Komin er út barnabókin VeiðiVinir
„Skólinn er búinn og sumarfríið að byrja og vinirnir Páll og Bjarni ganga saman heim síðasta skóladaginn. Þeir hafa verið duglegir að bera út blöð í vetur og eru fyrir löngu búnir að ákveða hvað verður keypt, já fyrir löngu. Strákarnir ætla í veiðibúðina á morgun, jafnvel í dag, þar sem þeir ætla að kaupa fyrst flugustöng og svo kaststöng. Vinirnir ætla að veiða eins mikið og þeir geta í allt sumar…“