Götuhornið - Eru sjálfboðaliðar að deyja út?

Á götuhorningu var rætt um sjálfboðaliða
Á götuhorningu var rætt um sjálfboðaliða

Á götuhorninu var verið að ræða um sjálfboðaliða, til máls tók kona sem eiginlega las okkur hinum pistilinn! 

September er mánuður kynningarfunda, funda þar sem er verið að kynna veturinn sem er framundan í öllum bekkjum í grunnskólum, í öllum flokkum í fótbolta, handbolta, körfubolta, íshokkí og blaki sem og í öllum einstaklingsíþróttum líka. Veturinn byrjar oftast á fundi þar sem farið er yfir starf vetrarins og allir eiga þessir fundir það sameiginlegt að þeir enda á spurningunni sem veldur kvíða hjá öllum fundargestum, spurningunni sem lætur þig síga niður í sætið og passa að sá sem heldur fundinn nái ekki augnsambandi við þig. Flestir gera það af því að þeir vilja alls ekki svara þessari spurningu,  eða telja sig alls ekki hafa nokkurn einasta tíma til að sinna því göfuga starfi  með orðunum ,,ég er til”,

Það eru svo þessir sem vonast til að komast hjá því að tapa í þessari endalausu störukeppni því þeir geta ekki annað en svarað ,,ég er til” þrátt fyrir að hafa svarað því svo oft áður og virkilega  finnist kominn tími til að einhver annar taki við keflinu.   Svo eru það þessir sem eru búnir að sósast mjög lengi í haustkynningarbransanum,  eiga eflaust tvö eða fleiri börn sem eru dugleg í íþróttum og hafa því setið undir þessari spurningu all oft og vita orðið að enginn annar mun svara og brjóta því ísinn strax “ ég er til” í von um að koma boltanum á stað og fleiri ákveði að svara líka, það eru þó oftast draumórar þar sem það gerist örsjaldan…

Hver er þessi spurning sem hefur svona gífurleg áhrif á fólk, kunnið þið að spyrja ykkur, einhverjir líklegast þessir sem skít tapa alltaf í þessari störukeppni líkt og ég eru búnir að kveikja á því hver spurningin er… En það er spurningin.

,,Okkur vantar svo fólk í foreldraráð hverjir eru til?”

Allir uppteknir?!

Ég er búin að sitja ófáa svona fundi síðustu daga og það sem hefur stuðað mig mest á þessum fundum er að í flestum tilfellum þá næst ekki að manna foreldraráð á fundinum því aðeins einn mögulega tveir, buðu sig fram og nánast undantekningarlaust þá voru það einhverjir sem voru síðasta vetur og ákveða að halda áfram og flestir þessir aðilar eru komnir í eitt, tvö eða þrjú önnur foreldraráð nú þegar því jú þeir eiga það allir sameiginlegt að sökka feitt í þessari endalausu störukeppni í lok funda… Líkt og ég sjálf, shit hvað ég sökka í þessum leik, þar sem ég get ekki hugsað mér að enginn taki að sér að vera í þessum ráðum. Af hverju endar þetta alltaf í þessari blessuðu vandræðalegu störukeppni þar sem allir sitja og vonast til að einhver annar taki þetta að sér?

fólk í alvöru orðið svo ofboðslega upptekið að það getur ekki tekið smá tíma til að sinna þessu litla en ótrúlega mikilvæga hlutverki eða er fólk bara hætt að vera til í að sinna sjálfboðaliðastörfum sem eru með mikilvægari hlutverkum sem við foreldrar getum tekið að okkur í íþróttaiðkun barnanna okkar og eins skólagöngu.

Eða finnst öllum bara í lagi að sama fólkið sjái alltaf um að sinna þessum störfum. Nú hef ég setið til að mynda alltof marga svona fundi í gegnum árin og það eru alltaf sömu andlitin sem eru að taka þetta að sér á endanum.

