Góður árangur LMA í Leiktu betur 2025

Frá vinstri: Elvar, Birkir, Ágústa og Brynja. Mynd: Fésbókarsíða Unglistar.
Frá vinstri: Elvar, Birkir, Ágústa og Brynja. Mynd: Fésbókarsíða Unglistar.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri tók þátt í Leiktu betur í liðinni viku. Um nokkurs konar leikhússport er að ræða þar sem nemendur í leikfélögum framhaldsskólanna etja kappi við hvern annan í svokölluðum spuna (e. improvisation) og öðrum leikrænum tilburðum fyrir framan áhorfendur. Leiktu betur er hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks sem fór fram dagana 1. – 9. nóvember.

Ágústa Kort Gísladóttir, Birkir Leví Kristinsson, Brynja Hlín Björgvinsdóttir og Elvar Björn Ólafsson kepptu fyrir hönd LMA. Þau stóðu sig með mikilli prýði og enduðu í þriðja sæti. Á meðfylgjandi mynd má sjá (frá vinstri) Elvar, Birki, Ágústu og Brynju á sviðinu í Tjarnarbíói.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Myndin er fengin af fésbókarsíðu Unglistar en þar má nálgast fleiri myndir af okkar fólki, sigurvegurunum í FG og öðrum þátttakendum, segir í frétt á heimasíðu MA 

Nýjast