyrgð og styðji við kjarasamninga með því að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám.

Lesa meira

Hver verður þingmaður þinn?

Þegar kosningabaráttan nær hámarki og fjöldi kjósenda er enn óákveðinn, er eðlilegt að spyrja sig: „Hvernig tek ég rétta ákvörðun á kjördag?“ Margir kjósendur eru orðnir þreyttir á óljósum kosningaloforðum sem gætu aldrei orðið að veruleika. Þrátt fyrir það þurfa stjórnmálaflokkar að kynna stefnu sína og sýna hvernig þeir vilja leiða þjóðina til betri vegar. En er það nóg? Er rétt að treysta eingöngu á kosningapróf eða stór loforð? Kannski er kominn tími til að horfa meira til fólksins sem við setjum í lykilstöður.

Lesa meira

Grímseyingar fá 300 tonna viðbótar aflaheimildir án vinnsluskyldu

Byggðastofnun hefur auglýst viðbótaraflaheimildir án vinnsluskyldu fyrir Grímsey, allt að 300 þorskígildistonn fyrir fiskveiðiárin 2024/2025, 2025/2026 og 2026/2027.

Lesa meira

Guðrún Dóra Clarke nýr framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Guðrún Dóra Clarke hefur verið ráðin í auglýst starf framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Stefnt er að því að Guðrún Dóra hefji störf fljótlega og starfi samhliða Erni Ragnarssyni þar til hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri lækninga 1. febrúar n.k.

Lesa meira

Ferðafrelsið er dýrmætt

Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Opnun, fimmtudagskvöldið 28. nóvember

Fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20-22 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri: Sólveig Baldursdóttir – Augnablik-til baka og Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Boðið verður upp á sýningarstjóraspjall með Markúsi Þór Andréssyni, sýningarstjóra Átthagamálverksins, kl. 20.40 og listamannaspjall með Sólveigu kl. 21.

Lesa meira

Íslandsþari með ný áform um þaravinnslu á Húsavík

Íslandsþari óskar eftir að fá úthlutað lóðinni að Búðarfjöru 1 á Húsavík til uppbyggingar húsnæðis til úrvinnslu stórþara.

Lesa meira

Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar!

Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit.

Lesa meira

Nærsamfélagið tekur höndum saman

Jólatónleikar til styrktar Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og fjölskyldu

Lesa meira

Jólamatur fátæka mannsins

Einn af mínum allra uppáhalds fuglum er rjúpan.  Rjúpan nam hér land við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum og kom upprunalega frá Grænlandi.

Hún á sér lengri forsögu hér en við. Mér finnst hún ekki bara falleg, hún er brögðótt, á 3 alklæðnaði og  þegar hún ver unga sína, þá sýnir hún vanmetna vitsmuni.

Lesa meira

Hver grípur þig?

„Við vildum að fólk gerði sér grein fyrir hvaða þjónusta er í boði og hvert er hægt að sækja hana þegar aðstoðar er þörf, fólki að kostnaðarlausu. Einnig langar okkur með málþinginu að styrkja samstarfið á milli félaganna, að fulltrúar þeirra séu upplýst um aðra kosti sem eru í boði fyrir fólk og geti bent málum í réttan farveg eða til viðeigandi félagasamtaka,“ segir Erla Lind Friðriksdóttir um málþing sem hún stendur fyrir ásamt frænku sinni Birnu Guðrúnu Árnadóttur.

Lesa meira

Sérútbúinn lögreglubíll til landamæraeftirlits

Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur fengið til eignar sérútbúinn lögreglubíl til afnota við landamæraeftirlit. Segja má að þar sé á ferðinni fullbúin landamærastöð á hjólum. Landamæra- og áritunarsjóður Evrópusambandsins greiddi 75% kostnaðar og Dómsmálaráðuneytið 25% og skiptu einnig með sér kostnaði við einn starfsmann í þrjá mánuði síðastliðið sumar.

Lesa meira

Klúbbar styrkja Frú Ragnheiði

Klúbbarnir Ladies Circle 7 og Round Table 15 afhentu Frú Ragnheiði rausnarlegar styrk í vikunni, ómetnalegur styrkur . „Við erum svo innilega þakklát og mun þetta nýtast skjólstæðingum okkar vel segir í tilkynningu, en styrkurinn er að upphæð um 630 þúsund krónur.

