Guðmundur í Nesi í slipp á Akureyri

Guðmundur í Nesi RE 13 er glæsilegt fiskiskip.
Guðmundur í Nesi RE 13 er glæsilegt fiskiskip.

Togari Útgerðarfélags Reykjavíkur, Guðmundur í Nesi, sem nú er í slipp á Akureyri. Slippurinn hefur í mörg ár sinnt fjölbreyttum verkefnum fyrir útgerðir víða af landinu og byggt upp góða aðstöðu og þekkingu til verksins.

Viðhald skipa er eðlilegur og mikilvægur hluti af rekstri í sjávarútvegi. Það tryggir að skipin haldist örugg og í góðu ástandi fyrir komandi vertíðir. Á Akureyri hefur Slippurinn í mörg ár sinnt fjölbreyttum verkefnum fyrir útgerðir víða af landinu og byggt upp góða aðstöðu og þekkingu til verksins.

Eitt nýjasta dæmið er togari Útgerðarfélags Reykjavíkur, Guðmundur í Nesi, sem nú er í slipp á Akureyri. Skipið er 66 metra langt og 14 metra breitt, smíðað í Noregi árið 2000. Það er eitt af lykilskipum Útgerðarfélags Reykjavíkur og gegnir mikilvægu hlutverki í veiðum á botnfiski, meðal annars grálúðu.

Viðhald og endurbætur

Á meðan á slippdvöl stendur er unnið að fjölbreyttum viðhaldsverkefnum sem styrkja rekstraröryggi skipsins fyrir komandi vertíðir. Meðal verkefna í þetta sinn eru lagfæringar á hliðarskrúfu og stýri, öxuldráttur og aðrar nauðsynlegar endurbætur.

„Það er alltaf ánægjulegt að vinna fyrir Bjarna og hans félaga á Guðmundi í Nesi,“ segir Jón Áki Friðþjófsson, verkefnastjóri hjá Slippnum Akureyri. „Ég vil sérstaklega hrósa því skipulagi sem einkennir starfsmenn Guðmundar í Nesi í allri sinni vinnu.“

Vélstjórinn og samstarfið

Bjarni Hjaltason, yfirvélstjóri á skipinu, hefur fylgt verkefninu eftir. Hann er ánægður með þjónustuna hjá Slippnum:

„Þetta er þriðji slippurinn sem ég kem að með Guðmund í Nesi og annar sem ég stýri fyrir hönd skipsins. Það er alltaf gott að koma hingað – geysilega góð umgjörð, allt á einum stað og á lokuðu svæði. Það er mikill mannauður sem þið búið yfir í Slippnum og öryggismál eru tekin föstum tökum. Það skiptir máli.“

Bjarni hefur starfað á sjó í meira en aldarfjórðung. Hann hóf feril sinn árið 1998 á Hrafni Sveinbjarnarsyni hjá Þorbirninum og starfaði þar til 2006. Síðan tók hann við yfirstöðu á Hrafni GK til ársins 2014, var yfirvélstjóri á Kleifaberginu til 2020 og hefur starfað á Guðmundi í Nesi síðustu ár sem yfirvélstjóri.

„Þetta eru fjögur skip á 27 árum – og engin leið til baka frá sjómennskunni,“ segir hann brosandi.

Tilbúinn til veiða

Upp úr næstu helgi, þegar slippnum lýkur, heldur Guðmundur í Nesi aftur til hafs.

„Það verður góð tilfinning að fara með skipið út eftir þessar viðgerðir,“ segir Bjarni að lokum.

Verkið við Guðmund í Nesi sýnir vel hvernig gott samstarf útgerða og þjónustuaðila stuðlar að því að íslensk skip haldist örugg, sjóhæf og tilbúin til veiða.

T.v. Bjarni Hjaltason, yfirvélstjóri á Guðmundi í Nesi, ásamt Jóni Áka Friðþjófssyni, verkefnastjóra hjá Slippnum Akureyri – Skipaþjónustu.

 

Viðhaldsvinna á Guðmundi í Nesi – unnin af fagfólki Slippsins Akureyri.

Það er heimsíða Slippsins sem sagði fyrst frá

 

 

 

 

Nýjast