Engin ákvörðun um lóð við Norðurtanga

Fram kemur í erindi frá Ásco að þörf sé fyrir athafnalóð til framtíðarnota fyrir starfsemi félagsins…
Fram kemur í erindi frá Ásco að þörf sé fyrir athafnalóð til framtíðarnota fyrir starfsemi félagsins, en rými á núverandi lóð við Hvannavelli sé á þrotum og leyfi ekki frekari vöxt

Skipulagsráð Akureyrar hefur hafnað erindi frá fyrirtækinu Ásco ehf sem sótti um iðnaðar- og athafnalóð undir starfsemi sína við Norðurtanga 7 á Akureyri.

Fram kemur í bókun ráðsins að unnið sé að gerð deiliskipulags á svæðinu og engin ákvörðun hafi verið tekin um úthlutun lóðarinnar.

Fram kemur í erindi frá Ásco að þörf sé fyrir athafnalóð til framtíðarnota fyrir starfsemi félagsins, en rými á núverandi lóð við Hvannavelli sé á þrotum og leyfi ekki frekari vöxt. Fyrirtækið þurfi því stærri lóð og húsnæði til að vaxa til framtíðar.

Nýjast