Litir lífs Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar í Mjólkurbúðinni

Aðalsteinn við vinnu sína hjá Listhúsinu Dyngjunni árið 2022. Myndina tók Brynhildur Kristinnsdóttir…
Aðalsteinn við vinnu sína hjá Listhúsinu Dyngjunni árið 2022. Myndina tók Brynhildur Kristinnsdóttir.

Dagana 6. til 17. nóvember má sjá, inn um glugga Mjólkurbúðarinnar í Listagilinu á Akureyri, myndlistarmanninn Aðalstein Þórsson mála sjö málverk.

Listamaðurinn byrjar með sex dúka hvern í einum lit regnbogans auk eins hálfkláraðs málverks. Á sýningartímanum verða dúkarnir málaðir auk hálfkláraða málverksins. Þatta verður verknaður án frekari undirbúnings segir í tilkynningu. Þarna stendur listamaðurinn fyrir verkinu í augnsjá þeirra sem leið eiga fram hjá sýningarsalnum. Er þetta list í sköpun eða er þetta mögulega örvæntingarfullur gjörningur afvegaleidds einstaklings,? segir ennfremur.

Auk þess að horfa á gjörninginn í gegnum hina frábæru glugga Mjólkurbúðarinnar dag sem nótt verður hægt að heimsækja sýninguna þegar listamaðurinn er að störfum. Að lokum býður Aðalsteinn gestum í sýningarslútt sunnudaginn 16. nóvember frá 15.00 - 17.00.

Aðalsteinn Þórsson er fæddur 1964 á Akureyri. Hefur víða komið við í sínu listræna starfi. 1989 hóf hann nám í Myndlistaskólanum á Akureyri. Hann lauk MFA námi frá Dutch Artinstitute, ArtEz árið 1998, þá Aki2 í borginni Enchede í Hollandi og hefur verið starfandi myndlistamaður síðan. Fyrst í Hollandi en hann hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2016.

Aðalsteinn hefur haldið fjölda einkasýninga, tekið þátt í samsýningum og viðburðum bæði hér heima og erlendis, auk þess að vera sýningarstjóri. Hann hefur einnig látið að sér kveða í félagsmálum menningarinnar. Megin verkefni Aðalsteins er þó Einkasafnið, umhverfisverk sem hann starfrækir í gróðurvin í landi Kristness u.þ.b. 10 km. sunnan Akureyrar. Þess utan teiknar hann og málar þegar tími vinst til, því lengi býr að fyrstu gerð.

Nýjast