Þarf ekki að vera flókið

Er það að vaxa fólki svona rosalega í augum að taka þessi hlutverk? Nú á dögunum sat ég haust kynningarfund í skólanum þar sem ekki fékkst nokkur til að taka þessi 3-5 pláss í foreldraráði bekkjarins, það að vera bekkjarfulltrúi er mögulega með einfaldari sjálfboðastörfum, eina sem þarf að gera er að vera með einn viðburð fyrir áramót og annan eftir áramót. þetta getur verið hvað sem er, hittast og spila, fara í Kjarnaskóg og leika saman bara eitthvað einfalt þar sem krakkarnir geta hist utan skóla og kynnst almennilega hvort öðru ekki bara námsmanninum og einnig þar sem foreldrar geta hist og kynnst, þessir hittingar eru jafn mikilvægir fyrir foreldrana og börnin, þar sem við viljum vita og þekkja í sjón foreldra bekkjarsystkina barnanna okkar. Þannig í raun er það flóknasta við að taka þetta að sér að finna tíma fyrir hitting þegar það er komið, er restin frekar einföld ja eða allaveganna ekki rosalegt álag né mjög tímafrekt…

Prófaðu þetta er gaman!

Skal alveg viðurkenna að foreldraráðin í íþróttunum eru aðeins meira krefjandi þar sem þar þarf oftast að sjá um fjáraflanir líka en ef það næst að manna það almennilega þá rúlla hlutirnir nokkuð smurt og eru oftar en ekki nein brjálæðisleg kvöð, þar sem merkilegt nokk þá er oftast búið að finna upp hjólið og einhver einn í ráðinu sem er orðinn frekar sjóaður í hlutunum (þessi sem sökkar í störukeppninni munið þið og býður sig alltaf fram “ég get alveg verið áfram”). Við viljum að allir geti átt þann kost að fara í keppnisferðir líka þeir sem koma frá heimilum sem eru ekki með sand af seðlum undir rúmi hjá sér, en án foreldraráðs sem sér um að halda utan um fjáraflanir eru við svolítið að útiloka þennan hóp sem er ekki með jafn mikið milli handanna til að borga allar keppnisferðirnar sem eru all nokkrar þar sem flest öll mót eru á höfuðborgarsvæðinu og “landsbyggðarskatturinn” orðinn frekar hár en við ætlum nú ekki að fara út í hann hér það er alveg efni í sér grein út af fyrir sig ef ekki hreinlega heila bók! Það að vera í foreldraráði gefur manni bara svo miklu meira en það tekur, það er til dæmis alveg ótrúlega gaman að kynnast öðrum foreldrum í Íþróttum barnanna og geta speglað við þá upplifanir af hinu og þessu í íþróttinni, hugsa að flestir fundir hjá foreldraráðum séu um einu sinni í mánuði max og um 10-20 mín fara í plan og svo 20-90 mín í spjall um allt og ekki neitt!! Hljómar ekki svo illa er það?

 

Virkar þetta bara!

En það verður alltaf sjaldgæfara og sjaldgæfara að einhverjir

bjóði sig fram á þessum kynningarfundum, það verður alltaf erfiðara og erfiðara með hverju árinu að manna foreldraráð. Að fá sjálfboðaliða til að taka að sér þessi hlutverk, að fá fólk til að taka að sér fararstjórn, hjálp við uppsetningu móts, taka sjoppuvaktir og fleira sem þarf að gera til að halda starfinu gangandi… Hvað er það sem veldur? Finnst okkur ekki lengur skipta máli að taka þátt í íþróttastarfi barnanna okkar og öðrum félagslegum athöfnum. Erum við búin að gleyma að börnin okkar eru bara ung einu sinni við fáum bara ca 18 ár með þeim þar sem við erum algjörir þátttakendur í öllu þeirra. Er ekki í lagi að gefa sér tíma til að hjálpa til við að halda utan um íþróttir þeirra og félagsstarf??? Það er svolítið galið að hugsa til þess að í hópi sem telur um 50 börn eru oftast sömu 5 - 10 foreldrarnir sem sjá um að dekka allar stöður sem teljast til sjálfboðastarfa!

