Nýr slökkviliðsbíll til Grímseyjar

Ný slökkvibíll verður tekin í notkun á flugvellinum í Grímsey innan tíðar. Hann mun styrkja neyðarbú…
Ný slökkvibíll verður tekin í notkun á flugvellinum í Grímsey innan tíðar. Hann mun styrkja neyðarbúnað á vellinum.

Fjórum nýjum, sér útbúnum slökkvibílum hefur verið ekið á fjóra innanlandsflugvelli víða um land þar sem þeir verða afhentir til notkunar. Bílarnir verða notaðir til viðbragðs á flugvöllunum á Bíldudal, Gjögri, í Grímsey og á Hornafirði. Bílarnir eru af gerðinni Ford F550 og voru gerðar á þeim breytingar í Póllandi

Endurnýjun bílanna brýnasta verkefnið

„Það er mikið fagnaðarefni að taka á móti þessum slökkvibílum sem eiga eftir að styrkja til muna neyðarviðbúnað á flugvöllunum sem um ræðir og í nágrenni þeirra,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. „Innanlandsflugvellir fengu sérstakt framlag frá Innviðaráðuneytinu á árunum 2024-2025 til að hefja endurnýjun á mikilvægasta öryggisbúnaði flugvallanna og var ákveðið að endurnýjun á þessum bílum væri brýnasta verkefnið. En það er stórt verkefni sem bíður okkar með fulltingi eigandans að endurnýja þjónustutæki flugvallanna bæði út af aldri en ekki síður út af umhverfissjónarmiðum.“

Margir kostir

Bílarnir eru með 2400 lítra vatnstanki, duftkút og 290 lítra léttavatnstanki sem dugar til blöndunar í fjórar áfyllingar af vatni. Það þýðir að ekki þarf að geyma auka lager af léttavatni á hverjum stað fyrir sig eins og á eldri bifreiðunum, heldur er allt auka léttavatn tilbúið á bílunum. Enn einn kostur við nýju bílana er að þeir eru búnir svokölluðum „Pump and Roll“ búnaði, sem gerir það að verkum að einn aðili getur unnið á bílnum, það er að segja keyrt, stýrt og sprautað úr tankinum. 

Umhverfis- og notendavænni

  Sigrún Björk bætir við að nýju bílarnir séu umhverfisvænni með nútíma mengunarvörnum. Þeir séu notendavænni og aðgengi að búnaði betra. „Ég bind miklar vonir við að þetta verði einfalt og notendavænt, þannig var lagt upp með hönnunina og gæti verið góð uppskrift til framtíðar,“ segir hún. „Bílarnir munu einnig auka öryggi og bæta viðbragð hjá staðarslökkviliðum því að mjög góð samvinna er á milli Innanlandsflugvalla og slökkviliðanna í héraði.

Nýjast