Lesa meira

Gjaldfrjáls leikskóli dregur úr álagi og bætir líðan barna

Gjaldfrjáls leikskóli hefur reynst áhrifarík leið til að draga úr álagi í leikskólum, á skólastjórnendur og starfsfólk og hefur jákvæð áhrif á börnin.

Lesa meira

Grenivík-Vel gert hjá Óla Gunnari

Heimilismenn á Grenilundi hafa að undanförnu tekið þátt í hjólakeppninni Pedal On Road Worlds For Seniors. Keppnin stóð yfir frá 7. október til 1. nóvember.

Lesa meira

Jólaljós og lopasokkar í Hofi

Jólatónleikarnir Jólaljós og lopasokkar verður haldnir í Menningarhúsinu Hofi 1. desember næstkomandi og hefjast kl. 17. Þetta er fjölskylduvænir tónleikar, norðlensk framleiðsla og miðaverði stillt í hóf. Alls koma fram fjórir söngvarar, kór, hljómsveit og dansarar.

Lesa meira

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera fyrirferðarmikil í umræðu um stöðu sveitanna. Enda var málefnið eitt helsta umræðuefni á haustfundum Bændasamtaka Íslands. Uppkaup og jarðasöfnun fjárfesta og samkeppnisstöðu landbúnaðar. Um stöðu ungra bænda og eldri bænda sem væru að afhenda bú sín til yngri kynslóða.

Lesa meira

Orkumál

Alþingiskosningar ber brátt að garði. Þar skipar undirrituð 2. sætið á lista VG í norðausturkjördæmi. Ég bý á Björgum í Kinn í Þingeyjarsýslu þar sem systir mín og ég tókum við búi 2017 af foreldrum okkar. Þar er mjólkurframleiðsla, umfangsmikil jarðrækt, kornrækt og örfáar kindur.
Meðal starfa minna í félagsmálum má nefna formennsku í Samtökum ungra bænda og þá hef ég setið í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar frá árinu 2018 og er nú formaður byggðarráðs

Lesa meira

Þakklæti er varla nægilega sterkt lýsingarorð

„Ég þurfti að gera hlé á máli mínu því tárin bara runnu niður kinnarnar,“ segir Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Dekurdagar afhentu félaginu alls 6, 7 milljónir króna og hefur upphæðin aldrei verið hærri en nú. Frá árinu 2012 hafa Dekurdagar safnað 37.850.000 kr. fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar

Lesa meira

Fjórtándi jólasveinninn hjá Freyvangsleikhúsinu

Fjórtándi jólasveinninn er frumsamið jólaverk eftir Ásgeir Ólafsson Lie sem segir sögu af hinum hefðbundnu jólasveinunum 13 sem og Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Nema í þessu leikverki eru jólasveinarnir ekki bara þrettán heldur er þarna sá fjórtándi sem enginn átti von á. Leikritið verður frumsýnt hjá Freyvangsleikhúsinu á laugardag, 23. nóvember og verður sýnt á aðventunni.

Lesa meira

Dásamlegt og gefandi að starfa í kvenfélagi

„Það er dásamlegt að starfa í kvenfélagi. Þetta er yndislegur félagsskapur,  gefandi á allan hátt. Við skemmtum okkur vel, látum gott af okkur leiða en vinnum okkar verk yfirleitt í hljóði og erum ekki að auglýsa það sérstaklega þó við gerum góðverk,“ segir Auður Thorberg formaður Kvenfélagsins Hjálparinnar í Eyjafjarðarsveit.

Lesa meira

Mikil ásókn í íbúðir á vegum Bjargs á Húsavík

Óhætt er að segja að mikill áhugi sé á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag er að byggja á Húsavík í samstarfi við Norðurþing, en þetta kemur fram á heimasíðu Framsýnar í dag.  

Lesa meira

Litlu jólin á sjó!

Áralöng hefð er fyrir því að áhafnir fiskiskipa Samherja haldi litlu jól í aðdraganda jólanna.   Kokkarnir töfra þá fram hverja kræsinguna af annarri. Litlu jól áhafna Kaldbaks og Snæfells voru haldin hátíðleg á dögunum.

Lesa meira