Finnst fólki það almennt í lagi að það sé sama fólkið sem taki alltaf boltann ár eftir ár eftir ár við að halda uppi góðu starfi svo þeir geti notið góðs af því?

Mun sjálfboðaliðinn heyra sögunni til eftir nokkur ár?

Erum við,  þessi sem ,,sökkum í störukeppninni þau einu sem erum að átta okkur á því hvað þetta er gaman og gefandi?


Einn einn hópurinn eru það þessir sem eru búnir að sósast mjög lengi í haustkynningarbransanum eiga eflaust tvö eða fleiri börn sem eru dugleg í íþróttum og hafa því setið undir þessari spurningu all oft og vita orðið að enginn annar mun svara og brjóta því ísinn strax “ ég er til” í von um að koma boltanum á stað og fleiri ákveði að svara líka, það eru þó oftast draumórar þar sem það gerist örsjaldan…

Hver er þessi spurning sem hefur svona gífurleg áhrif á fólk, kunnið þið að spyrja ykkur, einhverjir líklegast þessir sem skít tapa alltaf í þessari störukeppni líkt og ég eru búnir að kveikja á því hver spurningin er… En það er spurningin

,,Okkur vantar svo fólk í foreldraráð hverjir eru til?”

Allir uppteknir?!

Ég er búin að sitja ófáa svona fundi síðustu daga og það sem hefur stuðað mig mest er að í flestum tilfellum þá næst ekki að manna foreldraráð á fundinum því aðeins einn mögulega tveir, buðu sig fram!  Nánast undantekningarlaust þá voru það einhverjir sem voru síðasta vetur og ákveða að halda áfram og flestir þessir aðilar eru komnir í eitt, tvö eða þrjú önnur foreldraráð nú þegar því jú þeir eiga það allir sameiginlegt að ,,sökka" feitt í þessari endalausu störukeppni í lok funda…

Líkt og ég sjálf, ,,shit" hvað ég ,,sökka" í þessum leik, þar sem ég get ekki hugsað mér að enginn taki að sér að vera í þessum ráðum. Af hverju endar þetta alltaf í þessari blessuðu vandræðalegu störukeppni þar sem allir sitja og vonast til að einhver annar taki þetta að sér?  Er fólk í alvöru orðið svo ofboðslega upptekið að það getur ekki tekið smá tíma til að sinna, þessu litla en ótrúlega mikilvæga hlutverki?   Er  fólk kannski bara hætt að vera til í að sinna sjálfboðaliðastörfum sem eru með mikilvægari hlutverkum sem við foreldrar getum tekið að okkur í íþróttaiðkun barnanna okkar og  skólagöngu???  Eða finnst öllum bara í lagi að sama fólkið sjái alltaf um að sinna þessum störfum. Nú hef ég setið til að mynda alltof marga svona fundi í gegnum árin og það eru alltaf sömu andlitin sem eru að taka þetta að sér á endanum.

Þarf ekki að vera flókið

Er það að vaxa fólki svona rosalega í augum að taka þessi hlutverk? Nú á dögunum sat ég haust kynningarfund í skólanum þar sem ekki fékkst nokkur til að taka þessi 3-5 pláss í foreldraráði bekkjarins, það að vera bekkjarfulltrúi er mögulega með einfaldari sjálfboðastörfum, eina sem þarf að gera er að vera með einn viðburð fyrir áramót og annan eftir áramót.  Þetta getur verið hvað sem er, hittast og spila, fara í Kjarnaskóg og leika saman bara eitthvað einfalt þar sem krakkarnir geta hist utan skóla og kynnst almennilega hvort öðru ekki bara námsmanninum og einnig þar sem foreldrar geta hist og kynnst.   Þessir hittingar eru jafn mikilvægir fyrir foreldrana og börnin, þar sem við viljum vita og þekkja í sjón foreldra bekkjarsystkina barnanna okkar.

