Akureyri er jólabærinn

Jólatorgið verður opnað 29. nóv. n.k.
Jólatorgið verður opnað 29. nóv. n.k.

Jólatorgið á Ráðhústorgi verður opnað laugardaginn 29. nóvember þegar ljósin á jólatrénu verða tendruð við hátíðlega athöfn.

Til þess að skapa enn meiri jólastemningu í kringum torgið eru hagsmunaaðilar í miðbænum hvattir til að leggja sitt af mörkum með því að skreyta, hafa opnunartímann í samræmi við opnunartíma Jólatorgsins, bjóða upp á viðburði eða annað slíkt. Viðburðir og lengri opnunartímar verða auglýstir á jolatorg.is.

Jólatorgið verður opið fjórar helgar, laugardaga og sunnudaga frá kl. 15-18. Átta skreytt jólahús verða á torginu þar sem fjölbreyttur söluvarningur verður í boði og að sjálfsögðu mæta jólasveinarnir alla dagana.

Allar upplýsingar um Jólatorgið eru að finna á jolatorg.is.

 

Það er heimasíða Akureyrar sem fyrst sagði frá

Nýjast