Nýja DNG R1 Færavindan frá Slippnum DNG vakti mikla athygli á nýafstaðinni sjávarútvegssýnginu, Iceland Fishing Expo 2025 sem fram fór í Laugardalshöll um liðna helgi. Aðsókn á sýningarbás Slippsins DNG fór fram út björtustu vonum.
Á básnum kynnti fyrirtækið fjölbreytta þjónustu og vörur frá fjórum sviðum sínum: Skipaþjónustu, DNG Vinnslubúnað, DNG Færavindur og Fiskeldi & Iðnað. Gestir hafa sýnt mikinn áhuga á lausnum fyrirtækisins.
„Aðsóknin er framar björtustu vonum okkar. Nýja DNG R1 færavindan hefur fengið einstaklega jákvæðar viðtökur og við höfum þegar selt fjölda vinda hér á sýningunni,“ segir Daði Tryggvason, verkefnastjóri hjá DNG Færavindum á vef fyrirtækisins. „Í ár hefur verið algjör sprenging í sölu á R1 færavindum og það er ljóst að salan mun rúmlega tvöfaldast miðað við fyrri ár.“
Ljóst er að áhugi fagfólks er mikill á þeim lausnum sem Slippurinn DNG og aðrir sýnendur kynna á sýningunni segir ennfremur.