Þannig í raun er það flóknasta við að taka þetta að sér að finna tíma fyrir hitting þegar það er komið, er restin frekar einföld ja eða allavega ekki rosalegt álag né mjög tímafrekt…

Prófaðu þetta er gaman!

Skal alveg viðurkenna að foreldraráðin í íþróttunum eru aðeins meira krefjandi þar sem þar þarf oftast að sjá um fjáraflanir líka en ef það næst að manna ráðið almennilega þá rúlla hlutirnir nokkuð smurt og eru oftar en ekki nein brjálæðisleg kvöð.   Merkilegt nokk þá er oftast búið að finna upp hjólið og einhver einn í ráðinu sem er orðinn frekar sjóaður í hlutunum (þessi sem ,,sökkar" í störukeppninni munið þið og býður sig alltaf fram ,,ég get alveg verið áfram”).

Við viljum að allir geti átt þann kost að fara í keppnisferðir,  líka þeir sem koma frá heimilum sem eru ekki með sand af seðlum undir rúmi hjá sér.   Án foreldraráðs sem sér um að halda utan um fjáraflanir eru við svolítið að útiloka þennan hóp sem er ekki með jafn mikið milli handanna til að borga allar keppnisferðirnar sem eru all nokkrar þar sem flest öll mót eru á höfuðborgarsvæðinu og ,,landsbyggðarskatturinn” orðinn frekar hár.   Við ætlum nú samt  ekki að fara út í hann hér,  það er alveg efni í sér grein út af fyrir sig ef ekki hreinlega heila bók!

Að vera í foreldraráði gefur manni bara svo miklu meira en það tekur, það er til dæmis alveg ótrúlega gaman að kynnast öðrum foreldrum í Íþróttum barnanna og geta speglað við þá upplifanir af hinu og þessu í íþróttinni.  Ég hugsa að flestir fundir hjá foreldraráðum séu um einu sinni í mánuði max,  og um 10-20 mín fara í plan og svo 20-90 mín í spjall um allt og ekki neitt!!

Hljómar ekki svo illa er það?

Virkar þetta bara!

En það verður alltaf sjaldgæfara og sjaldgæfara að einhverjir bjóði sig fram á þessum kynningarfundum, það verður alltaf erfiðara og erfiðara með hverju árinu að manna foreldraráð. Að fá sjálfboðaliða til að taka að sér þessi hlutverk, að fá fólk til að taka að sér fararstjórn, hjálp við uppsetningu móts, taka sjoppuvaktir og fleira sem þarf að gera til að halda starfinu gangandi… Hvað er það sem veldur?

Finnst okkur ekki lengur skipta máli að taka þátt í íþróttastarfi barnanna okkar og öðrum félagslegum athöfnum.? Erum við búin að gleyma að börnin okkar eru bara ung einu sinni, við fáum bara ca 18 ár með þeim þar sem við erum algjörir þátttakendur í öllu þeirra.  Er ekki í lagi að gefa sér tíma til að hjálpa til við að halda utan um íþróttir þeirra og félagsstarf??? Það er svolítið galið að hugsa til þess að í hópi sem telur um 50 börn eru oftast sömu 5 - 10 foreldrarnir sem sjá um að dekka allar stöður sem teljast til sjálfboðastarfa!

Finnst fólki það almennt í lagi að það sé sama fólkið sem taki alltaf boltan ár eftir ár eftir ár við að halda uppi góðu starfi svo sem allir geti notið góðs af?

Mun sjálfboðaliðinn heyra sögunni til eftir nokkur ár?

Erum við þessi sem ,,sökkum" í störukeppninni þau einu sem erum að átta okkur á því hvað þetta er gaman og gefandi?




Nýjast