Góð aðsókn var á viðburðinn alþjóðlegt eldhús sem haldinn var á Amtsbókasafninu á Akureyri á dögunum, en nær fjögur hundruð manns mættu og gæddu sér á mat frá um tíu löndum.
Vel var haldið utan um viðburðinn, skipulagning til fyrirmyndar og gestir afar glaðir, saddir og sáttir. Sómalía, Panama, Japan, Þýskaland, Bæjaraland, Úkraína, Lettland o.fl. buðu upp á fjölbreytilegan mat, hvort sem um var að ræða sætt eða ósætt, forrétt, aðalrétt eða eftirrétt.