
Fullt út úr dyrum fyrstu helgina
Nýr veitingastaður opnaður á Húsavík
Adrià Medina Altarriba er ungur og efnilegur lögfræðingur frá litla sveitaþorpinu Gurb í Pýreneafjöllum Katalóníu, nálægt borginni Vic. Hann hefur lokið BA-gráðu í lögfræði með aukagrein í þjóða- og evrópurétti, BA-gráðu í alþjóðasamskiptum og meistaragráðu í lögfræði frá Sjálfstæða háskólanum í Barcelona. Nú er hann á síðasta ári í meistaranámi í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri.
„Ég ákvað 14 ára að verða sálfræðingur,“ segir Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir sem tók við stöðu yfirsálfræðings hjá Heilsu-og sálfræðiþjónustunni á Akureyri um áramót. Man ekki alveg nákvæmlega af hverju hún var svona staðráðin í því en er ánægð með þessa þrjósku í dag og hafa haldið ákvörðuninni til streitu.Hún er Akureyringur að upplagi, flutti heim á ný þegar henni bauðst að taka við stöðunni. Flutningur norður hafði verið á döfinni um skeið en ekki af honum orðið. Það sem ef til vill gerði útslagið var að yngsti sonur hennar, Víðir Jökull skrifaði undir samning við knattspyrnudeild Þórs þar sem hann er nú markmaður
Fjólubláum bekk sem ætlað er að vekja athygli á Alzheimer-sjúkdómnum og stuðla að umræðu um heilabilun hefur verið komið fyrir við göngustíginn meðfram Drottningarbrautinni, nokkru norðan við aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva.
Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli á dögunum.
Njáll Trausti Friðbertsson (D) hefur óskað þess í erindi til Guðmundar Inga Kristinssonar (V) formanns velferðarnefndar alþingis að nefndin komi saman til fundar hið fyrsta til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem blasir við í tengslum við lokun á lendingar á flugbraut 13/31 á Reykjavíkurflugvelli. Lendingarbannið tekur að öllu óbreyttu gildi á miðnætti í kvöld.
Framsýn stéttarfélag hefur tekið til umfjöllunar hugmyndir Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri um sameiningu stéttarfélaga á Norðurlandi í eitt 18 þúsund manna stéttarfélag. Hugmyndirnar eru settar fram í bréfi til aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands í nóvember í fyrra. Framsýn hefur fjallað ítarlega um erindið á fundum í félaginu.
Í tilefni af vitundarvakningu Krafts verður boðið uppá pop-up prjónaviðburð í Amtbókasafninu á morgun laugardag milli kl 11 og 13.
Fyrir áramót kom út bókin Generative Artificial Intelligence in Higher Education á vegum Libri Publishing Ltd. Bókin fjallar um skapandi gervigreind í háskólasamfélaginu. Bókinni er ætlað að styðja starfsfólk háskóla við innleiðingu gervigreindar á ýmsum sviðum. Töluverðar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu um notkun gervigreindar, ýmsar siðferðilegar áskoranir og heiðarleika í vinnu, námi, rannsóknum og kennslu. Með tilkomu nýrrar tækni er mikilvægt að skoða hvaða hlutverk og hvaða möguleika notkun gervigreindar getur fært okkur.
Veðrið sem hér hefur geisað s.l sólarhring er loks að slota og má fullyrða að flestir fagni því. Starfsfólk Norðurorku hefur haft í mörg horn að líta og ekki gefið neitt eftir.
Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi en að henni standa Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair, sendi frá sér mjög harða yfirlýsingu ný síðdegis vegna þeirrar stöðu sem við blasir á Reykjavíkurflugvelli með lokun ,,tveggja flugbrauta, 13 – 31, í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Þann 6. febrúar síðastliðinn var svo tilkynnt að innan 48 klukkustunda verði flugbrautunum lokað fyrir allri flugfumferð, burtséð frá birtuskilyrðum. Sú lokun mun því taka gildi laugardaginn 8.febrúar."
Nú er aftakaveður aftur skollið á og staðan orðin þung víða. Áskoranir dagsins eru af ýmsu tagi og snúa að öllum veitum fyrirtækisins. Neyðarstjórn var virkjuð og mönnuð í gærkvöldi og er það enn í dag og starfsfólk Norðurorku hefur síðan í gær unnið hörðum höndum að því að tryggja órofinn rekstur.
