Fimmtudaginn 18. september fer fram Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk. Á dagskránni eru fjölbreytt og áhugaverð erindi þar sem starfsmenn SAk og samstarfsaðilar kynna rannsóknir og þróunarverkefni. Viðburðurinn fer fram í fundarherberginu Kjarna á SAk og verður einnig í beinu streymi á Teams.
Laufey Hrólfsdóttir, deildarstjóri mennta- og vísindadeildar SAk, segir dagskrána í ár vera einstaklega fjölbreytta. „Erindin endurspegla vel þá breidd sem einkennir vísindastarfið á sjúkrahúsinu. Við erum stolt af því að hér á Norðurlandi fari fram öflugt og fjölbreytt vísindastarf,“
Heilbrigðisvísindastofnunin – brú milli háskólasamfélags og heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisvísindastofnunin er vísindaleg rannsóknastofnun sem var stofnuð með rammasamningi um samstarf milli Sjúkrahússins á Akureyri og Háskólans á Akureyri. Markmið stofnunarinnar er að efla kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum með því að styrkja samstarf og gera vísindastarf stofnananna sýnilegra. Stofnanirnar vinna einnig saman að uppbyggingu sérfræðimenntunar innan heilbrigðisvísinda.
„Vísindastarfið eflir gæði og öryggi þjónustunnar “
Sem dæmi um sérstaklega áhugaverð erindi nefnir Laufey kynningu á niðurstöðum úr alþjóðlegu verkefni um hjartastopp í Evrópu, European Registry of Cardiac Arrest. Einnig verður fjallað um spennandi samstarfsverkefni þar sem nýtt EEG-US tæki til heilaafritunar og ómskoðunar verður prófað. Auk þess verða kynnt lokaverkefni meistaranemenda og sérnámslækna á SAk sem fjalla meðal annars um bráðalækningar og umbætur í heilbrigðisþjónustu. Dagskráin sýnir vel hvernig vísindastarf styrkir gæði og öryggi þjónustunnar.
Viðburðurinn er öllum opinn – bæði þeim sem vilja mæta á staðinn í Kjarna og þeim sem kjósa að fylgjast með í gegnum Teams – verið hjartanlega velkomin. Hér má finna dagskrána Vísindadagur og tengil á Teams: Join conversation
sak.is sagði fyrst frá