Ljóst er að veðrið mun setja svip sinn á dreifingu Vikublaðsins í dag. Blaðið er prentað í Reykjavík og þvi svo flogið hingað norður yfir heiðar. Eins og fólki er kunnugt liggur allt innanlandsflug niðri í rauðri viðvörun sem er í gildi langt fram eftir þessum degi.
Hymnodia flytur úrval verka eftir tónskáldið, organistann og kórstjórann, Þorvald Örn Davíðsson á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju, laugardaginn 8. febrúar kl. 12
Jæja þá eru ég og starfsfélagar mínir komin í verkfall! Í fyrsta sinn er ég í verkfalli sem leikskólakennari. Ég fór í verkfall sem grunnskólakennari og hef bæði verið nemandi í framhaldsskóla þegar framhaldsskólakennarar fóru í verkföll og foreldri grunnskólabarns í verkfalli. Og svo hef ég upplifað mörg önnur verkföll. Verkföll eru ekki skemmtileg, þau eru ekki frí! Verkföll eru öllum erfið og það eru alltaf þolendur í verkföllum. Enginn fer í verkfall ,, af því bara.”
Leik- og grunnskólar á Akureyri verða opnir í dag en kennsla fellur niður í Hlíðarskóla norðan bæjarins.
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri er haldin í febrúar ár hvert með bíósýningum á nokkrum vel völdum stöðum.
Jæja það hefur vonandi ekki farið framhjá fólki að rauð viðvörun í veðrinu tekur gildi um kl 17 í dag. Þegar þetta er skrifað rétt rúmlega kl. 16 er þvi ekki að neita að loksins heyrist i vindinum blása svo við skulum reikna með öllu, taka spána alvarlega.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni verða að meðaltali um sex þúsund manns á Íslandi fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári. Þetta eru staðreyndir sem kalla á aðgerðir. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á fjölskyldur, vini og samfélagið í heild.
Akureyri er blómlegur bær með fjölbreytt atvinnulíf. Til að tryggja áframhaldandi vöxt og framfarir er nauðsynlegt að sveitarfélagið og atvinnulífið eigi virkt samtal. Það hefur verið okkur bæjarfulltrúum Framsóknar á Akureyri keppikefli að finna þessu samtali fastmótaðan farveg. Nýboðað fyrirtækjaþing, sem verður haldið í Hofi 13. febrúar næstkomandi, er góð byrjun á þeirri vegferð. Skráningu lýkur núna 6. febrúar og ég vil hvetja alla stjórnendur fyrirtækja, af öllum stærðargráðum, til að taka þátt og skrá sig.
Þingeyjarsveit stendur nú fyrir könnun um húsnæðismál í sveitarfélaginu. Könnunin er hluti af markvissu starfi sveitarfélagsins við að greina stöðuna á húsnæðismarkaði og vinna að raunhæfum lausnum sem mæta þörfum íbúa.
Samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson var alsæll á dögunum þegar hann tók fyrstu skóflustunguna vegna landfyllinga nýrrar Fossvogsbrúar. Fyrirhugað er að brúin rísi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, einni af lífæð samfélagsins.
Á heimasíðu SAk er í dag greint frá þvi að Dag og göngudeild sjúkrahúsins sé að safna fyrir kaupum á segulörvunartæki. Tækið hefur sýnt sig sem mjög gagnalegt meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem berjast við alvarlegt þunglyndi einkum þá sem ekki hafa svarað hefðbundinni lyfja- og samtalsmeðferð að fullu. Tækið kostar samkvæmt fyrirliggjandi tilboði rétt rúmlega 9 m.kr.
,,Þekkið þið ekki parið sem er búið að vera saman lengi lengi og ætlar alltaf að gifta sig en svo bara er aldrei rétti tíminn? Eða er það kannski bara staðan hjá þér?"
Toppurinn er að spila fyrir Íslands hönd. Þetta segir Aníta Ósk Sævarsdóttir, nemandi í VMA, sem spilaði með U-18 landsliði Íslands í íshokkí í Tyrklandi 16.-23. janúar sl. Aníta er annar tveggja markmanna liðsins.